Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Flokkun útigangshrossa eftir fóðurþörfum
Mynd / BBL
Á faglegum nótum 3. janúar 2018

Flokkun útigangshrossa eftir fóðurþörfum

Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar um fóðurþarfir hrossa og flokkun útigangshrossa eftir fóðurþörfum.

Leiðbeiningar Matvælastofnun fara hér á eftir:

„Mjólkandi hryssur og trippi sem eru að vaxa og þroskast þurfa mest að bíta og brenna. Þessi hross má gjarnan fóðra saman enda þurfa þau alla jafna góða gjöf með vetrarbeitinni. Reiðhesta og önnur geldhross þarf að flokka eftir holdafari og fóðra í samræmi við það.

Útigangshross í reiðhestsholdum (holdastig 3) eða slakari, þurfa góðan aðgang að fóðri, bæði beit og gjöf. Hinsvegar er óþarfi og jafnvel heilsuspillandi að gefa hrossum sem fara vel feit inn í veturinn (holdastig 4 eða hærra), að því gefnu að þau hafi aðgang að þokkalegri beit. Við jarðbönn og þar sem beit er rýr, þurfa öll hross einhverja gjöf. Hross þurfa að aðlagast fóðurbreytingunni sem verður þegar byrjað er að gefa þeim hey og því er æskilegt að gefa fremur lítið í byrjun og gjarnan af síðslegnu.

Íslenski hesturinn er holdsækið hrossakyn sem hefur tilhneygingu til að þróa með sér efnaskiptaröskun í líkingu við sykursýki 2 (insúlínviðnám) við jafnan og óþarflega mikinn aðgang að fóðri allan ársins hring. Hrossum á norðlægum slóðum er eðlislægt að fitna á sumrin og leggja af yfir veturinn. Í raun er það svo að hross sem fitna að sumrinu verða að ganga á forðann yfir veturinn til að viðhalda heilbrigðum efnaskiptum. Insúlínviðnám (einnig kallað „Equine Metabolic Syndrome“) eykur mjög hættuna á hófsperru, sem er sársaukafullur sjúkdómur og oftast ólæknanlegur.

Út frá sjónarmiði dýravelferðar er best að hross í ríflegum holdum leggi af smám saman yfir veturinn. Hross á vetrarbeit hafa nóg við að vera og híma síður í bið eftir fóðri. Melting á sinu skilar mikilli hitamyndun og alla jafna líður hrossum á vetrarbeit vel, jafnvel þó aðeins harðni á dalnum.

En ekki eru öll hross feit í vetrarbyrjun. Hross sem hafa verið í mikilli notkun svo sem ferðahross, keppnishross og hestleiguhestar, sem aðeins eru í reiðhestsholdum síðsumars, ná oft ekki að fitna að haustinu og eru því illa undirbúin fyrir útigang að vetri. Best er að bregðast við með því að byrja snemma að gefa þeim með beitinni. Auk þess þurfa þau að hafa aðgang að góðu skjóli. Sérstaklega þarf að huga að gömlum hestum þar sem ætla má að glerungur tannanna sé að miklu leyti uppeyddur. Það ber að fella hesta sem þrífast ekki af þeim sökum. Leita skal læknishjálpar ef einstaka hross þrífast ekki þrátt fyrir fóðrun.

Að framansögðu má ljóst vera hversu áríðandi er að flokka útigangshross eftir fóðurþörfum og haga gjöf í samræmi við það. Reglulega þarf að taka á hrossum og holdastiga til að fylgjast með viðgangi þeirra.“

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...