Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Gæs í eplakaramellu og maltbjór
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 4. nóvember 2016

Gæs í eplakaramellu og maltbjór

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Nú er sá árstími þegar matgæðingar fara að gefa villibráðinni gaum. 
 
Það hentar einkar vel að leggja gæsabringur í kryddlög sem samanstendur af eplakaramellu, dökkum maltbjór og beikoni. 
 
Gæs í eplakaramellu og maltbjór
  • 1,2 kg gæsabringur
  • 5 epli
  • 1 lítil seljurót
  • 200 g saltað beikon 
  • 5 greinar af rósmarín
  • 4 hvítlauksgeirar, saxaðir
  • 1 stór skallotlaukur, sneiddur
  • 3 bollar eplasafi
  • Einn dökkur maltbjór eða (maltöl) 
  • salt og pipar 
  • smá sítrónusafi
  • ólífuolía
  • Eplakaramella
  • 1,75 dl eplaedik  
  • 100 g af sykri
Aðferð
  1. Byrjið á að gera eplakaramellu. Bræðið sykur á pönnu eða í potti þangað til hann er orðinn að karamellu. Hellið ediki út í og látið sjóða þar til karamellan hefur verið leyst upp og orðin að sírópi.
  2. Brúnið gæsina á pönnu og setjið í poka gerðum úr álpappír eða ofnfast fat með loki, ásamt skornum eplum og sellerírót – sem búið er að taka hýðið af og skera gróft. Beikonið fer einnig með, eplaedikssírópið og smá bjór (eða maltöl).
  3. Eldið við 63 gráður í 30 mínútur. Kælið og brúnið fyrir framreiðslu.Geymið og blandið saman með smá majónes og framreiðið á góðu rúgbrauði með peru- og hvítkálsrem­úlaði (sjá hér að neðan).
  4. Taka má beikon úr eldunarfatinu og djúpsteikja til að fá mulning ofan á gæsina.
  5. Berið fram á remúlaðinu, þunnt skorið með ferskum perum sem líka eru þunnt skornar – ásamt kryddjurtum að eigin vali.
     
Peru- og hvítkálsremúlaði
  • Smá sjávarsalt
  • 4 msk. perumauk
  • 2 msk. sinnep 
  • 1 msk. eplaedik
  • 1 msk. repjuolía eða önnur góð olía ( komin flott olía í sérverslanir með íslenskri repjuolíu)
  • ferskur malaður pipar
  • 1 ferskt grænkál, hvítkál eða annað meinhollt kál
  • Majónes
 
Aðferð
 
Takið kálið og skerið í einn sinnum einn sentimetra teninga. Náið upp suðu í saltvatni og eldið teningana í 3–4 mínútur. Kryddið kálteningana á meðan þeir eru heitir, með peru­mauki, sinnepi, ediki, olíu, salti og pipar. Blandið grænkáli saman við rétt áður en þið framreiðið með gæsinni.
 
Hér eru nokkrir eftiréttir sem eru í uppáhaldi, hægt er að skreyta með muldum Oreo-kökum, berjum eða jafnvel marengstoppunum úr síðasta Bændablaði (sjá á bbl.is).
Svo má nota kökukruðerí sem hægt er að mylja úr smákökum eða svampbotnum.
 
Ofureinföld súkkulaðimús 
  • 200 g rjómi 
  • 200 g súkkulaði 
  • 300 ml léttþeyttur rjómi 
Einfaldara er ekki hægt að gera lúxus súkkulaðimús á nokkrum mínútum.
 
Aðferð
 
Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni eða í vatnsbaði. Það ætti að vera um 40–45 gráður.
Volgum rjóma bætt við í smáum skömmtum og hrært kröftuglega eftir hverja bunu.
Svo er léttþéttum rjóma bætt varlega í. Berið fram í glösum.
 
