Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nautasteik, pönnukökur og kartöflupitsa
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 18. apríl 2016

Nautasteik, pönnukökur og kartöflupitsa

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Hér er hvítlauksristuð nautasteik, balsamic-ediksgljáð, framreidd með bernaisessósu. Ljúfmeti sem engan svíkur. Það er upplagt að nota gæðakjöt sem álegg á pitsur en þá þarf ekki nema 50 g af kjöti á mann í stað 200 g. Það er gamalt og gott heimilisráð að nota meðlætið sem stærsta hlutann af réttinum til að lækka kostnaðinn en njóta úrvalshráefnis í leiðinni. 
 

 
 
Sem eftirrétt eða í morgunmat á sunnudögum eru pönnukökur alltaf vinsælar. Hér er ljúffeng og einföld pönnukökuuppskrift þar sem bananar, jarðarber og rjómi koma við sögu.
 
Nautasteik með bernaisessósu
 
Fyrir 4
 
Hráefni
  • 2 stk. nautasteikur (til dæmis úr lund)
  • 2 rif hvítlaukur
  • 100 g smjör
  • 1 grein rósmarin
  • 100 ml Balsamic edik
  • 3 stk. eggjarauður
  • 300 ml brætt smjör
  • 1 msk. Dijon sinnep
  • 2 msk. bearnaise kryddlögur 
  • (bearnaise essens)
  • eftir smekk, þurrkað estragon 
  • (má sleppa)
  • 1/2 búnt ferskt estragon
  • eftir smekk salt og pipar 
 
Aðferð
Grillið nautasteikina með hvítlauk og rósmarín. Kryddið með salti og pipar. Í lok eldunartímans er steikin gljáð með balsamic-ediki á disk og látin hvíla  í 10 mínútur. Framreiðið við 60°C í kjarna eða um 2 mín. á hverri hlið.
 
Bernaisessósan er mikil list. Bræðið smjörið, þeytið eggjarauðurnar. Bætið smjöri varlega út í eggjarauðurnar og þeytið vel á meðan. Kryddið með bernaise-essens (kryddlegi), Dijon-sinnepi, sítrónusafa, estragon og salti og pipar eftir smekk.
 
Kartöflupitsa
Hægt er að breyta þessari úrvals flatböku í himnasendingu með að toppa hana með ýmsu kjöti eða salati, jafn vel nauti og bernaise.
 
Hráefni
3 bollar hveiti
1 1/2 tsk. salt
3/4 tsk. sykur
1 bolli kalt vatn
Ólífuolía, til penslunar
1 tsk. þurrger
2 kartöflur, fínt sneiddar (um 2 bollar) 
1/2 laukur, skorinn og hægeldaður í 
smá smjöri eða olíu 
4 msk. extra Virgin ólífuolía
Ferskt rósmarín (valfrjálst)
Sameinið hveiti, 1/2 tsk. salt, sykur og ger í hrærivélaskál. Hellið hægt í 1 bolla af köldu vatni. Hnoðið með krók á lágum hraða þar innihaldsefni koma saman. Haldið áfram að blanda í um 10 mínútur þar til deigið er slétt og fínt.
 
Setjið deigið í olíuborna skál og látið hvíla 2 til 4 klukkustundir þar til það hefur tvöfaldast að stærð. Skiptið deigi í tvennt og leyfið því að hvíla þar til deigið tvöfaldast í stærð aftur, að minnsta kosti í 1 klst.
Þegar deigið rís í annað sinn, undirbúið kartöfluflögur. Skerið kartöflur mjög þunnt og leggið í ísvatn til að fjarlægja umframvatnið. Kryddið með 1/2 tsk. af salti og setjið til hliðar í 10 mínútur. Sameinið kartöflur og lauk og eina matskeið ólífuolíu. Setjið til hliðar.
 
Hitið ofn eða pitsustein í botn. Notið lófana til að fletja deigið út.  Dreifið kartöflum á pítsuna. Kryddið með 1/2 tsk. salti og úðið yfir 3 matskeiðum af ólífuolíu og söxuðu rósmarín ef það er við hendina.
 
Bakið kartöflupitsuna þar til  botninn er gullinnbrúnn í um 20 mínútur. Fjarlægið úr ofninum og leyfið að kólna örlítið. Sneiðið og framreiðið, jafnvel með nautalund bernaise eða bara góðu salati.
 
Pönnukökur með jarðarberjum og súkkulaði próteinbombu
 
Hráefni
  • 2 msk. súkkulaði próteinduft
  • 2 matskeiðar sterkja (hveiti, spelt eða annað kornmeti)
  • 2 matskeiðar chia fræ
  • 0,5 tsk. lyftiduft
  • 2 heil egg, létt barin
  • 1 banani, maukaður
  • 4 msk mjólk (hægt að nota Hleðslu og sleppa próteinduftinu)
Sameinið öll þurrefnin í skál með písk eða töfrasprota. Blandið í aðra skál eggjum, maukuðum banana og mjólk. Hellið varlega saman og blandið saman með sleikju. Hitið stóra pönnu yfir miðlungs hita, með smá fitu, smjöri eða kókosfitu. Hellið deiginu á pönnuna og bakið þar til loftbólur koma upp á yfirborðið, um 3 mínútur. Snúið við með spaða, og eldið í aðra 2–3 mínútur. Þykktin á deiginu stjórnar þykktinni á pönnukökunum. Það má bæta meiri sterkju eða minnka mjólkina (eftir smekk).
Berið fram með ferskum jarðarberum, bananabitum, rjóma eða sírópi.

4 myndir:

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...