Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Barreiros – spænskar dráttarvélar
Á faglegum nótum 18. júní 2018

Barreiros – spænskar dráttarvélar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Spænski véla­framleið­andinn Barreiros Diesel S.A. var settur á laggirnar í Madrid árið 1954 af manni sem hét Eduarndo Barreiro. Fljótlega hóf fyrirtækið framleiðslu á dísilvélum í borginni Ourense í norðvesturhluta Spánar.

Framleiðslan var aukin verulega eftir að Barreiros hóf framleiðslu á vélum fyrir fólksflutninga- og vörubíla  fyrir franska bifreiðaframleiðandann Berliet, hinn tveggja hæða breska AEC, þýska Hanomag sem meðal annars framleiddi dráttarvélar og hinn þýska Vidal & Sons. Seinnaframleiddi Barreiros einnig fyrir pólska vörubílaframleiðandann FSC Star sem meðal annars voru fluttir út til Kína í stórum stíl.

Dráttarvélaframleiðsla

Á nokkrum árum tókst stofnanda fyrirtækisins að gera það að stórveldi á Spáni. Samhliða því að framleiða vélar fyrir fjölda stórra bifreiðaframleiðenda hóf Barreios framleiðslu á dráttarvélum sem báru nafn fyrirtækisins.

Eduarndo Barreiro hannaði sjálfur frumgerð fyrsta traktorsins árið 1954 og árið 1958 fóru hjólin verulega að snúast þegar spænska iðnaðarráðuneytið veitti honum leyfi og stuðning til að smíða 3000 dráttarvélar.

Barrieiros hóf fljótlega samstarf við þýska dráttar­vélaframleiðandann Rheinstahl-­Hanomag sem var gamalt og stöndugt fyrirtæki og þóttu Hanomga dráttarvélarnar öðrum fremri um miðjan sjötta áratug síðustu aldar og framleiddi um eitt hundrað þúsund dráttarvélar árið 1955.

Fyrstu Rheinstahl Hanomag Barreiros, R-350 Viñero-Frutal og R-438 Especial, litu dagsins ljós árið 1962 og sama ár voru þær til sölu í 17 löndum víðs vegar um heim.

Til að vekja athygli á framleiðslunni voru Barreiros dráttarvélarnar til sýnis á landbúnaðarsýningum víða um heim og tók þátt í margs konar samkeppnum.

Árið 1964 hófs framleiðsla á týpu sem kallaðist R-500 í Þýskalandi undir heitinu Barreiros en ári síðar var framleiðslan flutt til borgarinnar Zaragoza á Spáni.

Fjárhagserfiðleikar og yfirtaka Chrysler

Í kjölfar vaxandi velgengni á miðum og í lok sjötta áratugar tuttugustu aldarinnar færði Barreiros út kvíarnar og keypti upp ýmsa minni vélaframleiðendur og jók framleiðslu sína á ýmsum sviðum.

Þensla fyrirtækisins átti eftir að draga dilk á eftir sér því árið 1967 stóð Barreiros frammi fyrir alvarlegum fjárhagserfiðleikum. Skuldir fyrirtækisins jukust hratt áður en að bandaríski framleiðandinn Chrysler steig inn og keypti upp skuldir þess og eignaðist þar með stóran hluta í Barreiros.

Tilkoma Chrysler hleypti nýju lífi í dráttarvélaframleiðslu Barreiros á Spáni sem náði hámarki árið 1968.
Sama ár setti fyrirtækið á markað týpu sem fékk heitið Barreiros 4000 og árið eftir 5000, 5500 og 7000 týpurnar sem buðu upp á alls konar tækninýjungar hvað varðaði gírskiptingu, afl og hemlakerfi.

Árið 1970 var nafni fyrirtækisins breytt í Chrysler Barreiros og 1971 hafði heildarframleiðsla Barreiros á dráttarvélum frá upphafi náð 40.000 eintökum.

Hallar undan fæti

Undir lok sjöunda áratugs síðustu aldar fór að halla undan fæti hjá fyrirtækinu vegna þess að það náði ekki að halda í nýjustu tækninýjungar. Á þeim tíma reyndi það fyrir sér í framleiðslu á smátraktorum, meðal annars fyrir vínberjaframleiðendur.

Árið 1979 seldi Chrysler sinn hluta í fyrirtækinu til Peugeot og nýju eigendurnir hættu framleiðslu á Barreiros dráttarvélum árið 1980.

Skylt efni: Gamli traktorinn

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...