Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ærin Sanda Gunna er ein af 22 fjórlembunum á Efri-Fitjum í Víðidal.
Ærin Sanda Gunna er ein af 22 fjórlembunum á Efri-Fitjum í Víðidal.
Mynd / Gréta Brimrún Karlsdóttir
Fréttir 15. júní 2018

175 þrílembur á Efri-Fitjum í Víðidal

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Frjósemi á bænum Efri-Fitjum í Víðidal í  Húnaþingi vestra hefur verið ótrúlega mikil í sauðburðinum í vor og það sem af er sumri. 
 
Á bænum eru 880 fjár en 22 af þeim voru fjórlembur, 5 voru fimmlembur og 179 voru þrílembur. „Sauðburðurinn gekk mjög vel og frjósemin var með allra besta móti, ég man varla eftir svona mikilli frjósemi áður hjá okkur,“ segir Gréta Brimrún Karlsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum, en hún og maður hennar, Gunnar Þorgeirsson, reka myndarlegt fjárbú á Efri-Fitjum. Gunnar og Gréta eru bæði Vestur-Húnvetningar, hann ólst upp á bænum en Gréta er frá Harastöðum í Vesturhópi. Þau keyptu jörðina af foreldrum Gunnars 1994. Auk þess að vera með sauðfé eru þau að rækta hross með góðum árangri. 
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...