Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vendy með DROPS Design
Mynd / Gallery Spuni
Hannyrðahornið 12. september 2016

Vendy með DROPS Design

Höfundur: Gallery Spuni
Kjóllinn Wendy er æðislegur fyrir haustið. Uppskriftina er skemmtilegt að prjóna í öllum litum. 
Hlökkum til að sjá alls kyns út­­færslur frá ykkur, endilega taggið okkur í myndir með því að nota #galleryspuni.
 
Settið samanstendur af: Prjónuðum DROPS-kjól og hárbandi úr „Cotton Merino“ með gatamynstri.
 
Stærð 2–10 ára.
DROPS Krakkar 26-6
DROPS Design: Mynstur nr. cm-003-bn
Garnflokkur B
 
KJÓLL:
Stærð: 2 - 3/4 - 5/6 - 7/8 - 9/10 ára
Stærð í cm: 92 - 98/104 - 110/116 - 122/128 - 134/140 
 
Efni:
DROPS COTTON MERINO frá Garnstudio
250-300-350-400-450 gr litur nr 16, blár
 
HÁRBAND:
Stærð: 2/4 - 5/6 - 7/8 - 9/10 ára
Höfuðmál: 48/50 - 50/52 - 52/53 - 54/55 cm 
 
Efni: 
DROPS COTTON MERINO frá Garnstudio
50 gr í allar stærðir litur nr 16, blár
DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (60 cm) NR 3,5 – eða sú stærð sem þarf til að 22 l og 30 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm.
DROPS TALA: BOGALAGA (hvít), NR 521: 2 stk í allar stærðir (fyrir kjól).
 
MYNSTUR: 
Sjá teikningu A.1 til A.4. 
 
ÚRTAKA:
Fellið af á undan A.3 þannig: Prjónið 2 l slétt saman. 
Fellið af á eftir A.3 þannig: Taakið 1 l óprjónaða, prjónið 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir.
 
HNAPPAGAT:
Fellið af fyrir hnappagötum á vinstri öxl. Fellið af með því að prjóna aðra og þriðju l frá miðju að framan, sláið síðan uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar kantur að framan mælist 2 og 4 cm. 
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. 
 
KJÓLL:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna neðan frá og upp. 
Fitjið upp 192-192-224-224-256 l á hringprjóna nr 3,5 með Cotton Merino. Prjónið A.1. Prjónið síðan A.2 (= 6-6-7-7-8 mynstureiningar á breiddina). Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað áfram þannig – byrjið 1 l á undan l í umf: * A.3 (= 3 l ), 29 l sléttprjón *, endurtakið frá *-* 6-6-7-7-8 sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 15 cm fækkið um 1 l fyrir hvert A.3 – LESIÐ ÚRTAKA (6-6-7-7-8 l færri). Endurtakið úrtöku til skiptis á undan og á eftir A.3 með 1-1½-1½-2-2 cm millibili alls 12-10-12-10-12 sinnum = 120-132-140-154-160 l. Haldið áfram með sléttprjón og A.3 þar til stykkið mælist 27-29-32-35-37 cm. Prjónið nú A.1 yfir allar l, í fyrstu umf í A.1 er lykkjufjöldinn jafnaður til 124-132-140-148-160 l. Setjið 2 prjónamerki í stykkið, en í byrjun umf og 1 eftir 62-66-70-74-80 l = hliðar. 
Haldið áfram með sléttprjón yfir allar l. Þegar stykkið mælist 34-37-41-45-49 cm fellið af 6 l á hvorri hlið fyrir handveg (= 3 l hvoru megin við hvort prjónamerki) og hvor hluti er nú prjónaður til loka fyrir sig. 
 
BAKSTYKKI:
= 56-60-64-68-74 l. Haldið áfram með úrtöku fyrir handveg á hvorri hlið í byrjun hverrar umf þannig: 2 l 1 sinni og 1 l 2-2-1-1-2 sinnum = 48-52-58-62-66 l. Þegar stykkið mælist 38-42-47-52-57 cm setjið fyrstu 22-24-27-29-31 l (frá réttu) á 1 band fyrir hægri öxl (prjónið þær fyrst) og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. 
 
VINSTRI ÖXL:
= 26-28-31-33-35 l. Haldið áfram með sléttprjón, en fyrstu 4 l á prjóni (við miðju) eru prjónaðar með garðaprjón. Fellið af fyrir HNAPPAGAT – sjá skýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 44-48-53-58-63 cm setjið fyrstu 4 l á band (prjónið þær fyrst), fellið síðan af næstu 10-11-12-13-13 l fyrir hálsmáli. Í næstu umf er felld af að auki 1 l við hálsmál = 11-12-14-15-17 l eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 46-50-55-60-65 cm. 
 
HÆGRI ÖXL:
Setjið til baka þær 22-24-27-29-31 l af bandið á prjóninn og fitjið upp 4 nýjar l í lok fyrstu umf frá réttu = 26-28-31-33-35 l. Prjónið síðan eins og vinstri öxl, ekki er fellt af fyrir hnappagötum.
 
FRAMSTYKKI:
= 56-60-64-68-74 l. Fellið af fyrir handveg eins og á bakstykki = 48-52-58-62-66 l. Þegar stykkið mælist 41-45-50-55-60 cm setjið miðju 18-20-22-24-24 l á band fyrir hálsmál, hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af í hverri umf við háls: 2 l 1 sinni og 1 l 2 sinnum = 11-12-14-15-17 l eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 46-50-55-60-65 cm.
 
ERMI:
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 40-42-44-46-48 l á sokkaprjóna nr 3,5 með Cotton Merino. Prjónið A.1 yfir allar l, prjónið síðan sléttprjón. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umf = miðja undir ermi. Þegar stykkið mælist 6 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerki. Aukið út með 6-3½-3-3-3 cm millibili 2-4-6-7-8 sinnum til viðbótar = 46-52-58-62-66 l. Þegar stykkið mælist 20-23-26-29-32 cm fellið af 6 l við miðju undir ermi fyrir ermakúpu. Prjónið ermi fram og til baka JAFNFRAMT er fellt af fyrir ermakúpu á hvorri hlið þannig: Fellið af 2 l á hvorri hlið þar til stykkið mælist 24-27-30-33-36 cm. Fellið af 3 l á hvorri hlið, fellið síðan af þær l sem eftir eru. Stykkið mælist ca 25-28-31-34-37 cm.
 
FRÁGANGUR: 
Saumið axlasauma. Saumið ermar í. Leggið þær 4 l sem fitjaðar voru uppá vinstra bakstykki undir þær 4 l frá hægra bakstykki og saumið þær saman. 
 
HÁLSMÁL:
Prjónið upp ca 72 til 88 l (meðtaldar l af bandi) í kringum hálsmál á hringprjóna nr 3,5. Prjónið 4 umf garðaprjón. Fellið af. 
 
HÁRBAND:
Fitjið upp 15 l á prjóna nr 3,5 með Cotton Merino. Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan, prjónið síðan A.4 yfir allar l. Haldið áfram með A.4 þar til stykkið mælist 41-42-43-44 cm (strekkið aðeins á stykkinu þegar mælt er), prjónið 2 umf garðaprjón, fellið af. Saumið saman affellingarkantinn og uppfitjunarkantinn með lykkjuspori.
 
 
Prjónakveðja fjölskyldan Gallery Spuna.

2 myndir:

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...