Fréttir 11. ágúst 2017

2.000 tonna viðbótarúthlutun í makríl

Vilmundur Hansen

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið  hefur með reglu­gerð ráðstafað 2.000 tonna viðbótar­aflaheimildum í makríl á árinu 2017. Rreglugerðin hefur þegar öðlast gildi.

Samkvæmt ákvæði reglugerðar­innar eiga bátar styttri en 15 metrar að mestu lengd og minni en 30 brúttótonn sem ekki hafa fengið úthlutað makrílkvóta sem byggður er á veiðireynslu rétt á úthlutun.

Ákvæðið nær einnig til báta sem fengið hafa úthlutað minna en 27 tonn. 

Hámarksúthlutun á hvern bát er 35 tonn og þegar viðkomandi hefur veitt 80% af því á hann rétt á öðrum skammti.

Viðbótaraflaheimildir eru óframseljanlegar. 

Skylt efni: Fiskveiðar | Makríll | Útgerð