Fréttir / Fréttaskýring

Við getum ekki vísað ábyrgðinni af sorpinu okkar lengur yfir á aðra

Hugmyndir eru nú uppi um að flytja sorp frá Íslandi með skipum til Svíþjóðar til eyðingar í sorpbrennslustöðvum. Það hlýtur að vera ansi sérkennilegt að það þyki allt í lagi að láta erlendar þjóðir sá um að brenna okkar sorpi á meðan engin áform virðast vera uppi um að Íslendingar taki sjálfir ábyrgð á að eyða sínu rusli.

Kveiktu eld til að laða smokkinn á land

Smokkfiskur vandi komur sínar upp að Íslandsströndum hér á árum áður. Hann var kærkominn og var veiddur og nýttur í ferska beitu um 100 ára skeið og ríflega það. Hér var um spennandi og nokkuð ævintýralegan veiðiskap að ræða. Smokkurinn hvarf frá ströndum landsins á seinni hluta síðustu aldar.

Í það minnsta 82 virkjanakostir með 49.601 kílówatti í uppsettu afli

Möguleikar í uppsetningu lítilla vatnsaflsvirkjana eru miklir víða um land. Margvísleg tækni hefur komið fram á sjónarsviðið á liðnum árum sem gerir mönnum kleift að framleiða raforku jafnvel án stíflugerðar og með því að nýta hægrennsli lækjarfarvega.

Vegagerðin metur Þ-H leiðina ódýrasta, hagkvæmasta og öruggasta

Vegagerðin telur að öruggasti, hagkvæmasti og fljótlegasti kosturinn í veggerð í Gufudalssveit sé það sem nefnt hefur verið Þ-H leið. Hún liggur út vestanverðan Þorskafjörð, út á Hallsteinsnes og um kjarrlendi hinna margfrægu Teigsskóga, yfir grynningar í mynni Djúpafjarðar og Gufufjarðar og yfir á Melanes.

Litu á loðnuna sem ódrátt

Þótt Íslendingar hafi vitað af loðnunni í sjónum kringum landið um aldir og jafnvel gert sér mat úr henni í einhverjum mæli var það ekki fyrr en fyrir röskum 50 árum að farið er að nýta hana fyrir alvöru.

Rauðátan er lítið dýr með stórt hlutverk

Rauðátan er eitt þýðingarmesta sjávardýrið þótt hún sé ekki stór. Fyrir hennar tilstilli höfum við greiðan aðgang að bráðhollri fitusýru í mataræði okkar. Einnig hefur verið sýnt fram á að rauðátan er stórtæk í því að hreinsa koldíoxíð úr yfirborðssjónum.

Fullyrðingar og pólitískur „popúlismi“ afvegaleiðir umhverfisumræðuna

Þeir eru orðnir harla fáir jarðarbúarnir sem mæla gegn því að draga þurfi stórlega úr loftmengun, plastmengun og sóun auðlinda af öllu tagi ef ekki eigi illa að fara fyrir okkur. Spurningin er hins vegar hvaða tölum sé hægt að treysta í þessari umræðu og hvernig staðið sé að því að ná nauðsynlegum markmiðum.