Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kölkun eykur uppskeru og bætir endingu túna
Á faglegum nótum 23. mars 2020

Kölkun eykur uppskeru og bætir endingu túna

Höfundur: Ragnhild Borchsenius

Rétt sýrustig jarðvegs leggur grunninn að aukinni uppskeru og endingu túna. Mikilvægar nytja­jurtir eins og vallarfoxgras, rý­gresi, vallarsveifgras, háving­ull og smári þrífast betur í jarð­vegi með hátt sýrustig.

Eldri tún með lágt sýrustig einkennast af tegundum eins og hávingul, hálíngresi, axhnoðapunt og snarrót. Í súrum jarðvegi gefur sáðgresið eftir og óæskileg fóður­grös og plöntur verða ríkjandi.  Margar plöntutegundir sem ekki eru æskilegar í túnum þrífast vel við lágt sýrustig í jarðvegi og fá því forskot í samkeppni við þær plöntutegundir sem eru æskilegar í túnum.

Sýrustig jarðvegs og upptaka næringarefna

Æskilegt sýrustig jarðvegs hefur jákvæð áhrif á aðgengi plantna að næringarefnum.  Þannig fæst betri nýting á tilbúnum áburði.  Einnig stuðlar æskilegt sýrustig jarðvegs að auknum rótarvexti plantna, sem eykur aðgengi að næringarefnum og vatni.  Kölkun eykur einnig vetrarþol sáðgresis.

Sýrustig jarðvegs og belgjurtir

Smári hefur ýmis jákvæð áhrif á gæði gróffóðurs.  Hann stuðlar að auknum styrk próteins, vítamína og steinefna í gróffóðri. Meðal annars inni­heldur smári þrisvar til fjórum sinnum meiri kalsíum en vallarfoxgras, og tvisvar til þrisvar sinnum meira af magnesíum. Rannsóknir hafa einnig sýnt að fóðurupptaka og mjólkurframleiðslan eykst með auknu hlutfalli af smára í gróffóðri.

Til þess að belgjurtir þrífist, er mikilvægt að sýrustig jarð­vegs sé hærra en pH 6,0. Ein af ástæðum þess að belgjurtir þrífast betur við hátt sýrustig er að jarðvegsbakteríurnar sem lifa á rótum þeirra auka virkni niturbindingar.

Kölkun bætir byggingu jarðvegs og eykur loftun.  Það er ein af forsendum fyrir starfsemi hinna ýmsu jarðvegslífvera sem eykur á umsetningu næringarefna og bætir þar með frjósemi jarðvegs.

Ragnhild Borchsenius, fagstjóri fyrir gróffóður hjá norsku landbúnaðar ráðgjafaþjónustunni (NLR), birti í Budskap 2-2020.
Þýtt af Margréti Ingjalds­dóttur, söluráðgjafa hjá SS.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...