Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Árið 2016 hófst verkefni sem miðaði að því að koma upp frumkvöðlamiðstöð í tengslum við rannsóknastofu BioPol ehf. á Skagaströnd. Úr varð Vörusmiðja BioPol sem staðsett er í gamla frystihúsinu við höfnina.
Árið 2016 hófst verkefni sem miðaði að því að koma upp frumkvöðlamiðstöð í tengslum við rannsóknastofu BioPol ehf. á Skagaströnd. Úr varð Vörusmiðja BioPol sem staðsett er í gamla frystihúsinu við höfnina.
Líf&Starf 28. nóvember 2017

Opnar nýja möguleika á vöruþróun og framleiðslu án mikilla fjárfestinga

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Vörusmiðja BioPol var opnuð á Skagaströnd nú í haust en smiðjan er afrakstur verkefnis sem  hófst 2016 og miðaði að því að efla byggðaþróun, fjölga atvinnutækifærum og efla fjárfestingu á svæðinu. 
 
Árið 2016 hófst verkefni sem miðaði að því að koma upp frumkvöðlamiðstöð í tengslum við rannsóknastofu BioPol ehf. á Skagaströnd. Framkvæmdir  við Vörusmiðjuna hófust um miðjan nóvember 2016. Var vinnslurýmið svo tekið í notkun í gamla frystihúsinu á staðnum í september síðastliðnum, en verkefnið var upphaflega fjármagnað af atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu í kjölfar svokallaðrar NV nefndar. 
 
Þórhildur María Jónsdóttir matreiðslumeistari var ráðin til þess að sjá um rekstur Vörusmiðjunnar. Henni er ætlað að veita ráðgjöf og styðja við viðskiptavini smiðjunnar t.d. við að þróa vörur sínar í markaðshæft form. 
 
Vörusmiðjan leigir einstaklingum og fyrirtækjum aðstöðuna með tækjum og tólum ýmist í einn og einn dag í einu eða í nokkra daga samfellt. 
 
Merete Rabølle, Hrauni, að úrbeina lambakjöt.
 
Jákvætt og viðbrögðin góð
 
„Þetta er komið í fullan gang og hafa bændur á Norðurlandi vestra verið að nýta sér smiðjuna núna í haust. Þetta er mjög jákvætt og viðbrögðin góð,“ segir Þórhildur. 
 
„Hér hefur fólk verið að vinna með lambakjöt, ærkjöt og geitakjöt. Þá  hafa menn líka verið að þreifa sig áfram með framleiðslu á fiski. Þetta er því margbreytilegt.  
 
Þá er fólk að þróa vöruflokka, prófa sig áfram með vörur, eins og varðandi krydd og annað. Það er þannig að búa til aukin verðmæti úr hráefninu. Mér finnst einkennandi í þessari vinnu hvað bændur eru mikið að hlusta á sína viðskiptavini og vinna vöruna að óskum hvers og eins. Það varðar m.a. að sníða pakkningar eftir þörfum fjölskyldustærðar og hvernig fólk vill fá skrokkana hlutaða í sundur.“
 
Komið í veg fyrir krossmengun milli ólíkra matvæla
 
Öll vinna í húsinu er skipt þannig að einungis er verið að framleiða á einu matvælasviði í einu og síðan þrifið og sótthreinsað á milli. Þannig er komið í veg fyrir krossmengun á milli ólíkra greina eins og í kjötiðnaði og fiskvinnslu. 
 
Þórhildur segir að þótt hver og einn þrífi og sótthreinsi að lokinni vinnslu, þá sé áhersla lögð á að framleiðendurnir séu sjálfir alltaf ábyrgir fyrir sinni eigin framleiðslu. Því sé æskilegt að þeir hefji sína vinnslu alltaf á því að þrífa. Þá sé ekki verið að taka áhættuna á að sá sem síðast var að framleiða í húsinu hafi mögulega ekki þrifið nægilega vel. 
 
Með öll tilskilin leyfi
 
Smiðjan hefur  öll tilskilin leyfi til matvælavinnslu og er búin fjölbreyttu úrvali matvinnslutækja og áhalda. Aðstaðan er því sérsniðin fyrir frumkvöðla í matvælavinnslu og smáframleiðendur sem eru að taka fyrstu skref framleiðslu og þróunar á vörum sínum. Leyfilegt er þó að vinna með fleira en matvæli, s.s. öll hráefni til olíugerðar í snyrtivörur og eða sápur. Einnig verður hægt að leigja aðstöðuna til að undirbúa veislur og bakstur fyrir stór tilefni. Þá verður hægt að leigja aðstöðuna undir námskeiðahald.
„Við erum með öll leyfi fyrir húsið og búnaðinn og það er allt vottað. Þeir sem koma svo og framleiða í húsinu þurfa líka að vera með sín framleiðslu- og söluleyfi. Allt sem þau gera hér í Vörusmiðjunni og vörurnar sem þau framleiða eru algjörlega á þeirra ábyrgð. 
 
