Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sarafia – heklað teppi
Hannyrðahornið 26. júlí 2016

Sarafia – heklað teppi

Höfundur: Handverkskúnst

Þetta teppi er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég hef heklað svo mörg svona teppi að ég hef ekki tölu á því lengur og útkoman alltaf jafn falleg.

Garn: Kartopu Basak frá Garn.is Litur A: Ljósbrúnn (K855) - 2 dokkur Litur B: Dökktúrkís (K520), Túrkís (K515), Eplagrænn (K442) - 1 dokka af hverjum lit. Heklunál: 3,5 mm Stærð: ca. 80x100 cm

Skammstafanir: sl. = sleppa, L = lykkja, LL = loftlykkja, LL BIL = loftlykkjubil, KL = keðjulykkja, FP = fastapinni, ST = stuðull.

Ferningur: Heklið 48 ferninga. Í þessu teppi eru 16 ferningar með hverjum lit. Þetta er einungis viðmið og er að sjálfsögðu hægt að leika sér með liti og stærð. Byrjið með lit A. Heklið 5 LL, tengið saman í hring með KL.

1. umf: Heklið 3 LL (telst sem 1 ST), 2 ST inn í hringinn, 3 LL, *3 ST, 3 LL* endurtakið frá * að * 2x til viðbótar, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim þrem sem gerðar voru í byrjun umf. Slítið bandið og skiptið yfir í lit B.

2. umf: Byrjið í síðasta LL-BILI fyrri umf. Heklið 5 LL (telst sem 1 ST, 2 LL), *sl. 3 ST, [3 ST, 3 LL, 3 ST] allt í næsta LL-BIL, 2 LL* endurtakið frá * til * 2x til viðbótar. Í síðasta LL-BILIÐ er heklað [3 ST, 3 LL, 2 ST], lokið umf með KL í þriðju LL af þeim fimm sem gerðar voru í byrjun umf.

3. umf: 5 LL , sl. 2 LL, *1 ST í næstu 3 L, [2 ST, 3 LL, 2 ST] allt í næsta LL-BIL, 1 ST í næstu 3 L, 2 LL* endurtakið frá * til * út umf, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim fimm sem gerðar voru í byrjun umf.

4. umf: 5 LL , sl. 2 LL, *1 ST í næstu 5 L, [2 ST, 3 LL, 2 ST] allt í næsta LL-BIL, 1 ST í næstu 5 L, 2 LL* endurtakið frá * til * út umf, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim fimm sem gerðar voru í byrjun umf.

5. umf: 5 LL , sl. 2 LL, *1 ST í næstu 7 L, [2 ST, 3 LL, 2 ST] allt í næsta LL-BIL, 1 ST í næstu 7 L, 2 LL* endurtakið frá * til * út umf, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim fimm sem gerðar voru í byrjun umf. Slítið frá og skiptið um lit.

6. umf: Tengið lit A þar sem hætt var í fyrri umf. Heklið 5 LL , sl. 2 LL, *1 ST í næstu 9 L, [2 ST, 3 LL, 2 ST] allt í næsta LL-BIL, 1 ST í næstu 9 L, 2 LL* endurtakið frá * til * út umf, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim fimm sem gerðar voru í byrjun umf. Hekla saman: Það eru margar leiðir til að hekla þá saman en mér líkar best við eina fyrir þetta teppi. Leggið 2 ferninga saman á réttunni, heklið KL bara í aftari hluta L (semsé þann helming lykkjunnar sem snýr að röngunni). Heklað utan um: 1. umf: Tengið lit A hvar sem er í teppinu. Heklið 1 LL, 1 FP í sömu lykkju, 1 FP í hverja L, 1-2 FP í hvert LL-BIL, 3 fp í hvert horn, lokið umf með KL í fyrsta FP. 2. umf: Heklið krabbahekl allan hringinn. Slítið bandið og gangið frá endum. 

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...