Fólk / Matarkrókurinn

Eldun á fiski og íslensk jarðarber

Það er lykilatriði að elda fisk ekki of mikið. Þurr fiskur er ekki góður. Þumalputtareglan varðandi eldun á fiski er sú að þegar þig grunar að fiskurinn sé tilbúinn, þá er hann það örugglega!

Kjúklingur, naut og skyr í grillveisluna

Til að grillveisla í garðinum geti orðið góð þarf vini eða fjölskyldu – og að sjálfsögðu eitthvað gott á grillið.

Smáréttir í kokteilveisluna

Loks þegar fermingartímabilinu er lokið byrja útskriftir, afmæli og jafnvel brúðkaup.

Sushi-pitsa og vegan kasjúhnetuís

Sumir eru óöruggir í að rúlla sushi-rúllur eða maki. Þess vegna er góð tilbreyting að gera sushi-pitsu og það er líka auðvelt.

Flatbrauð og falafel

Flatbrauð finnast í nær öllum menningarheimum. Uppruna þeirra má gjarnan rekja til þess að uppskerubrestur hefur neytt fólk til að baka þynnri og matarminni brauð. Margir af uppáhaldsréttum alþýðufólks víða um heim eru síðan sprottnir úr þeim kringumstæðum; þegar búa þarf til rétti úr því litla sem til er.

Nokkrir fermingar- og veisluréttir

Hér koma nokkrar góðar reglur sem vert er að hafa í huga þegar veisluhald er í vændum.

Gómsætar grænmetishugmyndir

Það er auðvelt að auka við græn­metis­neysluna. Grænmeti er mikilvæg fæðutegund vegna þess að þar eru mikilvæg vítamín og steinefni og hitaeiningar yfirleitt ekki of miklar.