Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Víða lifa sauðfjárræktarfélögin góðu lífi og standa fyrir ýmiss konar starfsemi. Hér eru félagar í fjárræktarfélagi Öngulsstaðahrepps að halda hrútasýningu.
Víða lifa sauðfjárræktarfélögin góðu lífi og standa fyrir ýmiss konar starfsemi. Hér eru félagar í fjárræktarfélagi Öngulsstaðahrepps að halda hrútasýningu.
Á faglegum nótum 12. febrúar 2018

Er tími fjárræktarfélaganna liðinn?

Höfundur: Eyþór Einarsson, ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt
Í kringum 1940 hefst sá merki kafli í sögu sauðfjárræktar á Íslandi að sauðfjárræktarfélög fara að starfa en á Búnaðarþingi 1939 voru starfsreglur þeirra samþykktar. Félögin gegndu lykilhlutverki í uppbyggingu skýrsluhaldsins og voru því grunnstoð í ræktunarstarfinu.  Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. 
 
Í dag hafa forsvarsmenn félaganna ekki neinum skyldum að gegna í skýrsluhaldinu og þau njóta ekki lengur fjárframlaga út á skýrslufærða gripi. Skýrsluhaldsniðurstöður eru nú mun aðgengilegri en áður var þar sem upplýsingar má nálgast inn í skýrsluhaldskerfinu Fjárvís.is.  
 
Starfsemi ráðunauta­þjón­ustunnar er nú í meira mæli rekin á notendagjöldum en opinberum framlögum en sauðfjárræktarráðunautar störfuðu þétt með félögunum.
 
Víða hefur starfsemi þessara félaga lognast út af en það er þó alls ekki raunin í öllum sveitum. Sum félögin lifa enn góðu lífi og halda úti ýmiss konar starfsemi sem lýtur að því að efla sauðfjárrækt félagsmanna. Óhætt er að fullyrða að þar sem gróskan er mikil í slíku starfi má sjá árangurinn í öflugri fjárrækt. 
 
Dæmi um starfsemi félaganna í dag eru sameiginlegar hrútasýningar (þar sem slíkt er mögulegt), skipulag lambadóma, verðlaunaveitingar, sameign á tækjum og tólum, kynnisferðir, námskeiðahald og sameign  á kynbótahrútum. Til að standa straum af rekstri félaganna hafa þá gjarnan verið tekin upp félagsgjöld, félög hafa sameinast eða tekið upp samstarf.  
 
Fastur punktur í starfi margra fjárræktarfélaga hefur verið árlegur fundur þar sem farið er yfir niðurstöður skýrsluhaldsins og fleira tengt málefnum sauðfjárbænda. Þessu sinna ráðunautar RML nú sem áður, en slík þjónusta hefur verið verðlögð sem nemur tveggja stunda vinnu og kostar  fundurinn nú 15.000 kr. 
Okkur þykir mikilvægt að sinna þessu starfi áfram, efla tengslin við bændur og bjóða félögunum upp á fræðslu tengda sauðfjárrækt og kynbótastarfinu. Forsvarsmenn fjárræktarfélaga eða annarra félaga sem starfa að eflingu sauðfjárræktar eru því hvattir til að nýta sér þessa leið til að fræðast og ræða saman um hvað eina sem tengist sauðfjárrækt.  
 
Hægt er að beina fyrirspurnum til sauðfjárræktarráðunauta eða ráðunauta á viðkomandi svæði sem hafa sinnt sauðfjárræktinni.
 
Tími fjárræktarfélaganna er ekki liðinn en starfsemin þarf að þróast í takt við nýja tíma.

Skylt efni: fjárræktarfélög

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...