Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Lely gangsetur Lely Vector-kerfi númer 500 á heimsvísu
Á faglegum nótum 10. apríl 2018

Lely gangsetur Lely Vector-kerfi númer 500 á heimsvísu

1. febrúar síðastliðinn var settur í gang Lely Vector-fóðurfærir nr. 500 á heimsvísu. Um er að ræða mjög mikilvægan áfanga hjá Lely, en fyrsta Vector-fóðurkerfið var sett upp árið 2012. 
 
Þessi tiltekna uppsetning á Lely-fóðurkerfi og svokölluðu Lely-eldhúsi er hjá Rosi Chris Holsteins í Québec í Kanada, en þar hefur Lely náð mikilli markaðshlutdeild í sölu fóðurkerfa. 
 
Lely Vector-fóðurfæririnn er núna í gangi í 20 löndum bæði á kúabúum sem og í nautgriparækt. Að sögn bænda sem hafa reynslu af Lely-tækjunum eins og Christine Hoyle var Lely Vector-fóðurkerfið rökrétt næsta skref í búrekstrinum: 
 
 „Við höfum verið að mjólka með sjálfvirkum Lely mjaltaþjóni frá árinu 2010. Við byrjuðum með A2 Lely-mjaltaþjón og endurnýjuðum síðan yfir í A4 mjaltaþjón. Okkur langaði síðan að bæta við Lely Vector-fóðurfærinum til að ná betri stjórn á fóðurgjöfinni og sjá til þess að kýrnar hefðu aðgang að fersku fóðri allan sólarhringinn,“ segir Hoyle.
 
Sjálfvirk fóðurkerfi eru að ná mikilli útbreiðslu
 
Jelmer Ham, framleiðslustjóri fóðurkerfa hjá Lely International er með góðar skýringa á því af hverju bændur velja Lely Vector. 
 
„Þetta er byltingarkennt tækni sem hefur einstaklega jákvæð áhrif á heilbrigði gripanna og hámarkar fóðurinntöku og þar með afurðir, fyrir utan að Lely Vector-fóðurkerfið spara mikla olíu- og tækjanotkun og þar með bæði orku og vinnuafl. Með því að gefa gripunum fóður oftar og nákvæmar, nýtast næringarefnin í fóðrinu mun betur. 
 
Hugbúnaðurinn sem að vinnur síðan með Lely-mjaltaþjóninum getur stýrt fóðurgjöfinni til að hámarka afkomu búsins í stað þess að stýra fóðurgjöf eingöngu á mjólkurmagni. Bændur bæði í mjólkurframleiðslu og nautgriparækt geta þannig hámarkað framleiðsluna hjá sér með betri nýtingu fóðurs og betri stýringu fóðurgjafar,“ segir Jelmer Ham, framleiðslustjóri hjá Lely International. 
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...