Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Someca, franskur Fiat
Á faglegum nótum 19. mars 2018

Someca, franskur Fiat

Höfundur: Vilmundur Hansen

Saga frönsku Someca dráttarvéla er nokkuð flókin. Dráttarvélarnar komu fyrst á markað árið 1953 og framleiddar af SIMCA sem var þá dótturfélag Fiat Auto Italia.

Árið 1934 stofnaði FIAT fyrirtæki í Frakklandi sem kallaðist SAFAF, Société Anonyme Française des Automobiles Fiat. Fyrirtækinu var ætlað að framleiða bifreiðar og bifreiðahluti. Það fyrirtæki hóf einnig strax innflutning á dráttarvélum frá Fiat og Steyr til Frakklands.

Síðar stofnaði Fiat SIMCA, Société Industrielle de Mécanique et Carrosserie Automobile, sem var ætlað að framleiða ítalska bíla og dráttarvélar í Frakklandi.

Árið 1953 hófst framleiðsla í Frakklandi á dráttarvélum sem fengu heitið Someca sem voru byggðir að hluta á dráttarvélum sem kölluðust MAP en síðar á hönnun ítalskra Fiat dráttarvéla undir frönsku vörumerki.

Undir lok sjötta áratugar síðustu aldar varð Someca hluti að SIMCA iðnaðarsamsteypunni.

Fyrst MAP síðar SOM 40

Áður en SIMCA hóf framleiðslu á dráttarvélum keypti fyrirtækið dráttar­vélaframleiðsluhluta fyrirtækis sem kallaðist MAP, Manufacture d´Armes de Paris. Auk þess að framleiða landbúnaðartæki var MAP helsti vopnaframleiðandi Frakklands og hafði verið það frá 1665 þegar stofnandi fyrirtækisins hóf framleiðslu á hnífum og sverðum og síðar skotvopnum. MAP er helsti framleiðandi hátækni skotvopna í Frakklandi í dag.

Tæknibúnaður MAP var eftir kaup SIMCA notaður til að framleiða fyrstu Someca traktoranna.
Fyrsti Someca traktorinn, sem fékk heitið DA50, var að stórum hluta byggður á eldri dráttarvél sem kallaðist MAP DR3 og gat afkastað 37 hestöflum við 1500 snúningahraða á klukkustund.

Næsta týpa kom á markað 1957 og fékk heitið SOM 40. Sá traktor var einn af allra stærstu dráttarvélum sem smíðaðar höfðu verið í Frakklandi og nutu mikillar velgengni í landinu og stolt Frakka á þeim tíma.
Vélin í SOM 40 var af gerðinni Fiat OM COID 45, fjögurra strokka, 4165 cc dísilvél, sem afkastaði um 45 hestöflum við 1500 snúninga á klukkustund.

Árið 1964 var framleiðslu SOM 40 hætt en á þeim tíma höfðu verið framleiddir 18.741 slíkur en alls ríflega 40.000 SOMECA dráttarvélar í Frakklandi.

SOMECA í Argentínu

Árið 1953 setti Fiat á fót dótturfyrirtæki í Argentínu til að framleiða dráttarvélar. Í fyrstu kallaðist fyrirtækið Fiat Someca Construcciones Córdoba en árið 1959 var nafninu breytt í Fiat Concord. Flestar dráttarvélarnar sem Fiat framleiddi í Argentínu á þessum árum voru undir merki SOMCA

SOMECA síðan Fiat

Miklar breytingar urðu á framleiðslu SOMECA árið 1965 þegar fyrirtækið setti á markað svonefnda 15 seríu sem var hrein eftirmynd af Fiat Trattori dráttarvélum.

Fiat var allt frá upphafi meirihlutaeigandi í SOMECA en árið 1983 var fyrirtækið flutt undir FiatAgri sem var sá hluti Fiat sem sá um framleiðslu á landbúnaðarvélum. Heiti FiatAcri var breytt í Fiat New Holland árið 1993 og kallast í dag Fiat CNH Global.                                   

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...