Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sæluhúsið Valgeirsstaðir
Líf og starf 5. júlí 2016

Sæluhúsið Valgeirsstaðir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sæluhús Ferðafélags Íslands í Norðurfirði nefnist Valgeirsstaðir og er gamalt íbúðarhús í góðu ástandi. Húsið stendur við botn Norðurfjarðar, rétt ofan við fallega sandfjöru.

Reynir Traustason, sem er best þekktur sem blaðamaður, er skálavörður á Valgeirsstöðum. „Ég var skálavörður hér í smátíma í fyrra og leist svo vel á mig hér að ég ákvað að vera hér í allt sumar. Ég er annars vegar að passa upp á sæluhúsið, taka á móti gestum og þrífa og hins vegar með skipulagðar gönguferðir á fjöllin hér í kring ef einhver hefur áhuga.

Fjallafólk og firnindi

Að sögn Reynis er hann ekki hættur í blaðamennsku og í hlutastarfi hjá Stundinni samhliða því sem hann er að skrifa bók um fjallafólk og firnindi eins og hann orðar það.

Á veturna stendur Reynir fyrir göngum sem hann kallar Fyrsta skrefið.

„Dagskráin hefst um áramótin og endar í apríl. Þetta er gönguþjálfun fyrir fólk sem langar að koma sér í form og ganga á fjöll. Markmið síðasta hóps var að ganga á Snæfellsjökul í lok apríl og það gekk vel og rúmlega þrjátíu manns sem komust á toppinn. Sami hópur er svo væntanlegur hingað í sumar til að ganga á fjöll og um Árneshrepp.

Ég verð svo með annað prógram sem hefst í haust og kallast Næsta skrefið.“
„Sæluhús Ferðafélagsins í Norðurfirði er gott hús á tveimur hæðum sem tekur tuttugu manns. Á efri hæð eru fjögur svefnherbergi sem rúma frá einum og upp í fjóra gesti en á þeirri neðri eru fjögur herbergi sem taka frá þremur upp í sex gesti. Í húsinu er borðstofa og vel búið eldhús auk sturtu og tveggja salerna,“ segir Reynir.

Í tíu mínútna göngufæri frá húsinu er verslun og sundlaug er á Krossnesi, ekki ýkja langt í burtu. Fjölmargar spennandi gönguleiðir eru í nágrenni við sæluhúsið. Má þar nefna göngu á Töflu, Kálfatinda, Munaðarnesfjall og Krossnesfjall. Einnig eru hægt að fara í lengri gönguferðir yfir í Ingólfsfjörð og kringum Strút. /

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...