Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Síamstvíbura-jarðýtur
Á faglegum nótum 30. janúar 2019

Síamstvíbura-jarðýtur

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þótt Íslendingar megi oft kallast tæknióðir og séu nýjungagjarnir og fljótir til að nýta sér margvíslega tækni, þá er þar margt sem ekki rekur á okkar fjörur. Þar á meðal má nefna síams tví- og þríbura-dráttarvélar og jarðýtur.

Ein slík símas­tvíbura- jarðýta var af gerðinni Caterpillar Twin D8. Einungis munu hafa verið smíðaðar þrjár slíkar vélar og því ekki skrítið að þær hafi ekki ratað til Íslands.

Var fyrsta slíka vélin smíðuð af Peterson Caterpillar í Kaliforníu fyrir verktaka sem vann við að ryðja skógi við gerð Hungry Horse-stíflunnar í Montana í Bandaríkjunum 1949. Var hún stundum nefnd „Super Pusher Cat“, eða súperýta. Hún var að öllum líkindum notuð til að draga slóða eð stóra stálkúlu sem fest var við keðjur og víra til að rífa niður tré á byggingarsvæði stíflunnar. Einnig mögulega til að draga plóg og eða jarðvegsskrapara [scraper] líkt og notaður var við gerð Ísafjarðarflugvallar í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar. 

Önnur símastvíburavélin fór til kolaorkuvers í Ohio og var ætlað að ryðja upp stórum kolahaugum fyrir orkuverið og var hún með hefðbundinni en risastórri ýtutönn (22 fet) og með vírahífingu.

Líklegt er að þessi sama vél hafi verið notuð við gerð á Garrison- stíflunni á árunum 1950 til 1959 og sjá má á póstkorti frá þeim tíma.

Þriðja síamsvélin af Caterpillar D8 gerð var smíðuð fyrir King Ranch í Texas. Hún var útbúin með eins konar trjáruðningsplóg [Holt Funnel] sem smíðaður var af Holt Caterpillar umboðsaðilanum í Texas og var beitt með vírahífingu en ekki glussatjökkum. Var vélin notuð til að rífa upp mesquite tré og rótarhnyðjur á King Ranch búgarðinum. Seinna mun Caterpillar D9G hafa tekið við þessu hlutverki tvíbura­vélarinnar. 

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...