Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Subaru Forester e-Boxer.
Subaru Forester e-Boxer.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 17. mars 2020

Umhverfisvænn 4x4 Subaru, hlaðinn nýjungum

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is
Á þeim tíu árum sem ég hef skrifað um bíla hér í Bændablaðið hef ég verið duglegur að prófa nýja Subaru bíla þegar þeir hafa verið í boði, alltaf hefur mér líkað vel við þessa boxer-bíla fyrir utan hvað mér hefur fundist þeir eyða of miklu eldsneyti í samanburði við svipaða bíla, en nú er kominn nýr Subaru með rafmagnsaðstoð sem breytir eyðslunni.
 
Greinilega minni eyðsla en á fyrri árgerðunum
 
Um síðastliðna helgi ók ég rétt um 100 km prufuakstur á Subaru Forester e-boxer. Vélin er hybrid (bæði bensín og rafmagn), skilar 150 hestöflum, sjálfskiptur með 7 þrepa skiptingu og er uppgefin eyðsla 8,1 lítri á hundraðið miðað við blandaðan akstur. Fyrstu 40 km ók ég hefðbundinn innanbæjarakstur og samkvæmt aksturstölvunni var ég að eyða 9,6 lítrum á hundraðið, næstu 40 km voru á hálum þjóðvegi sem af og til var svolítill snjór á og var ökuhraðinn á bilinu 70-90 og niðurstaðan úr langkeyrslunni var 7,1 lítri á hundraðið (lítri til tveim lítrum minna en fyrri Subaru sem ég hef prófað). Eins og alla bíla sem ég prófa þá hávaðamældi ég inni í bílnum á sama stað og mældist hljóðið inni í bílnum ekki nema 69db. á 90 km hraða.
 
Sé settur hér krókur er vert að geta þess að bíllinn má draga 1870 kg kerru með bremsubúnaði.
 
Subaru öryggi og þægindi
 
Bíllinn er hlaðinn af margvíslegum aukabúnaði, brekkuaðstoð, hiti í stýri, akreinalesari, blindhornsvari sem lætur líka vita vel tímanlega ef bíll er að taka fram úr vinstra megin, neyðar-bremsuaðstoð (lætur vita með hljóðmerki ef bíllinn fyrir framan hægir óeðlilega mikið á sér). Einnig er í honum nýjung sem ég hef ekki skynjað fyrr í bíl sem ég hef prófað, en uppi á Mosfellsheiðinni ók við hliðina á mér maður á vélsleða um tíma og var ég eitthvað of mikið að horfa á hann, þetta líkaði bílnum ekki og pípti á mig og í mælaborðinu var skipun á ensku sem sagði mér að horfa á veginn. 
 
Flestir hafa keyrt bíl með bakk­myndavél, en til viðbótar við hana er önnur myndavél sem er í efri skjá sem sýnir niður á hægra framhjólið þegar bakkað er (er í nokkrum tegundum vörubíla), þennan búnað hef ég ekki séð áður í svona litlum bíl og er afar þægilegur þegar aðstæður eru þröngar. Þegar keyrt er í myrkri með háuljósin skipta þau sjálfkrafa niður á láguljósin sé bíll að koma á móti og þegar honum hefur verið mætt skiptir bíllinn sjálfur á háuljósin aftur.
 
Stillanlegt drif eykur akstursgetuna
 
Hægt er að stilla drifið á X-mode eða SI-drive. X-mode er fyrir erfiðar aðstæður s.s. snjó, drullu eða grýtt og laust yfirborð (hægt að fara í býsna miklar torfærur á bílnum þar sem hæð undir lægsta punkt er 22 cm), en SI-drive er fyrir almennan akstur og sparakstur. Í aðstæðum þar sem yfirborð vega er mishált kemur samhverfa drifið í Subaru sér vel því það dreifir afli á milli hjóla eftir gripi þannig að bíllinn hefur alltaf hámarks grip á hjólin, en stöðugleikinn er enn betri í Subaru bílum vegna boxervélarinnar sem gerir þyngdarpunktinn neðar. Fjöðrun er mjög góð og til samanburðar við flesta aðra bíla sem ég hef prófað þá höggva Subaru bílar einna minnst í smáholum.
 
Varadekkinu var fórnað fyrir rafhlöðuna.
 
Aldrei sáttur að keyra um varadekkslaus
 
Með mótorinn fram í og rafhlöðuna aftur í er bíllinn sérstaklega stöðugur og þægilegur í akstri, en það er svolítið mikið óþægilegt að vita af því að ekkert varadekk sé í bílnum. 
 
Vegna rafhlöðunnar er vara­dekkinu fórnað, eitthvað sem er ekki ásættanlegt í vegakerfi sem við búum við, sérstaklega á tímabilinu frá janúar fram í apríl þegar allt er í holum sem höggva bæði dekk og felgur. 
 
Fyrir utan þetta eina atriði finnst mér bíllinn frábær og ekki skemmir verðið sem er afar hagstætt eða frá 6.890.000 Premium og upp í LUX+ sem er á 7.490.000. Hægt væri að bæta við miklum texta um þennan bíl, en fyrir áhugasama vil ég benda á Sigurð, sölumann Subaru, hann veit þetta allt miklu betur en ég, eða á vefsíðuna www.bl.is.
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Þyngd 1.641 kg
Hæð 1.730 mm
Breidd 1.815 mm
Lengd 4.625 mm
 

 

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...