Fréttir / Fréttaskýring

Lagning jarðstrengja komin í forgang víða um Evrópu

Enn er hart tekist á um raflínu­lagnir á Íslandi og erfiðlega hefur gengið að sætta sjónarmið þeirra sem vilja halda áfram lagningu loftlína og hinna sem vilja fremur leggja raflagnir í jörðu. Þetta kann þó að vera að breytast.

Norðmenn með risaáform í samgöngumálum

Á meðan fámenn íslensk þjóð í hlutfallslega stóru landi hefur væntingar um að koma vegakerfinu í sæmilega ökufært ástand með lagfæringum á gatslitnu vegakerfi hafa frændur vorir Norðmenn örlítið háleitari markmið.

Ísþekjan hefur rýrnað síðan 1987

Hafísinn á Norðurheimskautinu er nú sagður sá minnsti síðan reglulegar gervihnattamælingar NASA hófust árið 1978. Þegar ástandið frá árinu 1999 til 2016 er borið saman kemur samt í ljós að töluverðar sveiflur hafa verið í ísmynduninni fyrir veturinn á milli ára.

Unnið hörðum höndum að samruna efnarisanna Bayer og Monsanto

Þýska efnafyrirtækið Bayer hefur verið að vinna að því að kaupa bandaríska efnafyrirtækið Monsanto. Forsvarsmenn fyrirtækjanna eru nú sannfærðir um að það takist að ganga frá öllum lausum endum fyrir lok þessa árs.

„Hátækni í landbúnaði gæti afstýrt heimsstyrjöld út af vatni“

„Gleymið áhyggjum út af olíu og gasi, þið ættuð frekar að hafa áhyggjur út af því sem minna er rætt um, en það er sú staðreynd að heimurinn er að verða uppiskroppa með drykkjarhæft vatn.“

Fjarlægið vatn og mat, bætið út í það trúarbragðaátökum og hrærið

Ummæli Trumps Bandaríkja­forseta um að sniðganga Parísarsamkomulagið um loftslagsmál hefur farið fyrir brjóstið á mörgum evrópskum stjórnmálamönnum sem og bandarískum þingmönnum. Er forsetinn varaður við því að afleiðing meiri loftslagshlýnunar geti orðið styrjöld.

„Núverandi sjúkdómastaða er auðlegð sem okkur ber að verja“

Vilhjálmur Svansson, dýralæknir og veirufræðingur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum á Keldum, segir að landfræðileg einangrun Íslands sé höfuð­ástæða þess að húsdýr hérlendis eru að mestu laus við mörg þeirra smitefna sem landlæg eru í húsdýrum utan Íslands. Þessa dýrastofna beri Íslendingum skylda til að verja.