Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hnausplöntur má gróðursetja hvenær sem er allt sumarið, þær verða alltaf himinlifandi yfir því að komast í varanlega vist þar sem þær fá að vaxa og dafna og hafa nóg pláss.
Hnausplöntur má gróðursetja hvenær sem er allt sumarið, þær verða alltaf himinlifandi yfir því að komast í varanlega vist þar sem þær fá að vaxa og dafna og hafa nóg pláss.
Mynd / Guðríður Helgadóttir
Á faglegum nótum 23. júlí 2021

Hnausplöntur

Höfundur: Guðríður Helgadóttir

Þar sem við Íslendingar erum dálítið óþolinmóð þjóð viljum við stundum kaupa okkur plöntur sem eru eiginlega tilbúnar, orðnar stórar og stæðilegar og setja strax svip á garðinn.

Við gróðursetningu þarf að grafa holu sem er töluvert víðari en þvermálið á hnausnum segir til um.

Garðplöntuframleiðendur vita af þessum eiginleikum og rækta því ýmsar trjátegundir upp í stórar stærðir og með dularfullri ræktunartækni tekst þeim að láta plönturnar mynda þéttan róta­klump, svokallaðan hnaus, sem inniheldur fínrótakerfi plöntunnar og gerir henni lífið auðveldara þegar hún kemst á áfangastað í nýjum garði. Hnausplöntur má gróðursetja hvenær sem er allt sumarið, þær verða alltaf himinlifandi yfir því að komast í varanlega vist þar sem þær fá að vaxa og dafna og hafa nóg pláss.

Góður áburður og vökvun

Við gróðursetningu hnausplantna þarf að grafa holu sem er töluvert víðari en þvermálið á hnausnum segir til um. Í holuna er ágætt að blanda lífrænu efni eins og húsdýraáburði eða moltu, í þessum áburði er framtíðarnesti fyrir plöntuna og dugir henni nokkuð lengi. Gott er að hræra áburðinum vel saman við moldina sem fyrir er og svo er ágætt að reyna að koma áburðarblandaðri moldinni fyrir í hliðum holunnar, ekki bara undir plöntunni því þær rætur sem eru virkastar í að ná í næringu vaxa í efstu 10–20 cm jarðvegs.

Ef plantan er hávaxin er ágætt að setja 2-3 staura niður rétt fyrir utan rótarhnausinn og binda stofn plöntunnar við staurana, það tryggir að rótakerfið fær frið til að vaxa og festa plöntuna í sessi.

Svo er plöntunni komið haganlega fyrir í miðri holunni og moldinni mokað að, mikilvægt að hún standi ekki dýpra en hún gerði áður, við erum jú að gróðursetja hana, ekki jarðsetja. Þá er fyllt upp í afganginn af holunni með góðri mold, þjappað aðeins meðfram en þó ekki allt of mikið því ræturnar þurfa á lofti að halda líka. Eftir gróðursetninguna er svo plantan vökvuð vel með vatni og gott að vökva hana reglulega fyrstu dagana á meðan hún er að átta sig á nýja vaxtarstaðnum. Einnig er ágætt að dreifa eins og matskeið af tilbúnum áburði í kringum plöntuna eftir vökvunina, þetta er nokkurs konar skyndibiti og getur hjálpað henni af stað.

Ef plantan er hávaxin er ágætt að binda hana upp, setja 2-3 staura niður rétt fyrir utan rótarhnausinn og binda stofn plöntunnar við staurana, það tryggir að rótakerfið fær frið til að vaxa og festa plöntuna í sessi.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...