Fólk / Matarkrókurinn

Smjörhjúpað naut og girnilegt eggaldin

Fyrir stuttu horfði ég á myndband þar sem matreiðslumaður sagðist búinn að finna bestu aðferð fyrir meyrnun eða þurrverkun á nautakjöti (dryage), sem er að hjúpa vöðvann með smjöri og láta hann meyrna þannig í kæli í 60 daga.

Dugar ekkert minna en forsetamarengs!

Kökubloggarinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir gaf nýverið út sína fyrstu uppskriftabók, Minn sykursæti lífsstíll, sem er sneisafull af girnilegum uppskriftum og góðum ráðum fyrir alla sem gaman hafa af því að baka.

Laxa-sashimi, gljáð jólaskinka – og perur soðnar í kir royal

Bjarni Gunnar matreiðslumeistari er kominn í hátíðarskap og gefur hér lesendum nokkrar girnilegar hugmyndir að réttum og meðlæti sem hentugt er að geta gengið að um hátíðirnar sem fara nú í hönd.

Ceasar-salat, sætar kartöflur og súkkulaðisnjóboltar

Gott er um þessar mundir að byrja að skera niður þungar máltíðir fyrir jólaátið. Það er fljótlegt og auðvelt að henda í Caesar-salat sem sumir halda að sé nefnt eftir Julius Caesar.

Kjúklingur, krydd og blómkál

Það er leyndardómur í krydd­jurtum, enda voru þær einu sinni gulls ígildi. Það var jafnvel farið í stríð út af flutningsleiðum kryddtegundanna sem komu frá Austurlöndum fjær. Hvað fær fólk til að krydda matinn sinn með svo sterku kryddi að hann verður jafnvel óþægilega sterkur?

Bláberja-bollakökur með kínóakorni og döðlum

Íslensk bláber eru holl ofurfæða og henta vel í þessar orkumiklu bollakökur, sem eru glútenfríar með því að nota kínóa í stað hveitis. Gott er að fylla frystinn af þeim til að eiga til haustsins.

Íslenskt grænmeti og hráfæði

Óeldaður matur, eða hráfæði, var fyrst þróað í Sviss af Maximilian Bircher-Benner (1867-1939), hann var undir áhrifum sem ungur maður af þýska Lebensreform-hreyfingunni sem sá siðmenningu sem spillta og komna út af leið. Hugmyndin var því að leita aftur til náttúrunnar í mataræðinu.