Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sólboði er af ættkvíslinni Osteospermum og tilheyrir körfublómaætt. Myndir / Ingólfur Guðnason.
Sólboði er af ættkvíslinni Osteospermum og tilheyrir körfublómaætt. Myndir / Ingólfur Guðnason.
Á faglegum nótum 20. júní 2019

Sólboði – færir okkur sumarið

Höfundur: Guðríður Helgadóttir

Fá sumarblóm bera með sér eins góðar óskir um hagstætt veðurfar að sumarlagi eins og sólboðinn. Nafn þessarar fallegu plöntu ber með sér sól og sumaryl og því ætti hún að sjálfsögðu að vera skylduplanta í öllum alvöru görðum.

Sólboði er af ættkvíslinni Osteos­permum og tilheyrir körfublómaætt. Í heim­kynnum sínum eru þetta fjölærar plöntur en hér á norðurhjara veraldar ná þær ekki að lifa af veturinn og eru því ræktaðar sem sumarblóm. Til er fjöldi yrkja af sólboða og er hæð þeirra mjög mismunandi, hægt er að fá yrki sem eru einungis 25–30 cm há og allt upp í yrki sem verða ríflega metri á hæð. Yfirleitt eru nú lágvaxnari yrkin vinsælli á Íslandi.  

Blómgunartími sólboða er langur. 

Litrík körfublóm

Blóm sólboðans eru klassísk körfublóm, pípukrónur í miðju og tungukrónur í röð í kring. Pípukrónurnar eru yfirleitt dökkar á litinn, gjarnan með fjólubláum blæ en tungukrónurnar geta verið í ýmsum litum, hvítum, gulum, appelsínugulum, bleikum, fjólubláum og jafnvel vínrauðum. Sum yrki eru með tvílitar tungukrónur og til eru yrki þar sem hver tungukróna er í laginu eins og skeið. Blöð sólboða eru lensulaga og blómstönglarnir grannir en seigir og sveigjanlegir. Eitt blóm er á hverjum blómstöngli. Sólboðinn lokar blómum sínum í rigningu en opnar þau þegar birtir og hlýnar, jafnvel þótt ekki sé full sól. 

Hentar bæði í beð og blómaker

Sólboði hefur verið ræktaður á Íslandi um árabil og kom fljótlega í ljós að þessar blómfögru plöntur eru mun harðgerðari en ætla mætti, miðað við uppruna þeirra á afrískum slóðum. Blómgunartíminn er langur, plönturnar byrja að blómstra í upphafi sumars og standa langt fram á haust, þola jafnvel dálítið næturfrost að haustlagi. Fyrst í stað þorðu garðeigendur ekki annað en að gróðursetja sólboða á skjólbestu staði en raunin er sú að þetta eru mjög vindþolnar og duglegar plöntur sem þarf ekki að dekra sérstaklega við. Þó er rétt að gæta þess að hafa sólboða á sólríkum og sæmilega hlýjum stað, skuggsælir staðir henta honum ekki. 

Blóm sólboðans eru klassísk körfublóm, pípukrónur í miðju og tungukrónur í röð í kring.  

Auðveld í umhirðu

Til að tryggja blómgun sem best allt sumarið er rétt að gróðursetja sólboða í frjóan og rakaheldinn jarðveg. Ef plönturnar lenda í ofþornun að sumarlagi er hætt við því að þær haldi að vetur sé genginn í garð og þær ljúka blómgun hið snarasta. Sérstaklega þarf að gæta að vökvun plantna í pottum og kerum og þarf vökvunin að vera hófleg, þessar plöntur eru heldur ekki hrifnar af því að standa í bleytu. Plöntur í kerum og pottum þarf jafnframt að vökva reglulega með áburði til að þær dafni sem best. Hægt er að nota venjulegan pottablómaáburð á fljótandi formi og blanda hann eftir meðfylgjandi leiðbeiningum. Rétt er að miða við að vökva með áburði um það bil tvisvar sinnum í viku. 

Sólboðinn er mjög blómviljugur en hvert blóm stendur bara í ákveðinn tíma. Það er því sjálfsögð umhirða að klippa í burtu þau blóm sem eru fölnuð og þá er blómstilkurinn klipptur með. Þessar plöntur framleiða sjaldnast mikið fræ en með því að fjarlægja dauðu blómin lítur plantan betur út og nýju blómin fá pláss til að láta ljós sitt skína í sólinni.

Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur hjá LbhÍ.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...