Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Í drögum að reglugerð um stuðning í nautgriparækt segir að skilyrði fyrir greiðslum til nautgripabænda sé þátttaka í afurðaskýrsluhaldi Bændasamtaka Íslands og fullnægjandi skil auk fullnægjandi skila á haustskýrslu í Bústofn samkvæmt 10. gr. laga um búfj
Í drögum að reglugerð um stuðning í nautgriparækt segir að skilyrði fyrir greiðslum til nautgripabænda sé þátttaka í afurðaskýrsluhaldi Bændasamtaka Íslands og fullnægjandi skil auk fullnægjandi skila á haustskýrslu í Bústofn samkvæmt 10. gr. laga um búfj
Á faglegum nótum 6. janúar 2017

Skýrsluhald skilyrði fyrir greiðslum

Höfundur: Guðmundur Jóhannesson ráðunautur í nautgriparækt hjá RML
Í grein 2.2. í samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar sem undirritaður var 19. feb. á þessu ári segir að skilyrði fyrir greiðslum sé þátttaka í afurðaskýrsluhaldi Bændasamtaka Íslands og fullnægjandi skil á skýrslum. 
 
Samningurinn tekur til stuðningsgreiðslna í nautgriparækt, s.s. greiðslna út á greiðslumark, greiðslna út á innvegna mjólk (beingreiðslna), gripagreiðslna, greiðslna vegna nautakjötsframleiðslu auk fjárfestingastuðnings. Samkvæmt þessu munu þeir sem ekki standast kröfur varðandi afurðaskýrsluhald ekki njóta þess stuðnings sem samningurinn kveður á um og áður er talinn.
 
Í drögum að reglugerð um stuðning í nautgriparækt segir að skilyrði fyrir greiðslum til nautgripabænda sé þátttaka í afurðaskýrsluhaldi Bændasamtaka Íslands og fullnægjandi skil auk fullnægjandi skila á haustskýrslu í Bústofn samkvæmt 10. gr. laga um búfjárhald nr. 38/2013.
 
Í reglugerðinni kemur fram að til þess að þátttaka í afurðaskýrsluhaldi í nautgriparækt sé metin fullnægjandi skulu ákveðin skilyrði vera uppfyllt, en miðað er við að unnt sé að rekja uppruna og afdrif allra gripa í hjörðinni á einfaldan og öruggan hátt, sem og safna áreiðanlegum upplýsingum um afurðir búsins. 
 
Standa þarf að fullnægjandi skilum á hjarðbók og heilsukorti og tryggja rétta framkvæmd á merkingum nautgripa, í samræmi við reglugerð um merkingar búfjár nr. 916/2012 með síðari breytingum. 
 
Allur nautgripabústofn framleiðanda skal skráður í Huppu. Framleiðandi ber ábyrgð á skráningu á afurðum, magn og gæði mjólkur og kjöts, sem gripir búsins gefa af sér. 
 
Eftirfarandi skal skrá eða vera til staðar auk upplýsinga sem eru skráðar í hjarðbók búsins (lágmarkskröfur): 
  • Fangafdrif allra kúa. 
  • Burðardagsetning kúa, fjöldi fæddra kálfa og afdrif þeirra. 
  • Fallþunga allra sláturgripa, sem byggir á innlesnum sláturgögnum frá sláturhúsum. 
  • Ástæðu afsetningar kúa og kvígna og fylgja tímamörkum um skráningar sem tilgreind eru í reglugerð nr. 916/2012 um merkingar búfjár. 
  • Nyt allra mjólkandi kúa (mjólkurskýrsla) í hverjum mánuði fyrir 11. næsta mánaðar eftir mælingarmánuð. 
  • Mjólkurframleiðendur skulu taka kýrsýni úr öllum mjólkandi kúm tvisvar sinnum í hverjum ársfjórðungi og þarf niðurstaða þeirra að hafa borist innan 15 daga frá lokum sýnatökumánaðar. 
 
Framleiðendur skulu staðfesta skýrsluhaldsupplýsingar í síðasta lagi 10. hvers mánaðar fyrir næstliðinn mánuð og á það jafnt við um mjólkurframleiðendur sem og þá sem eingöngu stunda kjötframleiðslu.
 
Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir bændur?
 
Í stuttu máli sagt leggur þetta þá kvöð á bændur sem stunda nautgriparækt, hvort heldur til framleiðslu mjólkur eða kjöts, að skila skýrslum eða m.ö.o. taka þátt í skýrsluhaldi. Fyrir yfirgnæfandi meirihluta bænda er þetta nákvæmlega engin breyting, þ.e.a.s. þá sem hafa tekið þátt í skýrsluhaldi eða haldið hjarðbók og staðið skil á skráningum innan tilskilinna tímamarka sem m.a. eru tilgreind í reglugerð um merkingar búfjár.
 
