Mynd/BGK
Matarkrókurinn 03. mars 2020

Lambalundir með viskíi og hlynsírópi

Bjarni Gunnar Kristinsson
Lambalundir er hægt að matreiða mjög hratt og þær er hægt að framreiða á séríslenskan hátt,  með grænum baunum og rauðkáli, eða sem framandi rétt. 
 
Til dæmis er sniðugt fyrir þá sem eru í lágkolvetna mataræði að vefja þeim inn í salat og borða með góðu grænmeti.
 
Lambalundir með viskíi 
og hlynsýrópi
 
Hráefni
 • 125 ml hlynsíróp
 • 75 ml viskí eða annað gott, eins og maltöl
 • 1 fersk timjangrein (garðblóðberg)
 • 675 g lambakjöt 
 • 15 m ólífuolía
 • 1 msk. smjör
 • 1 skalottlaukur, fínt saxaður
 • 2 geirar hvítlaukur, fínt saxaðir
 • Salt og pipar
Á glerfati eða í þéttum plastpoka er hlynsírópi, viskíi og timjan blandað saman. Bætið kjötinu við og veltið því vel í kryddleginum.
 
Lokið pokanum. Geymið í kæli í tvær klukkustundir eða yfir nótt. 
 
Takið kjötið úr marineringunni og geymið marineringuna. Hendið timjangreininni.
 
Brúnið lambalundirnar í olíu og smjöri í pönnu í um það bil tvær mínútur á hlið fyrir meðalsteikt. 
 
Kryddið með salti og pipar. Haldið hita á réttinum.
 
Á sömu pönnu er skalottlaukurinn og hvítlaukurinn karamellseraður. Bætið marineringunni við og sjóðið niður um helming eða þar til vökv­inn er orðinn að sírópi. 
 
Kryddið með salti og pipar. Setjið lambalundirnar aftur á pönnuna og hjúpið þær vel með marineringunni.
Berið fram lundir. Berið fram með grænum baunum og kartöflumús. Eða í salatvefjunum hér að neðan:
 
 
Avókadó- og salatvefjur 
 • Avókadó, tómatur, salat (baby gem) með jalapeno chili
 • Hráefni fyrir dressingu:
 • 100 g majónes
 • 8 stk. graslaukur, fínt saxaðir
 • ½ búnt steinselja, fínt saxað
 • ¼ búnt estragonlauf, fínt saxað
 • safi af 1 ferskri sítrónu
 • 1 tsk. fisksósa (fæst í asíu 
 • krydddhillunni)
 • klípa sjávarsalt
 • nýmalaður hvítur pipar eftir smekk
 • 3 msk. sýrður rjómi
 • Salat
 • 2 baby gem salat, stór lauf helminguð
 • 1 box kirsuberjatómatar, skornir í helminga
 • 2 avókadó, skrælt og skorið í þriggja sentimetra klumpa
 • safi af einni ferskri sítrónu
 • 40 ml jómfrúarólífuolía
 • klípa sjávarsalt
 • 1 jalapenó  eða annað chili, 
 • fræhreinsað og skorið í 1 cm bita
 • 10 stilkar af graslauk, fínt saxaður

Aðferð
 
Til að gera dressinguna, blandið þá saman majónes, graslauk, steinselju, estragon, sítrónusafa, fisksósu, salti og pipar í blandara og vinnið saman þar til þetta er slétt (hægt að nota þær jurtir sem eru til eða ræktaðar í glugganum með hækkandi sól).
 
Í skál skaltu blanda saman sýrðum rjóma og jurtablöndunni og blanda varlega saman. Smakkið til og kryddið og geymið í kæli.
Framreiðsla:
 
Þvoið, hreinsið og hristið salatið þurrt í sigti. Afhýðið og saxið laukinn. 
 
Skerið avókadóið til helminga, fjarlægið kjarnann, afhýðið og skerið í bita. 
 
Skerið tómata í fjórðunga og blandið þeim saman við avókadó, sítrónusafa, ólífuolíu og salt í skál.
 
Steikið kjötið í olíunni þar til það verður fallega brúnt, hægt er að nota hvaða kjöt sem er og jafnvel sjávarfang, skötusel eða rækjur.
 
Raðið nú kjötinu, tómötunum og blöndunni með avókadóinu upp á disk. 
Erlent