Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hinn helgi viður
Á faglegum nótum 5. september 2016

Hinn helgi viður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á Íslandi naut reyniviðurinn lengi vel sérstakrar helgi, eins og sjá má í eftirfarandi frásögnum.

Í  Íslenzk annálabrot og undur Íslands eftir Gísla Oddsson biskup segir að hér hafði í fyrndinni verið tígulegt, einstakt tré, talsvert hátt, með beinum og auk þess ílöngum blöðum og glæsilegum ávöxtum. „Er það ætlun mín, að það hafi að vísu verið lárviður, sem þarna hafi verið gróðursettur af einhverjum dýrkanda forns átrúnaðar vegna þess hvað staðurinn var hentugur, eða þá að hann hafi vaxið upp fyrir einstaka velgjörð Guðs, því að löngu fyrir vora daga flykktist almenningur að tré þessu með gjöfum, ljósum og ýmiss konar þjónustu, sem var öldungis runnin af rótum páfatrúar og hjáguðadýrkunar, þar til óhjákvæmilegt var að eyðileggja það, til þess að taka fyrir hjátrúna. En nú hefur það aftur blóðgat með blöðum og ávöxtum og er orðið hið yndislegasta að nýju. Þess vegna er nágrönnunum það óhæfa að skemma það.“

Þótt Gísli tali hér um lárvið þá er auðséð á lýsingunni að um reynivið er að ræða. Tréð er hátt með beinum greinum, ílöngum blöðum og glæsilegum ávöxtum. Allt þetta á við reynivið og svo ber þess að gæta að á tímum Gísla Oddssonar voru einungis tvær trjátegundir á Íslandi sem náðu einhverri hæð. Annað var birki og hitt reynir, allir sem eitthvað þekkja til trjáa sjá strax að lýsingin á ekki við birki en kemur vel saman við útlit reyniviðar.

Þess má til gamans geta að talsverð hjátrú loðir við reyninn og var það trú manna að hann hefði níu náttúrur vondar og níu góðar og var það talið ógæfumerki að fella hann.

Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir meðal annars um reynivið: „Af viðartegundum hafa einna mestar sögur farið að reyniviðnum enda hefur verið allmikil trú á honum bæði að fornu og nýju og jafnvel allt fram á okkar daga. Hann hefur haft einhvers konar helgi á sér og merkilegt er það að hann skyldi verða Ásaþór til lífs er hann óð yfir ána Vilmur til Geirröðargarða og er því reynir síðan kallaður sjálfsagt í heiðurs skyni björg Þórs sem Edda segir. Þó er það enn helgara og háleitnara sem stendur um hann í Sturlungu þar sem Geirmundur heljarskinn sá ávallt ljósið yfir reynilundi sem vaxinn var í hvammi einum er Skarðskirkja á Skarðsströnd var síðan byggð í. Af því að hann var heiðinn maður var honum ljós þetta ekki að skapi, en svo voldugur og ríkur höfðingi sem Geirmundur var dirfðist hann allt um það ekki að uppræta reynirunninn, en óskaði sér þess aðeins að hann væri horfinn burt úr landareign sinni og fékk ekki við gjört að heldur og hýddi smalamann sinn harðlega fyrir það að hann lamdi fé Geirmundar með reyniviðarhríslu. Seinna á öldum hefur hann þótt einhver óbrigðulasti sakleysisvottur þegar hann hefur sprottið á leiðum þeirra manna sem sökum hafa verið bornir og af teknir án þess að hafa getað sannað sýknun sína í lifanda lífi og eru um það sögur.“

Í lokin má svo geta þess að nokkur bæjarnöfn eru kennd við reynivið, eins og Reynistaðir og Reynivellir og svo er auðvitað til mannsnafnið Reynir.

Skylt efni: Stekkur | reyniviður

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...