Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Moksturstækin á Hattat eru hraðvirk og gott að vinna með.
Moksturstækin á Hattat eru hraðvirk og gott að vinna með.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 9. mars 2018

Dótadagur á tveim traktorum

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Fyrir nokkru kom lítils háttar snjór í Reykjavík og var innkeyrslan og bílastæðin heima hjá mér orðin leiðinleg að keyra. Ég hafði samband við þá í Vallarnaut sem selja Solis og Hattat dráttarvélar og spurði hvort ég mætti ekki prófa vél hjá þeim við snjó­mokstur. 
 
Skömmu síðar voru þeir mættir hvor með sína vélina og skildu eftir hjá mér.
 
Á Solis 26 vélinni virkar húsið svolítið stórt en þegar inn er komið er ekki mikið pláss.
 
Solis 26
 
Þegar ég sá Solis 26 vélina datt mér strax í hug yfirbyggt fjórhjól með tönn og flaghefil, en þessi vél kom mér verulega á óvart. Tönnin skóf vel og krafturinn var nægur í vélinni ef maður beitti tönninni hæfilega langt niðri, en ef maður setti tönnina of neðarlega vildi hún spóla, sérstaklega á framhjólunum, og hefði verið gott að hafa keðjur að framan.
 
Í nokkrum ferðum náði ég að skafa öllum snjónum innst í innkeyrsluna og með því að nota flaghefilinn aftan á vélinni náði ég að fínhreinsa innkeyrsluna nánast niður í malbik. Þá var bara stærra planið eftir sem var orðið frekar mikill klaki. Mér til furðu náði þessi litla vél að rífa upp klakann niður hallann á bílaplaninu og koma honum í neðsta stæðið.
 
Húsið virkar stórt að utan séð, en er lítið þegar inn er komið
 
Gott var að vinna á vélinni, en hávaðinn inni í húsinu er frekar mikill og stjórntækin fyrir tönnina og flaghefilinn ekki á besta stað. Var frekar klaufalegur í fyrstu, en var orðin nokkuð fljótur að teygja mig í stjórntækin þegar ég var að klára. 
 
Að sitja inni í húsinu finnst manni rýmið ekki vera mikið og smá basl fyrir stirðbusa eins og mig að koma mér fyrir í ökumannssætinu.
 
Verðið á Solis 26 er gott, en þessi vél er nú á tilboði með húsi á 1.350.000, snjótönnin kostar 190.000 og flaghefillinn er á 113.000 (ath. öll verð eru án vsk.).
 
Hattat A110 með 102 hestafla Perkings mótor
 
Hattat A110 er fyrir mér nákvæmlega eins vél og Valtra, það stendur bara Hattat á henni í stað Valtra. Vélin sem ég prófaði var með Ross More FL60M, írskum moksturstækjum og sturtanlegri skúffu aftan á þrítenginu. Skúffuna notaði ég nánast ekkert við snjómoksturinn, en hún er ekkert þægileg til moksturs, en eflaust fín geymsla fyrir staura og önnur verkfæri í girðingavinnu og ýmsum smáverkum. Moksturstækin voru að vinna vel og ágætlega hraðvirk. Það tók mig stutta stund að moka snjónum í góðar hrúgur fyrir utan bílaplönin. 
 
Vel hljóðeinangrað hús og allt rými þar inni gott
 
Inni í húsinu er allt rými gott og öll stjórntæki á þægilegum stöðum þar sem auðvelt er að ná til þeirra. Í Hattat traktornum er útvarp og á meðan ég mokaði var hávaði frá vélinni ekkert að trufla ljúfa tónlistina í útvarpinu, sem segir mér það eitt að vélin er ágætlega hljóðeinangruð. Útsýni er mjög gott fram fyrir vélina og þurfti maður ekkert að halla sér fram við moksturinn eins og á sumum vélum. Í vélinni er sæti fyrir farþega, góð miðstöð og loftkæling. Að mínu mati fullbúin dráttarvél á flottu verði sé hestaflaþörfin ekki mikið yfir 100 hestöfl. Verðið á Hattat A110 með ámoksturstækjunum er 5.700.000 án vsk. en Power skúffan aftan á vélina kostar 192.000. Nánari upplýsingar um dráttarvélarnar er hægt að nálgast á vefsíðunni www.vallarbraut.is.

6 myndir:

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...