Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Neytandi ætti alltaf að fá að vita hvaðan salatið sem hann borðar kemur, hvort sem hann kaupir það í stórmarkaði eða á veitingahúsi eða grænmeti sem boðið er upp á í mötuneyti.
Neytandi ætti alltaf að fá að vita hvaðan salatið sem hann borðar kemur, hvort sem hann kaupir það í stórmarkaði eða á veitingahúsi eða grænmeti sem boðið er upp á í mötuneyti.
Fréttir 24. ágúst 2017

Fjölónæmar bakteríur geta borist með innfluttu fersku grænmeti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Grænmeti er ekki síður varasamt þegar kemur að áhættu af dreifingu sýklalyfjaónæmis í gegnum innflutt matvæli. Það getur, líkt og ferskar kjötvörur, borið fjölónæmar bakteríur.
 
Árið 2016 voru rúmlega 13.000 tonn af fersku grænmeti flutt til Íslands, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Grænmetið kemur alls staðar að úr heiminum en mest kemur frá Evrópu, og einkum frá Hollandi og Spáni en staða landanna þegar kemur að notkun sýklalyfja er æði misjöfn.
 
 
 
Þannig skorar Spánn landa hæst í notkun sýklalyfja í dýrum í nýútkominni skýrslu Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA), Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) og Evrópumiðstöðvar um sjúkdómsvarnir og eftirlit (ECDC) með sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi í dýrum og mönnum. 
 
Mengast gegnum búfjáráburð
 
Sýklalyfin sem áhyggjur vísindamanna beinast að eru breiðvirk lyf sem brotna afar hægt niður í náttúrunni. Mengaður búfjáráburður sem notaður er á ræktað land getur því smitað út frá sér fjölónæmum bakteríum, á grænmeti og jafnvel í grunnvatn.
 
Ferskt grænmeti sem flutt er hingað til lands er í flestum tilfellum einnig borðað hrátt og óeldað.
Grænmetið er undir áhrifum af vaxtarumhverfi sínu og getur tekið til sín efni úr jarðvegi ræktarlandsins og því vatni sem það nærist á. Áhættan á að ónæmar bakteríur berist til manna í gegnum ferskt grænmeti er því fyrir hendi og ber að athuga.
 
Á það bentu Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við lækna­deild Háskóla Íslands og yfirlæknir sýklafræði­deildar Landspítalans, og Franklín Georgsson, matvæla- og örveru­fræðingur hjá Matís, í grein sinni um innflutt fersk matvæli og sýkingaráhættu fyrir menn sem birtist í Læknablaðinu árið 2015.
 
„Eitt af meginvanda­málum við verksmiðjubú er hið mikla magn saurs sem kemur frá dýrunum og þarf að losa sig við, og er þá gjarnan notaður sem áburður á ræktarland. Sem dæmi má nefna að um 70 milljón tonnum af lífrænum áburði er dreift árlega á ræktað land í Bretlandi einu. Ræktað land og það sem verið er að rækta mengast þannig með áburðinum af sýklalyfjum og sýklalyfjaónæmum bakteríum sem geta síðan borist áfram í grunnvatnið og jafnvel mengað vatnsból. Á þennan hátt getur grænmeti, baunaspírur og ber mengast og síðan smitað menn sem oftast borða þessar vörur ferskar,“ segir m.a. í greininni.
 
Þörf á vitundarvakningu neytenda
 
Í stórmörkuðum geta neytendur tekið upplýsta ákvörðun um hvaða vöru þeir kaupa, því vörur eiga að vera merktar upprunalandi sínu. 
 
Sama vitund er ekki til staðar þegar neytandi fer á veitingahús eða í mötuneyti. Í reynd eru yfirgnæfandi líkur á því að salat sem borið er þar fram sé innflutt, einfaldlega vegna þess að það er hagstæðara. 
 
Í ljósi þeirrar áherslu sem lagt er á vá vegna dreifingu sýklalyfjaónæmra baktería í skýrslu EFSA, EMA og ECDC telur Karl G. Kristinsson þörf á enn frekari vitundarvakningu.
 
„Neytandi ætti alltaf að fá að vita hvaðan salatið sem hann borðar kemur, hvort sem hann er á veitingahúsi eða í mötuneyti. Ef slíkar upplýsingar lægju fyrir, þá myndum við kannski frekar versla við veitingahús sem býður upp á íslenskt grænmeti, bæði vegna kolefnisfótspors og ekki síst varðandi mengun af bakteríum frá suðrænum löndum sem við viljum ekkert vera með,“ segir Karl.
 
Á Íslandi er ræktarland grænmetis að jafnaði vökvað með ómenguðu drykkjarvatni, en gerist sjaldgæfara í öðrum löndum, eins og t.d. í Hollandi þar sem vökvað er með endurunnu vatni.
Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs
Fréttaskýring 18. apríl 2024

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs

Alþingi samþykkti 21. mars sl. breytingu á búvörulögum sem felur í sér undanþágu...

Mikilvægasta rými jarðar
Fréttaskýring 29. mars 2024

Mikilvægasta rými jarðar

Stærsta innlögn nýrra fræsafna í Alþjóðlegu fræhvelfinguna á Svalbarða átti sér ...

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg
Fréttaskýring 8. mars 2024

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg

Vísbendingar eru um að bændur séu líklegri til að þjást af einkennum streitu og ...

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast
Fréttaskýring 23. febrúar 2024

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast

Á komandi áratugum er líklegt að landbúnaður breytist verulega. Þættir eins og t...

Úrgangsmálin í ólestri
Fréttaskýring 9. febrúar 2024

Úrgangsmálin í ólestri

Í byrjun síðasta árs tóku gildi lög hér á landi þar sem bann er lagt við urðun á...

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika
Fréttaskýring 30. janúar 2024

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika

Aðstöðumunur kúabænda vegna mismunandi stuðnings við kvótakaup milli landsvæða h...

Auður, kvóti, mjólk og skuld
Fréttaskýring 26. janúar 2024

Auður, kvóti, mjólk og skuld

Þegar tiltekinn hópur bænda hefur tök á að eignast mjólkurkvóta með því að vera ...

Dýrmæt erfðaefni dreifast víða
Fréttaskýring 13. janúar 2024

Dýrmæt erfðaefni dreifast víða

Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), segir að ...