Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Doe Triple-D samtengdar dráttarvélar
Á faglegum nótum 3. júlí 2018

Doe Triple-D samtengdar dráttarvélar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Framleiðendur og áhugamenn um dráttarvélar hafa löngum verið útsjónar­samir eins og sýndi sig þegar skortur var á öflugum dráttarvélum um miðbik síðustu aldar. Lausnin fólst í því að búa til eina dráttarvél úr tveimur.

Á fimmta áratug síðustu aldar kom upp svipuð hugmynd samtímis í Bandaríkjunum og Ástralíu. Hugmyndin fólst í því að tengja tvær dráttarvélar saman til að auka afl þeirra og togkraft til að plægja þungan og erfiðan jarðveg.

Hugmyndin hlaut hljómgrunn hjá breska landbúnaðarfyrirtækinu Ernest Doe & Sons sem hafði aðsetur í Essez á Bretlandseyjum. Ernest Doe, sem var verkfræðingur og með umboð fyrir Ford dráttarvélar, fannst hugmyndin áhugaverð. Árið 1957 hóf Doe ásamt einum af viðskiptavinum sínum, Goerges Pryor, að gera tilraunir með að sam- og liðtengja tvær dráttarvélar.

Frumtýpan var tvær samtengdar Forson dráttarvélar sem þóttu í hæsta lagi óvenjulegar að útliti.

Tveir traktorar tengdir saman

Uppátækið var ekki eins galið og hún virtist í fyrstu því að þörfin fyrir aflmiklar dráttarvélar á Bretlandi var mikil um miðja síðustu öld og framboðið ekki mikil.

Aðferðin fólst í því að fjarlægja framöxulinn og framhjólin að tveimur dráttarvélum og raðtengja þær saman með snúningsöxli svo hægt væri að stýra  fremri dráttarvélinni af þeirri aftari, auk þess sem hægt var að velja gír á fremri vélinni með tengi sem lá yfir í gírkassa fremri vélarinnar. Á þann hátt var auðvelt að skipta um gír beggja dráttarvélanna samtímis. Útkoman var aflmesta dráttarvél á markaði á Bretlandseyjum á sínum tíma.

Framleiðsla hefst

Frumtýpan vakti verðskuldaða athygli og í framhaldinu, 1958, hófu Ernest Doe og synir framleiðslu á dráttarvélum sem fengu heitið Doe Dual Pover og síðar Doe Dual Drive og að lokum Doe Triple-D.

Fyrsta Doe Trible-D var, eins og frumtýpan, samsett í tveimur Fordson Pover Major traktorum og var um 100 hestöfl. Triple-D 130 sem fylgdi í kjölfarið var samsett Ford 5000 og síðan kom Triple-D 150 sem einnig var samsettur úr Ford 5000 og var 150 hestöfl.

Árið 1966 hafði fyrirtækið framleitt ríflega 300 dráttarvélar.

Stærstur hluti framleiðslunnar var seldur innanlands, auk þess var hluti hennar fluttur út.

Kostir og gallar

Helsti kostur Doe Triple-D dráttarvélanna var hversu öflugar þær voru en gallinn að lítið var um fylgibúnað sem hentaði svo öflugum traktor og var framleiðandi illa í stakk búinn að útvega þau eða framleiða.

Á sjötta áratug síðustu aldar jókst úrval aflmikilla dráttarvéla á markaði hratt og Doe Triple-D stóðst ekki samkeppnina og framleiðslu þeirra var hætt árið 1973.

Skylt efni: Gamli traktorinn

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...