Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Jón Örn Stefánsson, fram­kvæmda­stjóri Kjötkompanís.
Jón Örn Stefánsson, fram­kvæmda­stjóri Kjötkompanís.
Fréttaskýring 22. ágúst 2019

Erlendir markaðir greinilega mikilvægari en innlendir

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Mér finnst búið að vera ótrúlegt að fylgjast með umræðunni,“ segir Jón Örn Stefánsson, fram­kvæmda­stjóri Kjötkompanís. „Eins og staðan hefur verið þá var greinilegur skortur á hryggjum og við fengum ekki það magn af íslenskum hryggjum sem við þurft­um til að anna okkar við­skiptavinum.“

Jón Örn segir að hjá Kjöt­kompaníi hafi þeir orðið varir við skort fljótlega upp úr síðustu áramótum og vissu þá hvert stefndi en ástandið versnaði bara þegar á leið. „Okkar viðbrögð voru að taka inn alla þá íslensku hryggi sem við gátum og brúuðum bilið með hryggjum frá Nýja-Sjálandi. Við tókum nýsjálensku hryggina inn í gegnum milligöngufyrirtæki og fengum úrvalshryggi úr slátrun í janúar og febrúar á þessu ári sem voru stærðarflokkaðir eftir okkar óskum.“

Að sögn Jóns Arnar var ekki um mikið magn að ræða til að brúa bilið fram að slátrun, hann vill þó ekki gefa upp magnið.

„Ástandið eins og það var síðustu mánuðina hvað varðar framboð á íslenskum hryggjum er algerlega óásættanlegt fyrir söluaðila eins og okkur. Kjötkompaní hefur í tíu ár unnið sleitulaust í vöruþróun og framsetningu á íslensku hráefni og náð töluverðum árangri að okkar mati. Svo kemur upp staða þar sem við fáum ekki það hráefni sem við þurfum á að halda vegna þess að erlendir markaðir eru orðnir mikilvægari en sá íslenski. Finnst okkur að okkur vegið og eitthvað rangt í gangi.“

Jón segist hafa farið fram á að fá upplýsingar um hvað og hversu mikið hafi verið flutt út af lambakjöti, í hvaða stærðarflokkum og á hvaða verði frá síðustu sláturvertíð. „Mig langar að vita hvernig útflutningnum er háttað og hvort afurðastöðvarnar hafi farið fullgeyst í útflutningi á hryggjum en hef ekki fengi nægar upplýsingar þar um.“ 

Mikilvægasta rými jarðar
Fréttaskýring 29. mars 2024

Mikilvægasta rými jarðar

Stærsta innlögn nýrra fræsafna í Alþjóðlegu fræhvelfinguna á Svalbarða átti sér ...

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg
Fréttaskýring 8. mars 2024

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg

Vísbendingar eru um að bændur séu líklegri til að þjást af einkennum streitu og ...

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast
Fréttaskýring 23. febrúar 2024

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast

Á komandi áratugum er líklegt að landbúnaður breytist verulega. Þættir eins og t...

Úrgangsmálin í ólestri
Fréttaskýring 9. febrúar 2024

Úrgangsmálin í ólestri

Í byrjun síðasta árs tóku gildi lög hér á landi þar sem bann er lagt við urðun á...

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika
Fréttaskýring 30. janúar 2024

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika

Aðstöðumunur kúabænda vegna mismunandi stuðnings við kvótakaup milli landsvæða h...

Auður, kvóti, mjólk og skuld
Fréttaskýring 26. janúar 2024

Auður, kvóti, mjólk og skuld

Þegar tiltekinn hópur bænda hefur tök á að eignast mjólkurkvóta með því að vera ...

Dýrmæt erfðaefni dreifast víða
Fréttaskýring 13. janúar 2024

Dýrmæt erfðaefni dreifast víða

Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), segir að ...

Ræktunarland verður kortlagt
Fréttaskýring 8. desember 2023

Ræktunarland verður kortlagt

Gert er ráð fyrir að þingsályktunartillaga um nýja landsskipulagsstefnu til 15 á...