Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Gjaldtaka vegna grunnskráninga
Á faglegum nótum 5. desember 2016

Gjaldtaka vegna grunnskráninga

Höfundur: Halla Eygló Sveinsdóttir ráðunautur í hrossarækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Frá og með næstu áramótum verða gerðar breytingar á gjaldtöku fyrir grunnskráningar á hrossum.
Breytingarnar eru gerðar með hliðsjón af reglugerð um einstaklingsmerkingar og með það að markmiði að hvetja hesteigendur til að merkja og skrá folöld í samræmi við gildandi reglur.  
 
Ekki verður tekið gjald fyrir grunnskráningu á folöldum folaldsárið eða til 1. mars árið eftir að folald fæðist. Samkvæmt einstaklingsmerkingarreglugerð er skylt að skrá og merkja folöld innan þess tíma.  Skráningargjald verður hins vegar innheimt fyrir allar grunnskráningar hrossa sem berast eftir tilskildan skráningartíma hvort heldur sem þær berast inn á grunnskráningarblöðum eða á örmerkjablöðum. Innheimt verður fyrir þær samkvæmt gjaldskrá RML. Menn eru hvattir til að grunnskrá og merkja þau hross sem enn eru ómerkt fyrir áramótin.
 
Eins og sjálfsagt flestir vita hefur frá árinu 2003 verið skylda að einstaklingsmerkja folöld fyrir 10 mánaða aldur, samkvæmt reglugerð nr. 463/2003 um merkingar búfjár. Árið 2005 kom út ný reglugerð (nr. 289/2005) þar sem kveðið er á um að öll hross skuli vera einstaklingsmerkt, burtséð frá aldri þeirra. Tilgangurinn með þessum merkingum er að tryggja rekjanleika gripa og afurða ef eitthvað kemur upp á.  Í ljósi stöðunnar í dag er greinilegt að þessu hefur ekki verið fylgt nægilega vel eftir, því enn er talsvert til af ómerktum og óskráðum hrossum. Hesteigendur hafa mikinn hag af því að hafa skráningar og merkingar í lagi og örmerki hafa fyrir löngu sannað gildi sitt.
 
WorldFeng 
 
Hestamenn sem eru í hestamannafélagi eða Félagi hrossabænda eiga að hafa frían aðgang að WorldFeng. Þar er að finna óhemjumikið magn upplýsinga um ættir, örmerki, sýningar o.fl. Gott er að fara reglulega í gegnum hvort upplýsingar þar séu réttar. Hafa örmerkingar, DNA-sýni eða eigandaskipti skilað sér inn? Þeir sem hins vegar hafa ekki aðgang að WorldFeng geta alltaf farið inn á heimasíðuna www.worldfengur.com. Þarna er hægt að fletta upp hrossum eftir nafni og uppruna, fæðingarnúmeri eða örmerki. Þannig geta hesteigendur sem ekki hafa aðgang að WorldFeng  skoðað hvort þeirra hross eru ekki örugglega grunnskráð og hvort að sú skráning sé rétt.  
 
 Hægt er að hafa samband við starfsmenn á sviði hrossaræktar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) til að fá nánari upplýsingar eða aðstoð við skráningar í síma 516-5000. Á heimasíðu okkar má einnig finna upplýsingar um hvaða þjónustu RML hefur í boði fyrir hestamenn www.rml.is. 
 

Stóðhestaskýrslur/fyljunarvottorð

 − gjaldtaka
 
Minnum á skil á stóðhestaskýrslum og fyljunarvottorðum. Fram til þessa hefur skráning á þessum skýrslum verið mönnum að kostnaðarlausu en nú verður breyting á því.  
Frá og með næstu áramótum verður gjald tekið fyrir þessar skráningar. Menn eru því hvattir til að skila þessum skýrslum á næstu starfsstöð RML fyrir áramótin. Upplýsingar um starfsstöðvar RML er að finna á heimasíðunni www.rml.is. Einnig má skanna þessa pappíra inn og senda í tölvupósti.
 
Gjaldskráin er eftirfarandi:
Lágmarksgjald er 1.500 kr. m. vsk. en inni í þeirri upphæð eru 4 skráningar, annaðhvort 4 skráningar á stóðhestaskýrslu eða fjögur fyljunarvottorð. Hver skráning umfram þessar fjórar kostar 150 kr. m. vsk. Hámarksgjald á hverja stóðhestaskýrslu er 3.000 kr. m. vsk. en á hverja stóðhestaskýrslu er hægt að skrá 20 hryssur, þá er kostnaður á skráningu kominn niður í 150 kr.
 
Eins og kynnt var í Bændablaðinu í haust er nýjunga að vænta í heimarétt WorldFengs. Þar mun t.d. verða flipi sem heitir Fyljanaskráning þar sem hægt er að gera grein fyrir fyljun hryssna. Þessar upplýsingar hlaðast inn í heimarétt stóðhestseiganda og þar getur hann staðfest að viðkomandi hryssur hafi verið hjá hestinum, sé það gert getur hryssueigandinn skráð folaldið um leið og það fæðist í sinni heimarétt. Þessi nýjung verður kynnt um leið og hún er komin í gagnið sem ætti að verða fljótlega.
 

Skylt efni: WorldFengur

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...