Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þúsundir bænda mótmæltu við höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel þann 7. september síðastliðinn. Með því lýstu þeir mikilli reiði sinni yfir að hafa verið neyddir út í að framleiða mjólk með tapi. Margir þeirra telja sig fórnarlömb viðskiptabanns með
Þúsundir bænda mótmæltu við höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel þann 7. september síðastliðinn. Með því lýstu þeir mikilli reiði sinni yfir að hafa verið neyddir út í að framleiða mjólk með tapi. Margir þeirra telja sig fórnarlömb viðskiptabanns með
Mynd / Euranet Plus
Á faglegum nótum 12. október 2015

Mjólkurkreppan í Evrópu

Höfundur: Guðmundur Jóhannsson
Kúabændur í Evrópu upplifa nú erfiða tíma en með núverandi verði á mjólk til bænda eru fæstir að hafa fyrir útgjöldum hvað þá að búin séu rekin með hagnaði. 
 
Meira að segja á Nýja-Sjálandi þar sem kostnaður við framleiðslu mjólkur er hvað lægstur í heiminum þurfa kúabændur nú rekstrarlán frá afurðastöð sinni, Fonterra, til þess að lifa af. Þessi lán eru vaxtalaus í tvö ár og endurgreiðast þegar mjólkurverð nær um 56 ISK/kg.
 
Ástæða verðfalls á mjólk er ekki einungis brottfall mjólkurkvóta innan ESB frá 1. apríl sl. með framleiðsluaukningu heldur einnig að Kínverjar hafa dregið gríðarlega úr kaupum á mjólkurdufti og viðskiptabann Rússa hefur raskað jafnvægi framboðs og eftirspurnar þannig að verðið hefur hrapað.
Í Evrópu liggur nærri að bændur fái 35–50 ISK fyrir hvern lítra mjólkur og liggur meðalverðið nálægt 44 ISK/lítra. Sænskir kúabændur fá um 40 ISK fyrir hvern lítra og verðið mun hækka í október í um 41 ISK. Tölur frá EDF (European Dairy Farmers) sýna að verð á mjólk þarf að vera a.m.k. 60 ISK til þess að meðalkúabúið hafi fyrir öllum kostnaði.
 
Þessi mjólkurkreppa er í raun áminning til okkar um að hið frjálsa hagkerfi virkar illa fyrir afurðir eins og mjólk. Tvö lönd, Noregur og Kanada, hafa farið móti straumnum og viðhaldið strangri framleiðslustýringu. Nú er svo komið að þetta eru nánast einu löndin þar sem kúabændur fá viðunandi verð fyrir mjólkina, þ.e. verð sem dugar fyrir kostnaði en norskir kúabændur fengu um 77 ISK/lítra í ágúst sl. og kanadískir kollegar þeirra fá litlu minna eða um 75 ISK/lítra.
 
Þetta ástand verður til þess að velta má fyrir sér hvort einhliða stefnumörkun sé skynsamleg. Danskir kúabændur hafa t.d. fjárfest gríðarlega, sennilega meira en nokkrir aðrir kúabændur í Evrópu, enda skilvirkni og framleiðni danskra kúabúa mjög mikil. Þrátt fyrir það duga tekjur þeirra ekki fyrir útgjöldum og að auki eru skuldir þeirra geysilega miklar. Í reynd er það svo að litlu fjölskyldubúin standa hvað best gagnvart því mikla verðfalli sem orðið hefur á mjólk vegna lítilla skulda, fárra starfsmanna auk þess sem þau eiga tiltölulega auðvelt með að afla tekna utan bús. Mjólkurkreppan sýnir okkur líka að aukin sérhæfing í framleiðslu eykur efnahagslega áhættu. Verð á nautakjöti hefur t.d. staðið í stað eða heldur hækkað í Evrópu meðan að mjólk hefur hríðfallið í verði. Það þýðir að blandaður búskapur með bæði framleiðslu mjólkur og kjöts er betur í stakk búinn til þess að taka við áföllum sem þessum.
 
Þó svo að það sé mjólkin sem hefur orðið illa úti á síðustu misserum er lágt afurðaverð stöðugt vandamál fyrir landbúnaðinn. Svo virðist sem pólitískur vilji innan ESB lúti að því að hinum frjálsa markaði beri fremur en framleiðslustýring að tryggja bændum lágmarkstekjur. Hvort í því felist svo sterk mótsögn að það hreinlega gangi upp er önnur saga. Í Danmörku hafa kúabændur nú hins vegar fengið aðstoð úr þeirri átt sem síst var von á. Rema 1000 hefur hækkað verð á mjólk í verslunum sínum um u.þ.b. 7,50 ISK/lítra og rennur sú hækkun beint og alfarið til bænda. Einungis tíminn mun leiða í ljós hvort þetta var ódýr auglýsingabrella eða hvort aðrir munu fylgja í kjölfarið.
 
Þrátt fyrir svartnættið sem blasir við með lágu mjólkurverði eru þó nokkrir ljósir punktar í myrkrinu. Arla hækkaði í ágúst sl. verð á lífrænni mjólk um hátt í 3 ISK/lítra og framleiðendur lífrænnar mjólkur fá nú nálægt 10 ISK meira fyrir lítrann en þeir fengu í lok síðasta árs. Annað dæmi eru ítalskir kúabændur sem framleiða mjólk í parmesan-ost. Þeir fá nú greiddar um 57 ISK/lítra sem er 30–60% hærra en flestir aðrir kúabændur í Evrópu verða að sætta sig við.
 
Það er nokkuð ljóst að hérlendis getum við dregið nokkurn lærdóm af þessu og í komandi viðræðum um nýjan mjólkursamning hljóta samningsaðilar að horfa til þess hver áhrif af brottfalli mjólkurkvóta og framleiðslustýringar innan ESB hafa orðið. Við hljótum líka að verða að velta fyrir okkur hvert skuli stefna. Eigum við að stefna að stærri, sérhæfðari og tæknivæddari búum eins og Danir hafa gert eða eigum við að sætta okkur við tiltölulega lítil fjölskyldubú með þeim sveigjanleika sem þau bjóða upp á. Hvað rétt er í þeim efnum skal ósagt látið enda ekki allir á eitt sáttir um hvaða leið sé best. Hins vegar er nauðsynlegt að málið sé skoðað og í kjölfarið teknar skynsamlegar ákvarðanir sem tryggja viðunandi afkomu af framleiðslu mjólkur og nautakjöts.
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...