Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Lambalundir með viskíi og hlynsírópi
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 3. mars 2020

Lambalundir með viskíi og hlynsírópi

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Lambalundir er hægt að matreiða mjög hratt og þær er hægt að framreiða á séríslenskan hátt,  með grænum baunum og rauðkáli, eða sem framandi rétt. 
 
Til dæmis er sniðugt fyrir þá sem eru í lágkolvetna mataræði að vefja þeim inn í salat og borða með góðu grænmeti.
 
Lambalundir með viskíi 
og hlynsýrópi
 
Hráefni
  • 125 ml hlynsíróp
  • 75 ml viskí eða annað gott, eins og maltöl
  • 1 fersk timjangrein (garðblóðberg)
  • 675 g lambakjöt 
  • 15 m ólífuolía
  • 1 msk. smjör
  • 1 skalottlaukur, fínt saxaður
  • 2 geirar hvítlaukur, fínt saxaðir
  • Salt og pipar
Á glerfati eða í þéttum plastpoka er hlynsírópi, viskíi og timjan blandað saman. Bætið kjötinu við og veltið því vel í kryddleginum.
 
Lokið pokanum. Geymið í kæli í tvær klukkustundir eða yfir nótt. 
 
Takið kjötið úr marineringunni og geymið marineringuna. Hendið timjangreininni.
 
Brúnið lambalundirnar í olíu og smjöri í pönnu í um það bil tvær mínútur á hlið fyrir meðalsteikt. 
 
Kryddið með salti og pipar. Haldið hita á réttinum.
 
Á sömu pönnu er skalottlaukurinn og hvítlaukurinn karamellseraður. Bætið marineringunni við og sjóðið niður um helming eða þar til vökv­inn er orðinn að sírópi. 
 
Kryddið með salti og pipar. Setjið lambalundirnar aftur á pönnuna og hjúpið þær vel með marineringunni.
Berið fram lundir. Berið fram með grænum baunum og kartöflumús. Eða í salatvefjunum hér að neðan:
 
 
Avókadó- og salatvefjur 
  • Avókadó, tómatur, salat (baby gem) með jalapeno chili
  • Hráefni fyrir dressingu:
  • 100 g majónes
  • 8 stk. graslaukur, fínt saxaðir
  • ½ búnt steinselja, fínt saxað
  • ¼ búnt estragonlauf, fínt saxað
  • safi af 1 ferskri sítrónu
  • 1 tsk. fisksósa (fæst í asíu 
  • krydddhillunni)
  • klípa sjávarsalt
  • nýmalaður hvítur pipar eftir smekk
  • 3 msk. sýrður rjómi
  • Salat
  • 2 baby gem salat, stór lauf helminguð
  • 1 box kirsuberjatómatar, skornir í helminga
  • 2 avókadó, skrælt og skorið í þriggja sentimetra klumpa
  • safi af einni ferskri sítrónu
  • 40 ml jómfrúarólífuolía
  • klípa sjávarsalt
  • 1 jalapenó  eða annað chili, 
  • fræhreinsað og skorið í 1 cm bita
  • 10 stilkar af graslauk, fínt saxaður

Aðferð
 
Til að gera dressinguna, blandið þá saman majónes, graslauk, steinselju, estragon, sítrónusafa, fisksósu, salti og pipar í blandara og vinnið saman þar til þetta er slétt (hægt að nota þær jurtir sem eru til eða ræktaðar í glugganum með hækkandi sól).
 
Í skál skaltu blanda saman sýrðum rjóma og jurtablöndunni og blanda varlega saman. Smakkið til og kryddið og geymið í kæli.
Framreiðsla:
 
Þvoið, hreinsið og hristið salatið þurrt í sigti. Afhýðið og saxið laukinn. 
 
Skerið avókadóið til helminga, fjarlægið kjarnann, afhýðið og skerið í bita. 
 
Skerið tómata í fjórðunga og blandið þeim saman við avókadó, sítrónusafa, ólífuolíu og salt í skál.
 
Steikið kjötið í olíunni þar til það verður fallega brúnt, hægt er að nota hvaða kjöt sem er og jafnvel sjávarfang, skötusel eða rækjur.
 
Raðið nú kjötinu, tómötunum og blöndunni með avókadóinu upp á disk. 
Hryggur um páskana
Matarkrókurinn 26. mars 2024

Hryggur um páskana

Það er nánast samofið páskunum að borða lambakjöt af einhverju tagi. Læri, hrygg...

Rasmus og Sven gera bollur
Matarkrókurinn 18. mars 2024

Rasmus og Sven gera bollur

Hakkréttir eru fín leið til að metta marga og vinsæll valkostur á heimilum lands...

Tvistað við ofurstann
Matarkrókurinn 4. mars 2024

Tvistað við ofurstann

Djúpsteiktur kjúklingur, sem flestir þekkja í gegnum ofursta nokkurn frá Kentuck...

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur
Matarkrókurinn 19. febrúar 2024

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur

Hvernig passar blaðlaukur, reykt ýsa og kartöflur saman? Jú barasta prýðilega, t...

Boli & brokkólí
Matarkrókurinn 31. janúar 2024

Boli & brokkólí

Nautakjöt og brokkólí er klassískur asísk-amerískur réttur sem á sennilega ættir...

Mátulega hátíðlegur ís
Matarkrókurinn 21. desember 2023

Mátulega hátíðlegur ís

Það er nær ómögulegt að fá alvöru rjómaís út úr búð á Íslandi og hvað þá úti í í...

Reykt ýsa
Matarkrókurinn 13. desember 2023

Reykt ýsa

Skammdegið með sínum kulda og myrkri kallar á ögn þyngri mat en annar tími ársin...

Buff í brúnni
Matarkrókurinn 23. nóvember 2023

Buff í brúnni

Kíló fyrir kíló og krónu fyrir krónu er nautahakkið sennilega fjölbreyttasta pró...