Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fowler – plógur, traktor og skriðdreki
Á faglegum nótum 29. mars 2017

Fowler – plógur, traktor og skriðdreki

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árið 1863 hóf uppfinningamaðurinn og landbúnaðarverkfræðingurinn John Fowler frá Leeds í Englandi framleiðslu á jarðvinnslutækjum, gufuvélum og ýmsum búnaði fyrir járnbrautalestir. Fyrirtækið fékk heitið John Fowler & Co.

Framan af framleiddi fyrirtækið eingöngu jarðvinnslutæki, plóga, herfi og skera, og gufuvélar. Eftir aldamótin 1900 víkkaði það framleiðslu sína og á fyrsta áratug síðustu aldar bættust við traktorar, gufuknúnir valtarar og vörubílar.

Fowler K7 og BB1

Dráttarvél sem fékk heitið Fowler K7 kom á markað 1919 og var minnsta plógdráttarvélin á markaði á þeim tíma. K7 traktorinn var 10 hestöfl en þótti óhagkvæmur í rekstri og þungur til verka og framleiðslu hans fljótlega hætt.  

Fowler BB1 sem settur var á almennan markað 1920 var einnig gufuknúin plógdráttarvél. Traktorinn var talsvert stærri en K7 og16 hestöfl. BB1 var upprunalega hönnuð þremur árum fyrr samkvæmt kröfu ráðuneytis hergagna og 46 slíkir voru framleiddir 1918 fyrir herinn. Hugmyndin var að hanna og framleiða traktor sem væri auðvelt að stjórna og myndi auka matvælaframleiðslu á stríðstímum.

BB1 þótti afskaplega hentug dráttarvél til þess brúks sem henni var ætlað og því stundum haldið fram að BB1 sé best hannaða plógdráttarvélin sem hönnuð hefur verið af Englendingum.
Framleiðsla á BB1 stóð langt fram á þriðja áratug síðustu aldar.

Dísilvélin kemur til sögunnar

Tími gufuvélanna leið undir lok og um 1930 setti Fowler á markað dílsilknúnar beltadráttarvélar og vörubíla en því var snarlega hætt 1932 í framhaldi af setningu laga um hversu mikinn þunga mætti setja á öxul vélknúinna ökutækja. Dísilvélarnar voru einfaldlega allt of þungar.

Eftir að vandamálið með þungann var leyst hófst framleiðslan aftur.

Skriðdrekar og önnur stríðstól

Líkt og með fjölda annarra framleiðenda beltadráttarvéla voru dráttarvélaverksmiðjur Fowler nýttar til að framleiða stríðstól á árum seinni heimsstyrjaldarinnar.

Meðal hergagna sem Fowler framleiddi voru skriðdrekar og flutningabílar á beltum.

Sameining við Marshall

Undir lok fimmta áratugs síðustu aldar sameinaðist John Fowler & Co framleiðanda Marshall-dráttarvéla og var nafni þeirra spyrt saman í Marshall-Fowler Ltd.

Fyrir sameininguna hafði Marshall einnig framleitt jarðvinnslutæki, aðallega plóga og varahluti fyrir þá.
Rekstur Marshall-Fowler Ltd. gekk vel og árið 1982 keypti fyrirtækið framleiðsluréttinn á Leyland traktorum sem höfðu orðið til við sameiningu British Motor Corporation og Leyland Motors árið 1968.

British Motor Corporation hafði yfirtekið réttinn á framleiðslu Nuffield dráttarvéla árið 1968. 

Eftir yfirtökuna voru Leyland-traktorar seldir undir vörumerki Marshall-Fowler Ltd. Salan gekk þokkalega og stóð undir framleiðslunni en ekki nógu vel til að kosta hönnun nýrra véla sem stóðust samanburð við tækninýjungar frá öðrum framleiðendum. Smám saman fjaraði undan dráttarvélaframleiðslu fyrirtækisins og henni var hætt árið 1992. 

Skylt efni: Gamli traktorinn | Fowler

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...