Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Trefjar úr laufblöðum ananasplöntunnar eru hengdar upp og þurrkaðar áður en þær fara í lokavinnsluferli til Spánar.
Trefjar úr laufblöðum ananasplöntunnar eru hengdar upp og þurrkaðar áður en þær fara í lokavinnsluferli til Spánar.
Á faglegum nótum 18. maí 2018

Trefjar úr ananaslaufblöðum í nytjahluti

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Frumkvöðullinn og doktorinn Carmen Hijosa þróaði vörumerkið Piñatex® fyrir sjö árum í rannsóknarskyni. Hún er sérfræðingur í leðurvörum og var við ráðgjöf á Filippseyjum upp úr 1990 þegar henni blöskraði umhverfisáhrifin sem leðurframleiðsla og litun með kemískum efnum höfðu.
 
 Carmen vissi að PVC-efni voru ekki lausnin svo hún var staðráðin í að kanna sjálfbærari aðferðir. Áður en langt um leið hafði hún þróað náttúrulega vefnaðarvöru sem búin er til úr trefjum ananaslaufblaða og má því segja að um hliðarafurð í landbúnaði sé að ræða. 
 
Fyrirtæki Carmen, Ananas Anam, er nú þekkt víða um heim og þá sérstaklega innan tísku- og húsgagnageirans. Þegar hún hóf þessa ferð var Carmen innblásin af gnægð náttúrulegra auðlinda, þar á meðal notkun á plöntutrefjum í hefðbundnum vefnaði eins og í hinum fínofna Barong Tagalog-fatnaði. Carmen leitaðist því við að hanna nýja vefnaðarvöru sem var ekki ofin sem væri hægt að framleiða í viðskiptalegum tilgangi, skapa jákvæð félagsleg og efnahagsleg áhrif og viðhalda lágu umhverfisfótspori í gegnum líftíma þess.
 
Notað í skó, fatnað og áklæði í bíla
 
Eftir mikla hugmyndavinnu og þróun komst Carmen að því að trefjar í laufblöðum ananasplöntunnar var það sem hún var að leita að. Úr þeim gat hún framleitt leðurlíki á sjálfbæran hátt til viðbótar við það sem fyrir var á markaði. Hráefni sem áður var hent en er nú hægt að nýta og skapar störf í samfélögum þar sem landbúnaður er enn á þróunarstigi. Hér náði Carmen því að samhæfa sýn sína í eitt fyrir sjálfbærari framtíð sem tengir saman fólk, umhverfi og hagkerfi. Carmen hefur hlotið fjölda verðlauna um allan heim fyrir uppgötvun sína og er þekktur fyrirlesari. Í dag heldur hún áfram að þróa Piñatex®-vörulínu sína. 
 
Piñatex® er sem fyrr sagði búið til úr trefjum laufblaða ananasplöntunnar. Þessum laufblöðum var áður fyrr hent í ananasuppskerunni og er því hliðarafurð í landbúnaði. Hinum löngu trefjum úr blöðunum er náð út með sérstakri vél sem bændur á hverjum stað sinna og fá aukalega greitt fyrir. Þegar búið er að ná trefjunum úr laufblöðunum eru þau notuð sem næringarríkur áburður eða í lífeldsneyti svo ekkert fer til spillis við framleiðsluna. Trefjarnar fara í áframhaldandi vinnsluferli þar sem þeim er rúllað upp í stóra möskva sem unnið er frekar úr í þar til gerðum verksmiðjum á Spáni. Lokavaran, leðurlíkið Piñatex®,  er mjúkt og sveigjanlegt efni en um leið varanlegt. Frá Spáni er vörunni dreift frá fyrirtæki Carmen til hönnuða sem nota hana meðal annars í skó, tískufylgihluti, fatnað, í húsgagnaframleiðslu og sem áklæði í bíla sem dæmi. 

4 myndir:

Skylt efni: Trefjar | ananasblöð

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...