Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hatz – framleiddur í rúman áratug
Á faglegum nótum 22. febrúar 2016

Hatz – framleiddur í rúman áratug

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árið 1880 settu tveir bræður í Þýskalandi á stofn vélsmiðju undir fjölskylduheitinu Hatz. Fyrirtækið hóf framleiðslu á dráttarvélum um miðja síðustu öld en hætti því rúmum áratug síðar. Í dag sérhæfir Hatz sig í framleiðslu á dísilmótorum og varahlutum í landbúnaðartæki og mótorhjól.

Skömmu eftir aldamótin 1900 hóf Motorenfabrik Hatz  framleiðslu á bensín- eð aðallega dísilvélum af ýmsum stærðum fyrir iðnfyrirtæki. Framleiðslan gekk vel og fyrirtækið seldi talsvert af dísilmótorum til Suður-Ameríku.

Á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar framleiddi fyrirtækið meðal annars skipavélar.
Eins, tveggja og þriggja strokka

Árið 1950 setti Hatz á markað fyrstu dráttarvélarnar með eins, tveggja og þriggja strokka loftkældum dísilvélum. Traktorarnir nutu talsverðra vinsælda í Þýskalandi og Mið-Evrópu. Fjórum árum seinna bættist fjögurra strokka vél við í framleiðslu og var hún sett á sölu á alþjóðlegum markaði.

Þrátt fyrir stuttan framleiðslutíma setti fyrirtækið á markað að minnsta kosti níu týpur af dráttarvélum á markað sem voru allir þægilega grænir að lit þegar þeir komu frá verksmiðjunni. Meðal nafna á týpum voru H113, H220, TL10, TL17 og TL38. Hatz-traktorar eru söfnunargripir í dag.

Stærsti traktorinn sem Hatz setti á markað var 40 hestöfl. Vélarnar í Hatz-traktorum þóttu einstaklega léttar á sínum tíma og vógu einungis 50 til 140 kíló.

Erfið samkeppni

Fyrirtækið hætti framleiðslu á dráttarvélum um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Þrátt fyrir að traktorarnir hafi þótt gæðagripir með lága bilunartíðni stóð framleiðslan ekki undir sér á síharðandi dráttarvélamarkaði. Stjórnendur fyrirtækisins tóku því ákvörðun um að hætta framleiðslunni og einbeita sér að framleiðslu dísilmótora. Ákvörðunin var fyrirtækinu til framdráttar og undir lok síðustu aldar hafði það skapað sér gott orð fyrir framleiðslu á litlum mótorum meðal annars fyrir rafala, þjöppur, pumpur og garðverkfærum.

Árið 1966 hóf Hatz framleiðslu á minnsta dísilmótor þess tíma. Mótorinn vó 36 kíló og snérist 3600 snúninga á mínútu og þótti hönnun hans byltingarkennd. Tólf árum síðar kom á markað frá Matz mótor sem var 90% hljóðlátari en mótorar samkeppnisaðilanna. Starfsmenn Matz á hundrað ára afmæli fyrirtækisins 1980 voru tæplega eitt þúsund í yfir hundrað löndum.

Enn í eigu Hatz-fjölskyldunnar

Í dag framleiðir fyrirtækið um 600 þúsund dísilmótora á ári sem eru á bilinu 1,5 til 80 hestöfl. Auk þess sem framleiðsla á varahlutum í landbúnaðartæki og mótorhjól er viðamikill hluti af starfseminni.

Hatz-verksmiðjurnar eru enn í eigu afkomenda Hatz-bræðra og framleiða meðal annars dísilvélar fyrir þýska dráttarvélaframleiðandann Eicher.

Skylt efni: Gamli traktorinn | Hatz

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...