Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Aspir mjög „ryðgaðar“ í uppsveitum Suðurlands
Mynd / Skógrækt ríkisins
Á faglegum nótum 26. ágúst 2014

Aspir mjög „ryðgaðar“ í uppsveitum Suðurlands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mikið ryð er nú í ösp víða í uppsveitum á Suðurlandi samkvæmt því sem segir á vef Skógræktar ríkisins. Einkum ber á þessu í skógum og lundum sem gróðursettir voru fyrir árið 1999, en þá varð fyrst vart við asparryðið hér á landi.

Fyrir þann tíma var lerki gjarnan plantað í bland við ösp. Eins og flestum er kunnugt er lerki millihýsill fyrir ryðið. Í maí og júní dreifist smitefnið frá lerki yfir á blöð asparinnar en yfir sumarið dreifist það á milli aspartrjáa.


Versti ryðfaraldurinn til þessa var sumarið 2010, en ástandið nú er jafnvel verra en þá. Sumarið 2011 mátti víða sjá kalsprota sem voru afleiðing ryðsins árið áður. Ástæða er til að óttast að svipað gerist nú. Annars verður afleiðingin minni vöxtur á næsta ári en eðlilegt er.


Þar sem skaðleg áhrif ryðsins á vöxt alaskaaspar eru nú orðið vel þekkt er þess nú gætt að blanda lerki og ösp ekki saman í gróðursettum skógum. En minna er um að skógareigendur felli lerki þar sem því hefur áður verið plantað innan um ösp. Ef ætlunin er að nýta öspina er auðvitað æskilegt að vöxtur hennar verði góður og áfallalaus.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...