Fólk / Matarkrókurinn

Kjúklingur, krydd og blómkál

Það er leyndardómur í krydd­jurtum, enda voru þær einu sinni gulls ígildi. Það var jafnvel farið í stríð út af flutningsleiðum kryddtegundanna sem komu frá Austurlöndum fjær. Hvað fær fólk til að krydda matinn sinn með svo sterku kryddi að hann verður jafnvel óþægilega sterkur?

Bláberja-bollakökur með kínóakorni og döðlum

Íslensk bláber eru holl ofurfæða og henta vel í þessar orkumiklu bollakökur, sem eru glútenfríar með því að nota kínóa í stað hveitis. Gott er að fylla frystinn af þeim til að eiga til haustsins.

Íslenskt grænmeti og hráfæði

Óeldaður matur, eða hráfæði, var fyrst þróað í Sviss af Maximilian Bircher-Benner (1867-1939), hann var undir áhrifum sem ungur maður af þýska Lebensreform-hreyfingunni sem sá siðmenningu sem spillta og komna út af leið. Hugmyndin var því að leita aftur til náttúrunnar í mataræðinu.

Grillaður lax með kóreskum gljáa

Kóreskir grillréttir hafa notið mikilla vinsælda víða um heim, en þeir eru reyndar oft komnir langt frá uppruna sínum og fornum hefðum.

Karrí-núðlusúpa og grilluð ferskja

Curry Laksa (Curry Mee) er dýrindis sterk karrí-núðlusúpa með ýmsum bragðtegundum.

Hong Kong-kjúklingur og ljúffeng grillspjót

Við ferðumst til Singapúr í þessum pistli en endum í grænmetisgrilli á íslenskri útihátíð.

Grillað salat, grænmeti og kjúklingalæri

Það er gott að grilla grænmeti og jafnvel salat – og mjög við hæfi á sumrin.