Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Álftir á flugi undir Eyjafjöllum.
Álftir á flugi undir Eyjafjöllum.
Mynd / HKr.
Á faglegum nótum 29. október 2018

Rannsóknir á ágangi álfta og gæsa – grein 2

Höfundur: Bjarni Jónasson, bjarni@ust.is
Á síðasta ári kom út samantekt á rannsóknum um ágang álfta og gæsa á ræktarlönd í tímaritinu Biological Review (Fox, Elmberg, Tombre, & Hessel, 2017). Höfundar greinarinnar leituðust við að safna saman öllum greinum úr vísindalegum gagnagrunni sem taka á þessum málum. Elsta greinin sem fannst var frá árinu 1940. 
 
Bjarni Jónasson.
Alls var unnið úr 359 greinum og voru flestar frá Evrópu (N=191) en næstflestar frá Norður-Ameríku (N=150). Fáar rannsóknir voru gerðar fram til ársins 1980 en þeim fjölgaði mjög til ársins 2010. Frá þeim tíma hefur dregið úr tengdum rannsóknum.
 
Fram kemur í greininni að flestar rannsóknirnar birtust í hagnýtum vísindaritum, ritum um fugla- og eða vistfræði, eða tímaritum tengdum verndun. Fáar rannsóknir birtust í tímaritum sem gætu talist hafa mikið vísindalegt vægi og aðeins örfáar í tímaritum sem tengjast félags- og eða atferlisfræði, sem er all sérstakt í ljósi þess hve umfangsmikið vandamálið er.
 
Í greininni er m.a. leitast við að svara hvað ákvarðar hvar þessar fuglategundir kjósa að setjast á beit. Þá er farið yfir magn fóðurinntöku og orkubúskap og áhrif beitar á ræktarland, svo fleira sé nefnt. Þá er einn kafli sem fjallar um hvaða aðgerðir hafa reynst best til að verja ræktarland og fjallað um stjórnunaraðgerðir, þ.e. aðgerðir til að halda fuglum frá ákveðnum svæðum. Helstu niðurstöður eru dregnar saman í handhæga töflu sem gefur til kynna hvernig megi bregðast við ákveðnum aðstæðum. Að öðru leyti voru helstu niðurstöður höfunda þessar:
 
Þrátt fyrir langa sögu rannsókna á þessu efni, eru niðurstöðurnar hlutdrægar bæði landfræðilega og tegundalega. Þar er átt við að rannsóknirnar séu bundnar við of fá svæði og of fáar tegundir og að þess vegna geti reynst erfitt að nýta þær milli ólíkra svæða. Á sama tíma og margir gæsastofnar hafa vaxið gríðarlega hefur rannsóknum á þessu efni fækkað á síðari árum. Þetta, ásamt stöðugum breytingum á loftslagi og búskaparháttum, hefur leitt af sér enn minni skilning á því hvernig megi minnka árekstra þessara fuglastofna við mannfólkið.
 
Margar rannsóknir sína að gæsir og álftir eru mjög vandlátar á fæðu og vega og meta jöfnum höndum eigið öryggi og gæði fæðunnar. Fjölmargar rannsóknir sýna líka að þessar fuglategundir yfirgefa gjarnan náttúruleg heimkynni fyrir næringaríkari fæðu á landbúnaðarsvæðum þar sem oft er minna afrán. Landbúnaður hefur því aukið mjög á árekstra þessara tegunda við menn.
 
Blandaðar stjórnunaraðgerðir eru yfirleitt besta lausnin til að minnka ágang álfta og gæsa. Í töflunni sem fylgir greininni er yfirlit yfir stjórnunaraðgerðir sem hafa verið vísindalega sannaðar og má nýta í baráttunni við ágang þessara fuglategunda.
 
 
Þrátt fyrir aukinn skilning á hegðun gæsa og þekkingu á því hvernig megi koma í veg fyrir tjón af þeirra völdum, verður vandamálið alltaf háð aðstæðum hverju sinni. Þess vegna ættu rannsóknir að ná yfir breiðara svið, leggja ber meiri áherslu á mismunandi fælingaraðferðir, bragðgæði viðkvæmra plöntutegunda, uppbyggingu og staðsetningar griðarsvæða og síðast en ekki síst, félagsfræðilega þætti sem lítill skilningur er á, en gætu leikið stórt hlutverk í að draga úr vandanum.
 
Hér læt ég staðar numið og vona að þetta verði einhverjum að gagni. Í töflunni kemur margt fram sem nýst gæti bændum þótt sumt eigi frekar við þéttbýli. Í öllu falli eru þetta atriði sem gott er að hafa í huga þegar ákvarðanir eru teknar um skipulag ræktarlands.
 
Bjarni Jónasson
bjarni@ust.is
 
Heimild
Fox, A. D., Elmberg, J., Tombre, I. M., & Hessel, R. (2017). Agriculture and herbivorous waterfowl: a reviw of the scientific basis for improved management. BIOLOGICAL REVIEW, 854-877.
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...