Fréttir

Eggaldin var talið valda geðveiki

Heitið eggaldin vísar til afbrigðis plöntunnar sem gefur af sér hvít aldin sem eru á stærð við hænuegg. Ræktun aldinsins hófst í Asíu fyrir um 4000 árum og barst til landanna við Miðjarðarhaf með úlfaldalestum arabískra kaupmanna. Samkvæmt skilgreiningu grasafræðinnar er egg­aldinið ber.

Þarf að hafa hraðar hendur

„Ef bregðast á við fyrir haustið þarf að hafa hraðar hendur,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda. Starfshópur um endurskoðun búvörusamninga skilaði tillögum til ráðherra í byrjun júlí og fundur verður í dag með ráðherra.

Afkoman slök og óvissan of mikil

Ágúst Andrésson, forstöðumaður hjá Kjötafurðastöð KS, segir þá stöðu sem uppi er í sauðfjárræktinni gera að verkum að ekki sé sérstaklega áhugavert fyrir afurðastöðvar að bæta við sig nýjum innleggjendum, „einfaldlega vegna þess að afkoman hefur verið slök og óvissan of mikil,“ segir hann.

„Horfum fram á ískyggilega stöðu“

„Við höfum verulegar og vaxandi áhyggjur af ástandinu. Við byggjum allt okkar á landbúnaði, hér er ekkert þéttbýli en stór hluti íbúanna byggir afkomu sína á sauðfjárbúskap,“ segir Jón Gíslason á Stóra-Búrfelli og oddviti Húnavatnshrepps.

Land og fólk

Nokkur umfjöllun hefur orðið síðustu daga um eignarhald á jörðum í ljósi vaxandi áhuga erlendra auðmanna á kaupum á landi hérlendis. Á árum áður voru frekari skilyrði í lögum hérlendis um ráðstöfun og nýtingu bújarða, en þau voru flest afnumin árið 2004.

Sjúkdómsvaldandi bakteríur eru hluti af örveruflóru sauðfjár og nautgripa

Komið hefur í ljós að E.coli bakteríur sem geta myndað eiturefni og valdið alvarlegum sýkingum eru hluti af örveruflóru sauðfjár og nautgripa hér á landi. Fyrstu niðurstöður skimunar á vegum Matvælastofnunar benda til að salmonella sé fágæt í svínakjöti á markaði. Hvorki salmonella né kampýlóbakter hafa greinst í kjúklingasýnum í skimununum sem nú standa yfir.

Í Danmörku fær enginn að kaupa jörð nema hafa þar sjálfur fasta búsetu

Kaup erlendra auðmanna á jörðum víða um land hefur valdið áhyggjum og miklum umræðum. Kveikjan var viðtal Bændablaðsins nýverið við Jóhannes Sigfússon, bónda á Gunnarsstöðum í Þistil­firði, en hann gagnrýndi þar harðlega linkind Íslendinga í þessum málum.