Fréttir

Vegagerðin metur Þ-H leiðina ódýrasta, hagkvæmasta og öruggasta

Vegagerðin telur að öruggasti, hagkvæmasti og fljótlegasti kosturinn í veggerð í Gufudalssveit sé það sem nefnt hefur verið Þ-H leið. Hún liggur út vestanverðan Þorskafjörð, út á Hallsteinsnes og um kjarrlendi hinna margfrægu Teigsskóga, yfir grynningar í mynni Djúpafjarðar og Gufufjarðar og yfir á Melanes.

Fækkun í flóru Ástralíu

Talið er að meira en fimmtíu plöntutegundir sem eingöngu finnast í Ástralíu geti dáið út á næsta áratug. Einungis tólf þeirra eru friðaðar.

Hrossabændur eignast hlut í Landsmóti ehf.

Félag hrossabænda hefur formlega tekið yfir hlut Bændasamtaka Íslands í Landsmóti ehf.

SAH Afurðir greiða 12 prósenta álag

Stjórn SAH Afurða hefur ákveðið að greiða 12 prósent álag á áður auglýst verð fyrir dilkakjöt í síðustu sláturtíð. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef SAH Afurða í gær. Þar með eru afurðastöðvarnar orðnar þrjár sem hafa ákveðið að greiða slíka viðbót, en sem kunnugt er var tilkynnt um slíka hækkun á dögunum fyrir Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga og Sláturhús Kaupfélags Vestur Húnvetninga (SKVH).

Gjörbreytir samgöngum á svæðinu og leysir af hættulegan veg um Víkurskarð

Vaðlaheiðargöng voru formlega opnuð með hátíðlegri athöfn um liðna helgi. Vaðlaheiðargöng eru á milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals og er ætlað að leysa af veginn um Víkurskarð sem getur verið mjög erfiður og hættulegur yfirferðar á vetrum.

Kyn hænsnfugla greint í eggi

Ný tækni gerir eggja­framleið­endum kleift að greina kyn hænsnfugla í eggi og sparar þannig útungun og slátrun hana við eggjaframleiðslu.

Skortir ríkisvaldið heildarsýn í landbúnaðarmálum?

„Mér hefur oft fundist að það sé lítil eða engin heildarsýn frá hendi ríkisins á hvaða vegferð það er eða hvers vegna það vill styðja við landbúnaðinn...