Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Graham Bradley–framúrstefnuhönnun
Á faglegum nótum 7. september 2016

Graham Bradley–framúrstefnuhönnun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fjármálakreppan sem herjaði á Vesturlandabúa á fjórða áratug síðustu aldar hafði gríðarleg áhrif í miðríkjum Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að bændur þar hefðu flestir til hnífs og skeiðar var fjárhagsstaða þeirra í bullandi mínus og margir misstu jarðnæði sitt í skuldafen banka og fjármálastofnana.

Framleiðendur landbúnaðartækja fundu einnig fyrir samdrættinum og mörg fyrirtæki sem staðið höfðu ágætlega fóru hratt og örugglega á hliðina. Undir lok kreppunnar settu eigendur Graham-Paige Motors Corporation í Detroit í  Michigan-ríki í Bandaríkjunum á markað sína fyrstu dráttarvél. Traktorinn sem kallaðist Graham-Bradley 503 var hugvitssamlega hannaður og von framleiðendana að hann mundi reisa fjárhag fyrirtækisins við þegar fjármálakerfið rétti úr kútnum.
Framleiðsla á bílum

Aðkoma fyrirtækisins, sem hét upphaflega Graham Brothers, að vélaframleiðslu hófst árið 1927 þegar það yfirtók bifreiðaframleiðandann Paige-Detroit Motor Car Company. Með kaupunum ætlaði fyrirtækið sér stóran sess í sívaxandi bifreiðaframleiðslu en fyrir þann tíma hafði það hagnast vel á framleiðslu á gleri og glerflöskum.

Framleiðsla á bílum gekk vel fyrstu árin en eftir að kreppan skall á fór að halla verulega undan fæti.

Fyrsti traktorinn

Hönnun á Graham-Bradley traktorum hófst 1937 og fyrsta vélin var sett á markað ári síðar. 1939 sá uppfærð týpa af Graham-Bradley 503, Model 104, dagsins ljós. Kramið í vélunum var svipað en nýja týpan náði meiri hraða og allt að 30 kílómetrum á klukkustund á góðum vegi og þótti mikil spíttkerra á þeim tíma.

Hönnun Graham-Bradley var straumlínulaga og einkennislitur þeirra hárauður. Húddið var óvenjulegt og framan á því áberandi bogalagað grill sem gaf traktornum fútúrískt útlit.

Graham-Bradley dráttarvélarnar voru frá upphafi á gúmmíhjólum og hjólabreidd þeirra auðstillanleg. Mótorinn var af gerðinni Continenta, 217 kúbik og rétt rúmlega 25 hestöfl.

Ágæt sala

Sala á dráttarvélunum var ágæt þrátt fyrir að fyrirtækið væri með fáa sölu- og þjónustuaðila á sínum snærum og auglýsti þær aðallega til sölu í Sears- og Roebuck innkaupalistum sem sendir voru á bændabýli í miðríkjum Bandaríkjanna.

Um tíma voru framleiddir Graham-Bradley leikfangatraktorar úr harðplasti sem fyrirtækið sendi bændasonum í jólagjöf og voru seldir í gegnum póstverslanir.

Árið 1938 sendi fyrirtækið frá sér yfirlýsingu þess eðlis að stórauka ætti dráttarvélaframleiðslu þess og að tíu þúsund slíkir yrðu settir á markað næstu fimm árin. Ekkert varð af þeim áformum.

Framleiðslu Graham-Bradley dráttarvéla var hætt 1940 og fyrirtækið sneri sér að framleiðslu stríðstóla fyrir bandaríska sjó- og loftherinn.

Draumurinn um Frazer

Sex árum síðar, 1946, stóð til að fyrirtækið reyndi aftur fyrir sér á dráttarvélamarkaði með traktor sem kallaðist Frazer.

Hugmyndin að baki Frazer dráttarvélunum var stór og til stóð að framleiða fjölda fylgihluta eins og jarð- og heyvinnslutæki sérstaklega fyrir þær vélar. Frazerinn reyndist pípudraumur og hætt var við áformin áður en framleiðslan hófst.

Fyrirtækið hætti öllum afskiptum af vélaframleiðslu á miðjum fimmta áratug síðustu aldar og sneri sér að fasteignaviðskiptum með góðum árangri. Það átti meðal annarra eigna íþrótta- og tónleikahöllina Madison Square Garden í New York um tíma.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...