Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Prjónahorn Bændablaðsins: Peysan Úlfur
Hannyrðahornið 15. september 2014

Prjónahorn Bændablaðsins: Peysan Úlfur

Höfundur: Inga Þyri Kjartansdóttir

Þessi peysa heitir Úlfur og birtist í síðasta Bændablaði. Höfundur er Inga Þyri Kjartansdóttir.

Stærð: 3–4 (6–7) ára.
Yfirvídd 66 (71) sm
Sídd á bol 27 (32) sm
Ermalengd 30 (33) sm
Efni: Zara Chine frá Filatura brúnt nr. 31  4 dokkur.
Prjónar Hringprjónn nr. 4, 60 sm
Sokkaprjónar nr. 4, 15 sm
Prjónafesta: 10 x 10 sm = 18 L og 29 umf
Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þarf.

Aðferð. Peysan er prjónuð í hring. Eftir stroffið er prjónað mynstur: 4 sl og 4 br í 7 umferðir, svo 2 br.umferðir. Mynstrið er endurtekið út bolinn upp að handvegi.
Ermar eru prjónaðar í hring og aukið út á undirermi um 2 L, 4 sinnum.
Gætið þess að útaukningin falli inn í mynstrið.
Bolur og ermar sameinuð á hringprjón og axlarstykki prjónað. Úrtaka samkvæmt leiðbeiningum upp að hálsmáli. Kragi prjónaður.

Bolur:
Fitjið upp 144 (160) L og prjónið stroff: 2 sl, 2 br í hring, 3 (5) sm.
Prjónið mynstur: *4 sl og 4 br, alls 7 umferðir, svo 2 umferðir br*.
Endurtakið *-* 7 (8) sinnum eða þar til peysan passar á barnið upp að handvegi, passið að enda á 2 umf brugðið.
Setjið 8 L á hjálparprjón undir höndum hvort sínum megin.
Geymið og prjónið því næst ermar.

Ermar:
Fitjið upp 40 (48) L á sokkaprjóna.
Prjónið stroff: 2 sl, 2 br, 4 (5) sm.
Prjónið nú mynstur, *-*, eftir fyrsta mynstrið er aukið út á undirermi um 2 L.
Á skýringarmynd sést hvernig auka skal út svo mynstrið raskist ekki.
Endurtakið útaukninguna 4 sinnum þannig að komið er heilt mynstur í viðbót í umferðina, líkt og sést á skýringarmynd. Alls eiga þá að vera 48 (56) L á prjónunum.
Þegar búið er að prjóna jafn mörg mynstur og á bolnum eru geymdar 8 L á miðri undirermi.
Gætið þess að mynstur standist á við geymdu L á bolnum þannig að það raski ekki mynstrinu þegar ermar og bolur eru sameinuð á einn prjón.
Prjónið hina ermina eins.

Axlarstykki:
Sameinið á einn hringprjón framstykki 64 (72) L, ermi 40 (48) L, bakstykki 64 (72) L og ermi 40 (48) L.
Prjónið mynstur áfram í hring, 14 (23) umferðir.
Þá er komið að úrtöku:
Í næstu umferð eru teknar saman 2 L í miðjunni á brugðnu lykkjunum, samtals 26 (30) L teknar út. 
Prjónið áfram mynstur 5 umferðir og endið á 2 brugðnum umf, í næstu umf takið saman 2 L í miðju sl lykkjanna 4.
Prjónið 4 mynsturumferðir og í þeirri fjórðu eru teknar saman 2 L í hverju mynstri, í brugðnu L.
Prjónið 3 umf, í þeirri þriðju eru 2 L teknar saman í sl lykkjum í mynstrinu.
Prjónið nú 2 sl umferðir og 2 br umferðir.
Prjónið nú 1 umferð sl og takið saman tvær og tvær L út umferðina.
Prjónið nú stroff 1 sl og 1 br yfir 6 (8) umferðir en það er hálsmálið.
Nú er aukið út í hverri lykkju og prjónað stroff 2 sl og 2 br (kragi) 10 (14) umferðir.

Frágangur
Fellið laust af. Gangið frá endum og þvoið. Leggið slétt á handklæði til þerris.

2 myndir:

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...