Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Veðráttuteppi Handverkskúnstar 2016
Mynd / garn.is
Hannyrðahornið 14. mars 2016

Veðráttuteppi Handverkskúnstar 2016

Höfundur: Guðrún María /garn.is
Hugmyndin að þessu skemmtilega teppi vaknaði þegar ég var að vafra um internetið og sá svona hekluð teppi. Við mæðgur í Handverkskúnst ákváðum að slá til og gera veðráttuteppi. Við stofnuðum hóp á Facebook sem heitir Veðráttuteppi Handverkskúnstar 2016 og erum við nú um 1.100 meðlimir sem erum að prjóna eða hekla teppi.
 
Leikurinn gengur út á að taka hitastig á þeim stað sem þú ert staðsettur, alltaf á sama tíma dagsins í 1 ár, og prjóna eða hekla eina umferð í þeim lit sem við á. Hópurinn er mjög  virkur og svakalega gaman að fylgjast með öllum fallegu teppunum og sjá mismun þeirra eftir staðsetningu viðkomandi.
 
Zikk zakk garðaprjónsteppi 
Stærð u.þ.b.: 1,20X2 metrar
Garn: Kartopu Basak (sjá útsölustaði í auglýsingu hér til hliðar)
Prjónastærð: Hringprjónn 80-100 sm, nr 4,5-5mm
Fitjið upp 289 lykkjur og prjónið garðaprjón þannig:
Umferð 1 (réttan): Takið 1 lykkju óprjónaða,*sláið uppá prjóninn, prjónið 16 lykkjur slétt, takið 2 lykkjur saman óprjónaðar (eins og prjóna eigi þær slétt saman) prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunum yfir, prjónið 16 lykkjur slétt, sláið uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt* Endurtakið frá *-* út umferðina og endið á 16 lykkjur slétt, sláið uppá prjóninn, 1 lykkja slétt
Umferð 2 (rangan): Takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 17 lykkjur *prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið 35 lykkjur slétt *endurtakið frá *-* út umferðina og endið á 1 lykkja brugðin, 18 lykkjur slétt.
Umferðir 1 og 2 mynda einn garð í teppið.
Ég prjóna 1 garð á dag og verður teppið mitt þá um 2 metrar að lengd. Ég bætti því við að prjóna með glimmer (nota Kar-Sim garn) sitt hvoru megin við afmælisdaga fjölskyldumeðlima. Hlakka til að sjá ykkur með í verkefninu.
 
Prjónakveðja
Guðrún María www.garn.is

50 myndir:

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...