Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Uppruni, saga og þróun
Á faglegum nótum 6. október 2015

Uppruni, saga og þróun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknasetur í safnafræðum við Háskóla Íslands sendi nýlega frá sér bók þar sem fjallað er um uppruna og sögu fjórtán byggðasafna í landinu.

Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands, sem er ritstjóri bókarinnar, segir að í henni sé að finna fjórtán ritgerðir um jafnmörg byggðasöfn á landinu ásamt inngangi.

„Í innganginum fjalla ég um sögu byggðasafnanna á landinu, mótunarár þeirra, hvatann fyrir stofnun þeirra og hverjir lögðu þar hönd á plóg. Í ritgerðunum er svo fjallað um það hvernig starf safnanna hefur mótast og þróast á hverjum stað fyrir sig.“

Búnaðarsamtökin dyggir stuðningsaðilar

Elsta safnið sem fjallað er um í bókinni er byggðasafnið á Ísafirði sem er stofnað 1941. Sigurjón segir að í flestum tilfellum sé töluverður aðdragandi að stofnun byggðasafna en að þau eigi mörg það sameiginlegt að Ragnar Ásgeirsson, ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands, kom þar að málum.

„Ragnar var á sínum tíma ráðinn af Búnaðarsamtökunum til að sinna málefnum byggðasafnanna og kom við sögu við stofnun fjölmargra þeirra. Þegar saga byggðasafnanna er skoðuð kemur greinilega í ljós að Búnaðarsamtökin voru dyggir stuðningsaðilar þess að byggðasöfnunum var komið á fót. Þau samþykktu ályktanir þess efnis að hið opinbera ætti að hvetja til stofnunar byggðasafna og leggja til fjármagn svo að slíkt væri mögulegt. Ungmennafélögin í landinu voru einnig hvetjandi þáttur í stofnun margra þeirra en að mínu mati voru Búnaðarsamtökin afgerandi hvað það varðar.“

Sigurjón segir að byggðasöfnin byggi oft mikið á söfnum áhugasamra einstaklinga sem hafi viðað að sér alls kyns munum og flytja þá síðan á sameiginlegt byggðasafn. „Í raun eru byggðasöfn samsett að munum sem þúsundir einstaklinga um allt land hafa fært þeim að gjöf.“

Fyrri bók af tveimur

Höfundar ritgerðanna í bókinni eru blanda af safnafólki, safnstjórum og fyrrverandi nemendum í safnafræði og sérfræðingum í safnafræðum. Að sögn Sigurjóns eru byggðasöfn á landinu milli 30 og 40 og söfnin sem fjallað er um í þessari séu þau rótgrónustu.

„Hugmyndin er að gefa út aðra svipaða bók á næstu árum þar sem fjallað verður um fleiri byggðasöfn og að lokum öll í landinu. Það vantar til dæmis tilfinnanlega umfjöllun um byggðasöfn á Austfjörðum í bókina, Minjasafnið á Akureyri, Stykkishólmi og Pakkhúsið á Ólafsfirði svo dæmi séu tekin.“

Aðspurður segir Sigurjón að skilgreiningin á byggðasafni sé stofnun sem sinnir söfnum og varðveislu muna og menningararfs í nærsamfélaginu og heimahéraði.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...