Góður tækjabúnaður
 
Þórhildur segir að búnaður Vörusmiðjunnar sé mjög góður. Það megi þó endalaust bæta við og auðvelt sé að missa sig í tækjakaupunum. Í þeim efnum hafi þó fyrst og fremst verið miðað við líklegustu þarfir þeirra einstaklinga sem til þeirra leiti. 
 
Við erum með margvísleg tæki. Hér er t.d. ofn sem bæði er hægt að kaldreykja og heitreykja í ásamt því að þurrka, sjóða og steikja. Þá er hér líka minni ofn sem hugsaður er fyrir þróunarvinnu og framleiðslu á prufum sem henta ekki í stóran ofn. Svo er hér farsvél, hakkavél, kjötmixer, pylsusprauta, vacum-vél og kjötsög. Svo kemur fólk með sína eigin vacum-poka og umbúðir sem það hefur gert fyrir sínar eigin framleiðsluvörur. Það þarf því ekki annað en að mæta hér með allt hráefni, umbúðir og annað sem til þarf og taka það svo til baka, pakkað og tilbúið eftir vinnslu.
 
Líka hægt að koma með eigin tæki
 
„Ef fólk er að vinna mjög sértæk verkefni, sem krefjast sértæks búnaðar, þá getur það komið með sín eigin tæki til að vinna slíkt. Þá er bara farið eftir vinnureglum hér á staðnum varðandi þrif og sótthreinsun á búnaði sem kemur hér inn.
 
Þórhildur segir að í Vörusmiðjunni sé bæði frystir og kælir. Hins vegar er ekki lageraðstaða og því verður fólk að finna aðrar lausnir til að geyma vöru sem þarna er framleidd og fryst. 
 
Þórhildur segir að nýtingin hafi verið góð það sem af er. Viðskiptavinirnir hafi svo sem ekki verið margir, en sumir mjög dyggir og að vinna að fjölbreyttum verkefnum.
 
Gefur kost á að auka virðisauka framleiðslunnar
 
„Hér hefur t.d. verið ein sem var áður að selja beint frá býli en aðeins með því að pakka vörunni í neytendaumbúðir. Nú hafi opnast dyr til að vinna vöruna meira, þróa fleiri vöruflokka og ná meiri virðisauka út úr hráefninu.
 
Ég tel líka mjög mikilvægt að hingað getur fólk komið og þróað og prufað hvort markaður sé fyrir þeirra framleiðsluvörur án þess að þurfa að steypa sér út í miklar fjárfestingar. Það getur þreifað á markaðnum og prófað sig áfram í húsnæðinu til að meta hversu mikið pláss þurfi undir framleiðsluna. Síðan getur viðkomandi metið hvort hann vill láta þessa aðstöðu nægja eða stíga frekari skref á eigin vegum. 
 
Við leigjum smiðjuna fyrir alla matvælaframleiðslu af hvaða toga sem er, undir kjöt, fisk, sultugerð, grænmetisvinnslu, eða hvað sem er. Þá er líka hægt að leigja aðstöðuna til að halda námskeið í matvælaframleiðslu. Félagasamtök geta líka leigt Vörusmiðjuna til að baka fyrir fjáraflanir. Þá er rýmið það vel tækjum búið að hér er hægt að undirbúa veislur. Ef fólk vill síðan framleiða sápur eða snyrtivörur úr því hráefni sem hér er að finna, þá er líka hægt að gera það. 
 
Þótt Vörusmiðjan sé staðsett hér á Norðurlandi vestra, þá getur fólk nýtt sér hana hvar sem það er statt á landinu. Hún er opin fyrir alla. Maður lætur ekki smá vegalengd stoppa sig ef maður ætlar í alvöru að gera eitthvað. Ef menn setja slíkt fyrir sig þá vil ég nú meina að mönnum sé ekki mikil alvara með það sem þeir segjast vilja gera,“ segir Þórhildur María Jónsdóttir. 

12 myndir:

Skylt efni: BioPol

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...