Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
43 tonn af unnum kjötvörum fluttar inn
Fréttir 11. júlí 2016

43 tonn af unnum kjötvörum fluttar inn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samtals bárust fimmtán gild tilboð í tollkvóta vegna innflutnings á nauta-, svína-, kinda-, geita- og alifuglakjöti, unnum kjötvörum, smjöri og ostum og eggjum fyrir tímabilið 1. júlí  til 31. desember 2016.

Fimm tilboð bárust um innflutning á nautagripakjöti, samtals 56.200 kíló, á meðalverðinu 118 krónur fyrir kílóið. Hæsta boð var 630 krónur fyrir kílóið en lægsta boð var 5 krónur fyrir kílóið. Tilboðum var tekið frá fimm fyrirtækjum um innflutning á 47.500 kg á meðalverðinu 138 krónur fyrir kílóið.

31 tonn af svínakjöti

Fjögur tilboð bárust um innflutning á svínakjöti, samtals 31.300 kíló, á meðalverðinu 59 krónur fyrir kílóið.  Hæsta boð var 270 krónur fyrir kílóið en lægsta boð var 0 krónur fyrir kílóið. Tilboðum var tekið frá fjórum fyrirtækjum um innflutning á 31.300 kg á meðalverðinu 59 krónur fyrir kílóið. Til úthlutunar voru 32.000 kg.

Ekki kom til útboðs á kinda- og geitakjöti

Ein umsókn barst um innflutning á kinda- eða geitakjöti, samtals 30.000 kg. Ekki kom til útboðs þar sem umsóknir náðu ekki því magni sem í boði var eða 172.500 kíló.

29,5 tonn af alifuglakjöti

Átta tilboð bárust um innflutning á kjöti af alifuglum, samtals 147.500 kíló, á meðalverðinu 309 krónur fyrir kílóið. Hæsta boð var 580 krónur fyrir kílóið en lægsta boð var 0 krónur fyrir kílóið. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum um innflutning á 29.500 kíló á meðalverðinu 546 krónur fyrir kílóið.

59,5 tonn af osti

Þrjár umsóknir bárust um innflutning á smjöri, samtals 17.000 kíló. Ekki kom til útboðs þar sem umsóknir náðu ekki því magni sem í boði var eða 26.500 kíló.

Ellefu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á ostum, samtals 154.000 kíló, á meðalverðinu 232 krónur fyrir kílóið. Hæsta boð var 390 krónur fyrir kílóið en lægsta boð var 11 krónur fyrir kílóið. Tilboðum var tekið frá sex fyrirtækjum um innflutning á 59.500 kíló á meðalverðinu 306 krónur fyrir kílóið.

37 tonn af eggjum

Þrjú tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á eggjum, samtals 37.000 kíló, á meðalverðinu 20 krónur fyrir kílóið. Hæsta boð var 100 krónur fyrir kílóið en lægsta boð var 0 krónur fyrir kílóið. Tilboðum var tekið frá þremur fyrirtækjum um innflutning á 37.000 kíló á meðalverðinu 20 krónur fyrir kílóið. Til úthlutunar voru 38.000 kg.

43 tonn af unnum kjötvörum

Ellefu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum, samtals 150.400 kíló, á meðalverðinu 404 krónur fyrir kílóið. Hæsta boð var 630 krónur fyrir kílóið en lægsta boð var 0 krónur fyrir kílóið. Tilboðum var tekið frá fimm fyrirtækjum um innflutning á 43.000 kíló á meðalverðinu 568 krónur fyrir kílóið.

 

Skylt efni: matvörur | innflutningur

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...