Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sítrónukjúklingur með heslihnetu-cous cous.
Sítrónukjúklingur með heslihnetu-cous cous.
Matarkrókurinn 5. maí 2015

Sítrónukjúklingur og ný íslensk jarðarber

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Þó fátt bendi til þess að sumarið sé formlega hafið þá eru ný íslensk jarðarber komin í verslanir. Þau eru ljúffeng og tilvalin í eftirrétti eða ein og sér. Það er fljótlegt að gera marengs í örbylgjuofni – aðferð sem fáir kunna en virkar þegar tíminn er naumur. 
 
En vindum okkur í uppskriftirnar. Kjúklingurinn er sívinsæll og nú fer tími kryddjurtanna að renna upp. Um að gera að prófa sig áfram og fá sér svo jarðarber í eftirmat. 
 
Sítrónukjúklingur með heslihnetu-cous cous
Einföld blanda af jurtum, ferskri sítrónu og kjúklingi gefa fullkomna bragðsamsetningu. Ristaðar heslihnetur setja punktinn yfir i-ið, blandaðar í cous cous eða jafnvel soðin hýðishrísgrjón eða bygg. Þetta er próteinrík máltíð sem hægt er að matreiða á innan við 30 mínútum.
  • 1 teningur kjúklingakraftur, blandaður við 100 ml vatn 
  • 1 stk. sítróna
  • 1 rif hvítlaukur, smátt saxað
  • 2 greinar timían, hakkað
  • 6 greinar oregano, hakkað
  • 2 stk. kjúklingabringur, skornar til   helminga
  • 1 tsk. salt og svartur pipar
  • 200 g cous cous, soðið bygg eða hýðishrísgrjón (jafnvel kartöflur)
  • 2 matskeiðar ristaðar heslihnetur, hakkaðar
  • 1 msk. ólífuolía
Aðferð
Hitið ofninn í 200 °C.
Skerið sítrónu í tvennt. Sneiðið helminginn í þunna hringi og kreistið safann úr  hinum helmingnum. Blandið saman við kjúklingakraftinn.
Blandið saman hvítlauk, timían og helmingnum af oregano kryddjurtinni. Setjið kjúklinginn í baksturhelda pönnu með skinn-hliðina upp. Kryddið kjúklinginn með jurta- og hvítlauksblöndunni. Setjið sítrónusneiðarnar ofan á kjúklinginn eða jafnvel undir skinnið (ef það er notað). Penslið kjúklingabringurnar með ólífuolíu og kryddið  með salti og pipar. Hellið sítrónuseyðisblöndunni í fatið eða pönnuna með kjúklingnum.
 
Bakið þar til kjúklingurinn er gullinbrúnn í um 30 mínútur.
Á meðan, eldið meðlætið samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Sigtið og setjið í miðlungs skál. Hrærið út í restinni af oregano kryddjurtinni ásamt ólífuolíu og heslihnetum. Framreiðið þegar kjúklingurinn er eldaður í gegn.
 
Chimichurri-sósa
Fersk sósa frá Argentínu sem passar með öllu kjöti og er tilvalin til að grisja kryddjurtagluggann eða taka smá ofan af graslauknum í garðinum (þegar hann kemur undan snjónum!).
  • Lítið búnt steinselja, hakkað (graslaukur hentar líka)
  • ½ tsk. oregano, ferskt eða þurrkað
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 shallot laukur, hakkaður fínt
  • ½ tsk. chilli flögur
  • 2½ msk. ólífuolía
  • safi af ½ sítrónu
  • 2 tsk. rauðvínsedik
 
Aðferð
Vinnið saman steinselju, oregano, hvítlauk, shallotulauk og chilliflögur í matvinnsluvél eða saxið mjög fínt. Bætið 2 msk. af ólífuolíu, sítrónusafa og ediki. Sumir vilja krydda meira eða minna með chili, notið eftir smekk. Saltið og piprið. 
 
Jarðarber, rjómi og ofureinfaldur örbylgjumarengs
  • 1 askja ný íslensk jarðarber
  • 300 g flórsykur
  • 1 léttbarin eggjahvíta
  • 1 tsk. kakóduft (má sleppa)
  • Þeyttur rjómi, til að framreiða með jarðarberjunum
 
Aðferð 
Sigtið 300 g af flórsykri og blandið við léttþeytta eggjahvítu. Hrært er í þar til blandan er þykk, rúllið í kúlur. Takið disk með eldhúspappír. Setjið 3 kúlur í einu á diskinn og bakið í örbylgjuofni á háum hita í 1½ mín. Eins og í töfrabragði blása kúlurnar út eins og blöðrur og verða að marengs. 
 
Fullkomin samloka með þeyttum rjóma og nýjum íslenskum jarðarberjum.

3 myndir:

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...