Fréttir / Fræðsluhornið

Eggaldin var talið valda geðveiki

Heitið eggaldin vísar til afbrigðis plöntunnar sem gefur af sér hvít aldin sem eru á stærð við hænuegg. Ræktun aldinsins hófst í Asíu fyrir um 4000 árum og barst til landanna við Miðjarðarhaf með úlfaldalestum arabískra kaupmanna. Samkvæmt skilgreiningu grasafræðinnar er egg­aldinið ber.

Square Turn-traktorinn

Square Turn dráttar­vélarnar þóttu byltingar­­kenndar á sínum tíma enda einstakir traktorar sem áttu sér enga líka. Dráttarvélin var gríðarstór á síns tíma mælikvarða og með rúmlega tveggja metra bili milli stórra járn­hjólanna.

Ýsa var það, heillin

Ánægjuleg tíðindi bárust þegar Hafrannsóknastofnun kynnti ráðgjöf sína fyrir veiðar á næsta fiskveiðiár..

Hringlandi hafrabjöllur

Hafrar voru í árdaga meinlegt illgresi við ræktun á hveiti. Plantan er harðgerðari en aðrar korntegundir og eftir að kornrækt hófst í Norður-Evrópu skutu hafrar hveiti ref fyrir rass og illgresið varð að nytjaplöntu.

Ríflega 500 milljón ára gömul fótspor

Elstu steingerð fótspor óþekkts skordýrs sem nýlega fundust í Kína eru talin vera 500 milljón ára gömul og elstu fótspor lífveru sem vitað er um. Fundurinn er sagður leiða vísindin nær svari um hvaða dýr mynduðu fyrst fætur.

Doe Triple-D samtengdar dráttarvélar

Framleiðendur og áhugamenn um dráttarvélar hafa löngum verið útsjónar­samir eins og sýndi sig þegar skortur var á öflugum dráttarvélum um miðbik síðustu aldar. Lausnin fólst í því að búa til eina dráttarvél úr tveimur.

Erfðaauðlindir plantna eru ein dýrmætasta eign mannkynsins

Norræna erfðaauðlindastofnunin er norræn stofnun sem sér um varðveislu og sjálfbæra nýtingu plantna, húsdýra og skóga. Árni Bragason landgræðslustjóri var forstjóri stofnunarinnar, sem í daglegu tali kallast NordGen, í fimm og hálft ár og fellur daglegur rekstur frægeymslunnar á Svalbarða undir NordGen. Á þessu ári hefur fræhvelfingin verið starfrækt í tíu ár.