Hvað þarf að skrá og hvenær?
  • Skrá þarf alla burði og gera grein fyrir afdrifum kálfa innan tilskilinna tímamarka sem eru 20 dagar frá burði.
  • Skrá þarf ástæðu afsetningar/förgunar kúa og kvígna.
  • Skrá þarf slátrun heima á búinu og/eða vanhöld gripa.
  • Mæla þarf og skrá nyt allra mjólkandi kúa á búinu mánaðarlega, ef viðkomandi stundar mjólkurframleiðslu.
  • Skila þarf kýrsýnum úr öllum mjólkandi kúm á búinu tvisvar sinnum í hverjum ársfjórðungi, ef viðkomandi stundar mjólkurframleiðslu.
  • Skrá þarf kaup og sölu gripa innan 7 daga frá flutningi grips.
Sláturfærslur úr sláturhúsum eru lesnar inn á sjálfvirkan hátt en mönum bent á að fylgjast grannt með hvort þær skili sér ekki áreiðanlega og rétt. Þá er rétt að ítreka þá breytingu sem varð í sumar að nú er skylt að merkja alla kálfa sem fara í sláturhús, ekki bara þá sem eru settir á til lífs. Misbrestur á því getur leitt til missis greiðslna.
 
Allir þeir sem njóta munu stuðningsgreiðslna verða að gera skil mánaðarlega og skiptir þá engu hvort eitthvað hefur gerst í mánuðinum eða ekki. Hafi engin kýr borið, enginn gripur farið í sláturhús né drepist þarf samt sem áður að gera skil, þ.e. skila núll-skýrslu. Fyrir mjólkurframleiðendur er heldur ekki annar kostur í stöðunni en að skila mælingum mánaðarlega vilji menn njóta stuðningsgeiðslna. Síðasti skiladagur er 10. hvers mánaðar fyrir næstliðinn mánuð, þ.e. skila skal afurðaskýrslu fyrir janúar í síðasta lagi 10. febrúar o.s.frv.
 
Hvað þarf að gera?
 
Bændur sem nú þegar eru í skýrsluhaldi munu ekki verða neinna breytinga varir. Um 10% þeirra þurfa aðeins að taka sig eilítið á varðandi skýrsluskil og skráningar innan tilskilinna tímamarka. Nokkur hluti hefur ekki haldið uppi reglulegu skilum á kýrsýnum og þar þurfa viðkomandi að taka sér örlítið tak. 
Þeir sem ekki hafa verið í skýrsluhaldi þurfa hins vegar að byrja að mæla úr kúnum og standa skil á mjólkurskýrslum og kýrsýnum. Mælt er með því að byrja sem fyrst, útvega sér búnað til mælinga, panta sýnaglös fyrir kýrsýni o.s.frv. 
 
Þeir sem stunda kjötframleiðslu þurfa allmargir að taka sig á varðandi skráningar og skil á upplýsingum. Þar hefur víða pottur verið brotinn.
 
Þá þurfa þeir mjólkurframleiðendur sem ekki hafa verið í skýrsluhaldi og allir nautakjötsframleiðendur að tilkynna þáttöku í afurðaskýrsluhaldi til Matvælastofnunar (Búnaðarstofu) fyrir 27. desember n.k. á þar til gerðu eyðublaði sem hægt er nálgast á þjónustugátt MAST. Þeir sem ekki hafa aðgang að henni geta nálgast eyðublaðið á heimasíðu RML eða fengið það sent.
 
Hugum tímanlega að hlutunum
 
Það liggur fyrir að fyrsti skiladagur á afurðaskýrslum samkvæmt þessu nýja fyrirkomulagi verður 10. febrúar n.k. Að fenginni reynslu er mælt með því að menn hugi að skilum fyrr en það. Ávallt getur eithvað óvænt komið upp og óþægilegt að eiga eftir að ganga frá öllum skráningum 15 mínútur í miðnætti, nettengingin óvirk og góð ráð dýr.
 
Þeir sem skila skýrslum á pappír til skráningar hjá RML þurfa að senda skýrslur frá sér með nokkurra daga fyrirvara til þess að tryggt sé að skráningu sé lokið á tilskyldum tíma. Póstleggja verður skýrslu í síðasta lagi 3ja hvers mánaðar svo tryggt sé að skýrslur hafi borist og náðst að skrá þær í tíma. Einnig má skila skýrslum á starfsstöðvar RML ef það hentar betur. RML hefur ekki heimild til þess að gefa neinn frest á skilum og gengur þar eitt yfir alla.
 
Við getum aðstoðað
 
Starfsfólk RML er reiðubúið til aðstoðar varðandi skýrsluhaldið nú sem endranær. Þá er verið að endurskipuleggja alla vinnu við skýrsluhald innan RML með það að leiðarljósi að bæta þjónustuna, gera hana skilvirkari og halda niðri kostnaði svo sem hægt er.
 
Framvegis munu allar nautgripaskýrslur verða skráðar á Akureyri og Selfossi. Skil og útsending munu einnig fara fram á þessum starfsstöðvum RML. Þeir sem ekki skila rafrænt þurfa að skila skýrslum með pósti eða á starfsstöð RML en ekki mjólkurbílum eins og sums staðar hefur tíðkast fram að þessu.
Þeir sem ekki eru í skýrsluhaldi ættu að hafa samband sem allra fyrst og fara yfir stöðu sinna mála. Hafið samband, sími RML er 516 5000.
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...