Fræðsluhornið 16. júní 2017

Rúlluvélar – Plast í stað nets

Sigtrygur V. Herbertsson ábyrgðarmaður í bútækni sigtryggur@rml.is
Plastbinding í stað nets, þar á undan garns, er framtíðin að mati flestra framleiðenda rúlluvéla. Í nokkur ár hafa verið á markaði rúlluvélar sem nýta sér plastfilmu til að binda rúllur í baggahólfinu í stað nets:
 • Aukafilman eykur styrk plasthjúpsins, og hjálpar þannig til við að minnka súrefnismagn sem berst að heyinu á verkunar- og geymslutímabilinu og minnkar líkur á myglu og fóðurtapi.
 • Mögulega er hægt að komast af með minna plast þegar rúllunni er plastað, þótt framleiðendur séu ekki allir sammála um það.
 • Auðveldar til muna það að opna rúlluna með t.d. rúlluskera.
 • Meira plast er á „belgnum“ sem minnkar líkur á skemmdum í flutningi.
 • Auðveldar alla vinnu við flokkun í endurvinnslu.

Í dag eru þessir framleiðendur að framleiða rúlluvélar með slíkan búnað:

 • Orkel eru frumkvöðlar í notkun plastfilmu í stað nets og eru í samvinnu með New Holland í þessum efnum með sínar Roll Baler 125 Combi og Roll Baler 135 Ultra.
 • Göweil G5040Kombi vélarnar eru lítt þekktar hérlendis en eru með þessum búnaði.
 • Krone Crown Comprima týpurnar eru með plasti í stað nets og hægt er að kaupa búnað fyrir vélar framleiddar eftir 2014 og setja á hér heima.
 • McHale hefur búnaðinn og heita þá vélarnar plús vélar.
 • Kuhn i-BIO + er einnig vél á markaði hérlendis með plast í stað nets.

Hvað með aðra?

 • Vicon eru á fullu í þróun á FastBale vélinni, og fyrstu prófanir hafa verið með neti en líklegt er að hún verði fyrst Vicon véla með plasti í stað nets.
 • John Deere vilja bíða með þennan búnað þar til plastfilman verður ódýrari.

Filman sem þarf er framleidd af nokkrum aðilum og fer þeim fjölgandi.

 • 1,25 m að breidd,  þykktin er frá 13–25 míkró­metrar.
 • Til að halda pressunni á rúllunni er talað um að setja 2,8 til 5,5 lag utan um þær
 • Ennþá er plastið dýrari kostur en netið en dregið hefur saman með verði á neti og plasti eftir því sem notkun þess síðarnefnda eykst.