Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hattat – tyrkneskir traktorar
Á faglegum nótum 11. desember 2017

Hattat – tyrkneskir traktorar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlega var hafinn innflutningur á Hattat dráttarvélum frá Tyrklandi. Fyrirtækið framleiðir meðal annars dráttarvélar fyrir Valtra sem seldar eru á alþjóðamarkaði og Massey Ferguson fyrir Tyrklandsmarkað.

Fyrir tæpum fimmtíu árum eða árið 1971 var sett á stofn fyrirtæki í Istanbul í Tyrklandi sem ætlaði að framleiða landbúnaðartæki. Fyrirtækið fékk heitið Hema Endustry A.S. og framleiddi í fyrstu, auk landbúnaðartækja, herflutningabíla.

Sama ár var stofnað annað fyrirtæki í Tyrklandi sem fékk nafnið Ve Ticaret og framleiddi dráttarvélar með sérleyfi frá Ford. Árið 1990 rann leyfið út og hóf fyrirtækið þá framleiðslu á dráttarvélum fyrir Hema.

Árið 2001 hóf Hema eigin framleiðslu á dráttarvélum með leyfi frá Universal (UTH) í Rúmeníu.

Skömmu síðar breytti Hema nafninu í Hattat Traktör, en Hattart mun vera tyrkneskt ættarnafn fjölskyldunnar sem á fyrirtækið. Dráttarvélarnar sem fyrirtækið framleiddi voru annaðhvort kallaðar Hattat Universal eða Universal með Hattat nafninu undir, allt eftir því á hvaða markaði traktorarnir áttu að seljast.

Framleiða með leyfi frá MF og Valtra

Hattat framleiðir dráttarvélar með leyfi frá og fyrir Valtra og Massey Feguson en bæði fyrirtækin eru hluti af AGCO. Hattat er einnig umboðsaðili Ferarri í Tyrklandi.

Árið 2003 tryggði Hattat sér samning við AGCO um framleiðslu á Valtra A-týpunum og í dag eru Valtra dráttarvélar framleiddar af Hattat í Tyrklandi seldir út um allan heim. Auk þess sem frá 2008 hafa dráttarvélar í Valtra A seríunni, 50 til 100 hestöfl, líka verið framleiddar og markaðssettar undir heiti Hattat. 

Árið 2009 veitti AGCO Hattat leyfi til að framleiða Massey Ferguson í Tyrklandi.

Hattat framleiðir einnig dráttarvélar sem byggðir eru á hönnun Ford sem kallast Euro-F, eða Chaman Ford og eru seldir á markaði í Mið-Austurlöndum. Auk þess sem fyrirtækið selur dráttarvélar undir heitinu Tractores BM eða BM til Úrúgvæ í Suður-Ameríku.

Perkins mótor

Hattat framleiðir mótor fyrir Perkins og í sumum tilfellum bera þeir Hattat nafnið og það eru Perkins mótorar í dráttarvélunum frá Hattat.

Fyrirtækið framleiðir einnig íhluti fyrir bíla og flugvélar um allan heim

Hattat á Íslandi

Vallarbraut í Reykjavík, sem flytur inn Solis dráttarvélar frá Indlandi, hóf nýlega innflutning á Hattat traktorum frá Tyrklandi sem eru 50 til 102 hestöfl. Hattat traktorarnir sem fluttir eru inn til Íslands eru ekki með Commonrail olíukerfi og því engar tölvustýringar sem geta truflað það. Fyrir vikið eru vélarnar ekki eins sparneytnar og margar aðrar dráttarvélar en þeim mun auðveldara er að gera við þær.

Skylt efni: Gamli traktorinn

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...