Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri hjá Hey – Ferðaþjónustu bænda.
Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri hjá Hey – Ferðaþjónustu bænda.
Fréttaskýring 31. júlí 2019

Mikið áfall fyrir alla

Höfundur: Vilmundur Hansen

Berglind Viktorsdóttir, gæða­stjóri hjá Hey – Ferða­þjónustu bænda, segir að Efstidalur II sé innan Hey Iceland fjölskyldunnar, sem saman­stendur af félögum á um 170 stöðum um land allt.

„Síðustu daga og vikur hefur hugur hópsins verið bæði hjá fjölskyldum þeirra barna sem urðu fyrir sýkingu og hjá stórfjöl­skyldunni í Efstadal II.“

Býlið hefur sannarlega verið undir smá­sjánni undanfarið enda á þessi faraldur sér ekki fordæmi hér á landi. Allt frá upphafi ferðaþjónustunnar á bænum, sem má rekja til ársins 2002, hefur fjölskyldan lagt áherslu á að tengja saman ferðaþjónustu og landbúnað og það varð til þess að Efstidalur II komst á kortið sem eftirsóknarverður staður til að heimsækja. Það er því erfitt að setja sig í spor fjölskyldunnar núna en ljóst er að áfallið er mikið, bæði fyrir þau persónulega og fyrir rekstur staðarins.

Það liggur ljóst fyrir að E-coli bakterían finnst víða í umhverfinu og því er mikilvægt að koma í veg fyrir að sambærileg tilfelli gerist aftur hér á landi. Öll getum við dregið okkar lærdóm af þessu og saman leggjum við okkar af mörkum til að tryggja að þetta gerist ekki aftur. Til dæmis þurfa eftirlitsaðilar að fylgja skýrum og samræmdum reglum og hafa virkt eftirlit, staðarhaldarar þurfa að brýna mikilvægi handþvotta og tryggja viðeigandi aðstöðu til þess. Þá er það ábyrgð okkar allra að passa upp á hreinlæti og handþvott með sápu og vatni auk spritts. Þá væri vert að koma upp skýrum samræmdum leiðbeiningum til gesta varðandi umgengni við dýrin.

Við viljum ekki glata þeim mögu­leika sem felst í því að heimsækja dýrin í sveitinni og bragða á matvælum beint frá býli. Þetta er jarðtengingin okkar við náttúru landsins og lífið í sveitinni og með því að læra af reynslunni, bregðast við og halda áfram veginn tryggjum við öruggara umhverfi fyrir okkur öll.“

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg
Fréttaskýring 8. mars 2024

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg

Vísbendingar eru um að bændur séu líklegri til að þjást af einkennum streitu og ...

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast
Fréttaskýring 23. febrúar 2024

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast

Á komandi áratugum er líklegt að landbúnaður breytist verulega. Þættir eins og t...

Úrgangsmálin í ólestri
Fréttaskýring 9. febrúar 2024

Úrgangsmálin í ólestri

Í byrjun síðasta árs tóku gildi lög hér á landi þar sem bann er lagt við urðun á...

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika
Fréttaskýring 30. janúar 2024

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika

Aðstöðumunur kúabænda vegna mismunandi stuðnings við kvótakaup milli landsvæða h...

Auður, kvóti, mjólk og skuld
Fréttaskýring 26. janúar 2024

Auður, kvóti, mjólk og skuld

Þegar tiltekinn hópur bænda hefur tök á að eignast mjólkurkvóta með því að vera ...

Dýrmæt erfðaefni dreifast víða
Fréttaskýring 13. janúar 2024

Dýrmæt erfðaefni dreifast víða

Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), segir að ...

Ræktunarland verður kortlagt
Fréttaskýring 8. desember 2023

Ræktunarland verður kortlagt

Gert er ráð fyrir að þingsályktunartillaga um nýja landsskipulagsstefnu til 15 á...

Mikilvægi sjálfsaflahlutfalls
Fréttaskýring 17. nóvember 2023

Mikilvægi sjálfsaflahlutfalls

Hugtakið „fæðuöryggi“ hefur verið mikið til umræðu undanfarin misseri. Ef litið ...