 
Skyrfrauð með ferskum bláberjum 
 
Þetta frauð er einstaklega ferskt og fer vel með ýmsum berjum, til dæmis bláberjum. 
  • 250 g skyr
  • 50 g sykur
  • 1 vanillustöng (líka hægt að nota vanilluskyr)
  • 50 ml rjómi eða mjólk til að leysa upp matarlímið
  • 2 stk. matarlímblöð
  • 200 ml þeyttur rjómi
Aðferð
Leggðu matarlímið í kalt vatnsbað í smá stund. Settu 50 ml af mjólkinni (eða rjóma), vanillu og sykurinn í pott og hitaðu. Taktu pottinn af hitanum, settu matarlímið út í og hrærðu þar til það er leyst upp.Hrærðu saman skyrið og afganginn af þeytta rjómanum og blandaðu varlega saman við rjómann. Bættu matarlíminu saman við yfir smá hita og setjið í ílát eftir smekk. Framreiðið með ferskum bláberjum (gott er að gera bláberjasósu í örbylgjuofninum með ögn af sykri eða hunangi). 
 
Vanillubúðingur með sýrðum rjóma 
  • 250 ml rjómi 
  • 200 g sykur 
  • 2 stk. matarlímsblöð 
  • 250 ml sýrður rjómi 
  • ½ tsk. vanilludropar eða korn úr 1 vanillustöng 
  • 1 askja fersk ber
Fyrir 4–6 
 
Í þennan einfalda eftirrétt væri tilvalið að nota haustuppskeruna, nýtínd íslensk bláber eða krækiber – en nú er berjatíminn liðinn og erlend ber henta líka vel. Einnig má nota frosin ber en þá þarf að sía safann frá, sem rennur úr þeim þegar þau þiðna. 
 
Aðferð
  1. Leggðu matarlímið í bleyti í kalt vatn í nokkrar mínútur. 
  2. Settu rjóma, sykur og vanillukorn í pott og hitaðu að suðu. Taktu pottinn af hitanum og bræddu matarlímið í rjómanum. Láttu rjómablönduna standa í 10 mínútur.
  3. Hrærðu sýrðum rjóma saman við og helltu blöndunni í lítil glös.
  4. Kældu í minnst eina klukkustund eða þar til búðingarnir eru orðnir stífir.
  5. Dreifðu berjum yfir og berðu fram.
  6. Gott er að nota ávaxtamauk og matarlím til að búa til froðu fyrir rjómasprautu. Þá þarf að hita hluta af saftinni til að leysa upp matarlímið og nota 3–4 blöð fyrir einn lítra af sigtuðum vökva. Til dæmis safa af berjum eða góða saft. Notist svo eins og þeyttur rjómi.
Hryggur um páskana
Matarkrókurinn 26. mars 2024

Hryggur um páskana

Það er nánast samofið páskunum að borða lambakjöt af einhverju tagi. Læri, hrygg...

Rasmus og Sven gera bollur
Matarkrókurinn 18. mars 2024

Rasmus og Sven gera bollur

Hakkréttir eru fín leið til að metta marga og vinsæll valkostur á heimilum lands...

Tvistað við ofurstann
Matarkrókurinn 4. mars 2024

Tvistað við ofurstann

Djúpsteiktur kjúklingur, sem flestir þekkja í gegnum ofursta nokkurn frá Kentuck...

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur
Matarkrókurinn 19. febrúar 2024

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur

Hvernig passar blaðlaukur, reykt ýsa og kartöflur saman? Jú barasta prýðilega, t...

Boli & brokkólí
Matarkrókurinn 31. janúar 2024

Boli & brokkólí

Nautakjöt og brokkólí er klassískur asísk-amerískur réttur sem á sennilega ættir...

Mátulega hátíðlegur ís
Matarkrókurinn 21. desember 2023

Mátulega hátíðlegur ís

Það er nær ómögulegt að fá alvöru rjómaís út úr búð á Íslandi og hvað þá úti í í...

Reykt ýsa
Matarkrókurinn 13. desember 2023

Reykt ýsa

Skammdegið með sínum kulda og myrkri kallar á ögn þyngri mat en annar tími ársin...

Buff í brúnni
Matarkrókurinn 23. nóvember 2023

Buff í brúnni

Kíló fyrir kíló og krónu fyrir krónu er nautahakkið sennilega fjölbreyttasta pró...