Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Tölvugerð eftirmynd af því hvernig talið er að Proterocladus antiquus hafi litið út í grunnum sjó fyrir hundruð milljónum ára. Mynd / Dinghua Yang/Virginia Tech/PA.
Tölvugerð eftirmynd af því hvernig talið er að Proterocladus antiquus hafi litið út í grunnum sjó fyrir hundruð milljónum ára. Mynd / Dinghua Yang/Virginia Tech/PA.
Á faglegum nótum 13. mars 2020

Gamall grænþörungur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talið er að steingervingur sem fannst í norðanverðu Kína geti verið af elstu grænu plöntu sem vitað er um. Steingervingurinn er af grænþörungi sem kallast Proterocladus antiquus og er talinn vera eins milljarða ára gamall.

Tegundin, sem í eina tíð er sögð hafa þakið grunnan hafsbotn á stórum svæðum, er sögð hafa verið svipuð og meðal hrísgrjón að lengd en steingervingasýnið er ekki nema um tveir millimetrar. Þrátt fyrir að þessi tegund hafi verið smá er sagt að magn hennar hafi verið svo mikið að hún hafi breytt þróun lífsins á jörðinni.

Raunar er Proterocladus antiquus fremur stór af grænþörungi að vera og líklega var þörungurinn með stærri lífverum á sínum tíma. Plantan sem ljóstillífaði í hafinu og þróaðist síðar í plöntur á landi er forveri allra plantna í heiminum í dag. 

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...