Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
70 ár síðan Ferguson kom til Íslands
Mynd / Fergusonfélagið
Fréttir 16. maí 2019

70 ár síðan Ferguson kom til Íslands

Höfundur: Ritstjórn

Fyrir 70 árum síðan voru fyrstu Ferguson-dráttarvélarnar kynntar á Keldum í Mosfellssveit að viðstöddum helstu framámönnum í íslenskum landbúnaði. Af því tilefni ætlar Fergusonfélagið að efna til sýningar að Blikastöðum í sömu sveit, laugardaginn 18. maí milli kl. 12 og 17.

Sýndar verða Ferguson-dráttarvélar af elstu gerðunum ásamt tilheyrandi tækjum. Meðal sýningargripa verður annar af þeim Fergusonum sem voru á Keldum 1949 og einhver þeirra tækja sem þá voru sýnd. Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri, höfundur bókarinnar „…og svo kom Ferguson“ flytur ávarp ásamt fleirum.

Í gamla fjósinu á Blikastöðum hafa áhugamenn unnið að uppgerð gamalla landbúnaðarvéla. Þar er vísir að safni listilega vel uppgerðra véla af ýmsum gerðum. Gefst kostur að sjá vélar sem verið er að vinna að á ýmsum stigum uppgerðar.

Í tilkynningu frá Ferguson-félaginu segir að allir séu hjartanlega velkomnir.

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...