Fréttir / Fræðsluhornið

Byggðu upp mjólkurframleiðslu inn í miðri eyðimörk!

Það sem flestir líta á sem óyfirstíganlegar hindranir, líta Kínverjar oft á bara sem verkefni og eru til mörg dæmi um þennan hugsunargang í Kína. Eitt skýrasta dæmið innan landbúnaðar er einstök uppbygging fyrirtækisins Shengmu á kúabúskap í héraðinu Innri Mongólíu.

Ígulber eru af sápuberjaætt

Við fyrstu sýn er ekki laust við að rambutan aldin líkist ígulkeri og af þeim líkindum er íslenska heitið ígulber dregið. Aldinið er alsett fálmurum og fremur fáséð í verslunum hér á landi en sést annað slagið. Utan um fræið vex eins konar líknarbelgur sem í daglegu tali kallast aldin.

Breytingar á heildareinkunn í nautgriparækt

Fyrir skömmu lauk vinnu við verkefni um hagrænt vægi eigin­leika í nautgriparækt sem staðið hefur yfir í um tvö ár.

Kóraltoppur – ástareldur

Hér er um að ræða eina vinsælustu blómstrandi potta­plöntu síðari áratuga, ekki síst í Evrópulöndum. Plantan er dæmigerður þykkblöðungur og getur geymt í laufi og stilkum talsvert af raka sem gerir plöntuna jafn auðvelda í umhirðu og allir vita sem reynt hafa.

Norðurlöndin framleiddu rúmlega 12,3 milljarða lítra af mjólk 2018

NMSM samtökin, sem eru samstarfs­vettvangur Norður­land­anna um ýmis málefni sem snerta mjólkurframleiðslu, héldu nýverið aðalfund sinn og á þeim fundi voru birtar hinar árlegu upplýsingar um þróun mjólkur­framleiðslu Norður­landanna.

Ferðast um framandi gróður

Íslendingar eru ansi duglegir þegar kemur að því að ferðast milli landa, en spurning er hvort við séum nógu dugleg að njóta þess sem hinir ýmsu staðir hafa upp á að bjóða. Nýlega heimsótti ég grasagarð í Pittsburgh í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum.

Kjúklingabaun er fjölskyldunafn heimspekingsins Cicero

Kjúklingabaunir eru megin­hráefnið í hummus. Grikkir og Rómverjar litu á kjúklingabaunir sem fæðu fátæklinga. Heimspekingurinn Pýþagóras bannaði læri­sveinum sínum að borða kjúklinga­baunir og ganga um baunaakra vegna þess að þær slævðu æðri og skýra hugsun. Vegna lögunar sinnar voru þær taldar kynörvandi og neytt sem slíkra þrátt fyrir vindganginn sem neyslunni fylgir.