Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
15 sinnum líklegra að smitast af kampýlóbakter á ferðalögum erlendis en hér á landi
Fréttir 20. mars 2019

15 sinnum líklegra að smitast af kampýlóbakter á ferðalögum erlendis en hér á landi

Höfundur: Ritstjórn

Karl G. Kristinsson, prófessor í sýkla- og veirufræði við Læknadeild HÍ og yfirlæknir á Landspítalanum, sagði frá því á ráðstefnu um sérstöðu íslensks landbúnaðar að nýgengi kampýlóbaktersýkinga í mönnum á Íslandi væri það minnsta sem þekktist í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Kampýlóbakter er ein algengasta orsök niðurgangs í heiminum í dag og getur í verstu tilfellum valdið ristilbólgum og blóðugum niðurgangi og örsjaldan öndunarlömun.

Karl sýndi súlurit sem sýndi nýgengi kampýlóbakter hér á landi. Samanburður á uppruna sýkinga sýndi að líkurnar á kampýlóbaktersmiti á ferðalögum erlendis eru 15 sinnum meiri en að menn smitist við neyslu mengaðra matvæla hér á landi.


Kampýlóbaktersmit á Íslandi á árunum 1990-2018. Grænu súlurnar sýna smit vegna ferðalaga erlendis en þær rauðu smit innanlands. Hvítar súlur tákna að uppruni er óþekktur. Mynd: Glæra tekin saman af dr. Ruff Lowman, byggt á gögnum frá Landspítalanum.

Flest lönd í Evrópu fylgjast ekki með kampýlóbakter í kjöti en rannsóknir hafa sýnt að kjúklingur í stórmörkuðum á meginlandinu er að miklu leyti smitaður af kampýlóbakter. Sýndi Karl tölur úr mælingum í stórmörkuðum víða um Evrópu, m.a. í Austurríki þar sem 57% kjúklings var smitaður, 32% í Ungverjalandi, 68% í Bretlandi og á bilinu 23-68% á Spáni. Á Íslandi hefur nýgengi kampýlóbakter í kjúklingakjöti mælst niður í 0%. Hér á landi er í gildi frystiskylda á kampýlóbaktersmituðum kjúklingi en frystingin drepur bakteríuna að langmestu leyti.

Myndin sýnir að líkur á að smitast erlendis á ferðalögum (rauðu súlurnar) eru á bilinu 210-325 tilfelli per 100.000 lífár en 8-23 á Íslandi (bláu súlurnar). Það er um fimmtánfaldur munur. Mynd/Skjáskot úr erindi Karls, glæra tekin saman af dr. Ruff Lowman.

Fyrirlestur Karls er aðgengilegur í heild sinni hér.
 

 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...