Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
100 milljónir fugla til kjötframleiðslu
Fréttir 1. febrúar 2018

100 milljónir fugla til kjötframleiðslu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Verið er að reisa kjúklingabú í Kína sem hýsa mun 100 milljón hænsnfugla til kjötframleiðslu. Gert er ráð fyrir að ársframleiðslan verði um 200.000 tonn á ári og verður slátrun og fullvinnsla afurða í tengslum við búið.

Framkvæmdir við búið eru þegar hafnar og er það staðsett skammt utan við borgina Hengshui í Hebei í Norður-Kína. Í yfirlýsingu frá borgaryfirvöldum í Hengshui segir að búið verði mikil lyftistöng bæði fyrir borgina og svæðið í heild þar sem mörg störf skapist í og í kringum kjúklingabúið.

Búið er reist í samvinnu við stjórnvöld í Kína og sagt vera hluti af áætlun stjórnvalda til að draga úr fátækt í Kína og tryggja fæðuöryggi.

Markaður fyrir kjúklingakjöt í Kína er mikill og eykst ár frá ári. Fyrirtækið sem stendur að baki byggingu búsins heitir Charoen Pokphand Food. Það er með höfuðstöðvar í Taílandi og er þetta annað stóra kjúklingabúið sem það reisir í Kína. Auk kjúklingaframleiðslu og vinnslu hefur Charoen Pokphand ítök í smásöluverslun, bankastarfsemi og lyfjaframleiðslu í Kína og víðar í Asíu.

Önnur stórtæk kjúklinga­framleiðslufyrirtæki í Kína eru Guangdong Wens Food Stuff Co og Tongwei Group.

Skylt efni: kjúklingabú | Kína

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...