Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Latil – með drif á öllum
Á faglegum nótum 2. febrúar 2016

Latil – með drif á öllum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Framleiðsla Latil dráttarvéla hófst í Frakklandi árið 1914 og þrátt fyrir að þeir hafi aldrei slegið nein sölumet voru þeir framleiddir fram á fimmta tug síðustu aldar.

Upphaf framleiðslu Latil má rekja aftur til ársins 1897 þegar Fransmaðurinn Auguste Joseph Frederic Georges Latil fékk einkaleyfi á samsettum stýrisbúnaði sem gerði framhjóladrifin ökutæki möguleg. Ári seinna smíðaði A. J. F. G. L. færanlegan mótor sem tengja mátti við drifskaft og knýja margar ólíkar gerðir véla og leysti hesta af hólmi.

Því næst sneri Latil sér að framleiðslu fjórhjóladrifinna flutningabíla sem hægt var að stýra á öllum hjólum.

Bretti og lyftibúnaður

Árið 1914 hannaði Latil og smíðaði fyrsta traktorinn undir sínu nafni. Dráttarvélin var 20 hestöfl og þótti öðruvísi meðal annars fyrir þær sakir að yfir afturdekkjunum var bretti og að á vélinni var lyftubúnaður sem auðveldaði tengingu búnaðar eins og plógs við traktorinn.

Vinsældir Latil dráttarvéla voru mestar á árunum fyrir og eftir heimsstyrjöldina fyrri. Árið 1914 sameinaðist Latil fyrirtæki sem hér Tourand og nafninu var breytt í Tourand-Latin. Sameinaða fyrirtækið hóf fljótlega framleiðslu á farartæki sem sameinaði afl dráttarvéla og gat um leið verið vörubíll og líktist reyndar meira vörubíl en hefðbundnum traktor.Franski herinn notaðist einnig talsvert við þessi farartæki í fyrri heimsstyrjöldinni.

Loftfyllt dekk

JTL týpan var flaggskip vélflota Latil á þriðja áratug 20. aldarinnar, öflugur og fjórhjóladrifinn vinnuþjarkur sem gekk fyrir bensíni og sex gírum sem gengu jafnhratt í báðar áttir.

Nýja hönnunin naut talsverðrar velgengni og þótti henta vel til vegavinnu og í landbúnaði.
Einn af kostum traktorsbílsins var að dekkin á honum voru fyllt með lofti og því ekki eins hastur og farartæki á heilum gúmmídekkjum. Tourand-Latin fyrirtækið var reyndar leiðandi á sínum tíma í hönnun og framleiðslu á loftfylltum dekkjum fyrir dráttarvélar.

Auk þess að vera framleiddar í Frakklandi voru Latil dráttarvélar framleiddar á Bretlandseyjum af fyrirtæki sem hét Shelvoke og Drewry og Latin Industrial Vehicles í London. Auk þess sem Latil traktorinn var einnig framleiddur í Belgíu á þriðja áratug síðustu aldar.

Renault kaupir framleiðsluréttinn

Þýski vélaframleiðandinn MAN yfirtók rekstur Tourand-Latin eftir lok heimsstyrjaldarinnar seinni og hóf framleiðslu á Latil H14 TI árið 1950 sem var með díselmótor.

Fimm árum seinna keypti Renault framleiðsluréttinn á Latil en seldi hann fljótlega aftur til fyrirtækis Saviem sem sérhæfði sig í framleiðslu á vélum fyrir skógariðnaðinn. Savien missti fljótlega áhugann á framleiðslu Latil dráttarvéla og var henni hætt skömmu fyrir 1960. Savien var svo tekið yfir af Brimont árið 1974.

Skylt efni: Gamli traktorinn | Latil

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...